Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. ÓVÆNTUR UÐSAUKI VK> SLÁTRUN BÆNDA 13 \ ast sjálfur og sjá um sig. Eins og áður sagði unnu verkamenn að viðgerð á aðalkælikerfi kjarnaofnsins. Því hafði verið lokað um stund. Þegar ljósið kviknaði sáu menn að aðal- kælikerfið virkaði ekki. Þá hefðu kælivatnsleiðslurnar í varakerfinu átt að vera opnar. En það voru þær ekki og jafnvel þótt mælitæki sýndu að svo væri virtust starfsmenn ekki trúa því! Því versnaði ástandið hraðfara. Á aðeins þremur sekúndum sauð á gufuraflinum. Þrýstingur í kjarna- vatnstanki og rörum í kælikerfi jókst óðfluga og þar kom að loki á tanki, sem inniheldur geislavirkt kælivatn, opnaðist og geislavirk gufa streymdi út í kjarnaofnsbygginguna. Skömmu síðar sló enn eitt kerfi út, þannig að kjamaofninn stöðvaðist. Það er nánast eina öryggiskerfið, sem stóðst í átökunum, eða var ekki tekið úr sambandi af mannavöldum. Neyðarkælikerfið fór því í gang, eins og vera bar, en í stjómstöðinni hafði það oft komið fyrir að mæli- tæki sýndu ekki rétt og því trúðu menn því ekki að alvara væri á ferð- um nú. Meira að segja var kraftmikil dæla, sem hóf að dæla kælivatni inn í kjarnaofnshvelfinguna, stöðvuð! Það liðu margar klukkustundir þar til tilkynnt var til kjarnorkunefndar og yfirvalda að óhapp hefði orðið. Þá var sagt að menn hefðu fulla stjórn á málum og að ekkert geisla- virkt efni hefði farið út í andrúms- loftiö. Ekki orð af þessu er þó rétt. í marga sólarhringa versnar ástandið. Hitastig orkustanganna í kjarnaofn- unum hækkar og trúlega líða meira en sex mánuðir, þar til við fáum að vita með vissu hversu nærri við vorum miklum hamfömm. Það sem er enn óttalegra er að mis- tök mannanna við stjóm kjarnorku- versins gerðu útslagið um hversu al- varlegt óhappið var. Sumir telja að það kenni mönnum vissa lexíu, en flestir em sammála um að slíkar til- raunir sé ekki hægt að gera. Alla vega má draga af atvikum í Harrisburg þann lærdóm rétt einu sinni að maðurinner sífellt að verða undir í baráttunni við þau tæki sem hann hefur þó skapað. Þýð. hp. Það má segja að gagnrýnendum á íslenskan landbúnað hafi nú borist óvæntur liðsauki. Það sorglegasta við þetta allt saman er það að þeim er þetta ekki ljóst sjálfum og vaða fram á völlinn og vega í sama knémnn. Veðrið hefur sem sagt gengið til liðs við þessa menn og haldi svo fram sem horfir getur það gengið svo rækilega frá landbúnaðinum að ekki sé neinna aðgerða þörf. Stjórnvöld landsins og bændaforystan hljóta nú að velta þvi fyrir sér hvort allt ráðabmggið, nefndirnar og frumvörpin, sé eitt stórt vindhögg og þeir verði nú að stinga öðmm fingri upp í sig og taka nú tíl við bjargráð þvi ekki geta þeir verið þekktir fyrir að láta bústofn landsmanna vísvitandi falla úr hor. Slíkt væri ekki gott til afspumar. En einum kemur þetta ekki á óvart, fyrir utan misvitur stjómvöld og misvitra bændaforystu er hin ís- lenska veðrátta höfuðóvinur bónd- ans. Því vinnur hann nú í kyrrþey við að bjarga því sem bjargað verður og án tillits tíl stimpilklukku þessa þjóð- félags. Það lætur svo sannarlega afkára- lega í eyrum þegar maður heyrir há- stemmda stjómmálamenn lýsa því yfir að tryggja verði bændum sam- bærileg laun við aðrar stéttir í land- inu. Ég vil því í mestu vinsemd benda þessum ágætu mönnum á það að næst þegar þeir reikna út launaum- slag bóndans ættí hann samkvæmt ís- lenskri vinnulöggjöf að hafa tvöfalt nætur-og helgidagakaup þann tima sem sauöburður hefur staðið yfir. Vangaveltur gagnrýnenda Gagnrýnendur kvarta stöðugt undan því að þeir séu vændir um van- þekkingu og það sé í raun eina vafnarorð þeirra sem skrifa landbún- aðinum til málsbóta. En það þykir ekki skynsamlegt að gefa læknisráð áður en meinið er þekkt. Læknir sem ákvæöi að taka magann úr manni, sem síðar kæmi í ljós að þjáðist aðeins af vindverkjum, væri sjálfsagt nokkuð lengi að rétta hlut sinn á sviði læknislistar. Gagnrýnendur hafa stöðugt hamrað á því að taka beri helming bænda úr umferð en jafn- framt segjast þeir ekki vera að gagn- rýna bændur heldur bændaforystuna og stjóm landsins. Það er nokkuð erfitt að finna lægðarmiðjuna í þess- um málflutningi, sem er við nánari athugun mergur málsins og menn veigra sér við að minnast á, en það er hinn geigvænlegi kostnaður við að koma vörunni frá framleiðanda til neytanda og hugmyndafræðileg fá- tækt við hönnun vörunnar og sof- andaháttur í dreifingarmálum, svo vísað sé til undirskriftasöfnunar vest- firskra húsmæðra nú fyrir stuttu. Það hlýtur að segja hverjum meðal- greindum manni að fyrst ber að fara ofan í saumana á sölu- og markaðs- málum landbúnaðarins áður en farið er að tala um að gera bændur höfð- inu styttri. Og sama gildir um fram- kvæmd hinna ýmsu framleiðsluþátta. En hvað varðar vangaveltur gagnrýn- enda á ýmsum þáttum framleiðslunn- ar hefur lítið verið um svör frá hendi bændaforystunnar. Kjallarinn Gunnar Páll Ingólfsson í þættinum um daginn og veginn mánudaginn 28. maí sl., og reyndar í Dagblaðinu sama dag, varpar dr. Jónas Bjamason fram þeirri spurn- ingu hvemig standi á því að íslenskur kjúklingur sé nærri 4—5 sinnum dýr- ari en sá ameriski. Ég mun nú leitast við að svara þessari spurningu því ég á ekki von á því að aðrir geri það. Þá ber fyrst að nefna ómælda hræðslu bændaforystunnar við að vel skipulögð kjúklingarækt kynni að draga úr dilkakjötsáti. Hún hefur því tekið þá afstöðu að sinna þessari bú- grein sáralítið sem ekki neitt og forðast alla skipulagningu sem verða mætti til bóta. Skoðun mín er aftur á móti gagnstæð þar sem til dæmis í London sjálfri, þar sem ógrynni er af grillstöðum sem hafa á boðstólum dilkakjötsrétt, sem þeir kalla SWARMA, við hliðina á kjúkling- um, hefur dilkakjötíð greinilega vinninginn. Þar er fyrst og fremst um heilbrigða samkeppni að ræða og hugvit aðeins út fyrir súpukjötið. Það er einfaldlega mín skoðun að frjáls samanburður neytandans myndi fyrst og fremst styrkja stöðu dilkakjötsins. En hverjar eru orsakir fyrir hinu háa verði á íslenska kjúkl- lingnum? 1) Illa grisjaður og oft of- nýttur stofn sem orsakar yfirleitt lága frjósemisprósentu, 2) sem aftur leiðir af sér að afföll við útungun eru ekki óalgeng 25—30%. 3) Vegna rangra aöstæðna við uppeldið eru afföllin ekki ósvipuð, eða 25—30%, 4) og af sömu orsökum hægari vaxtarhraði sem nemur um 25—30%, þ.e.a.s. að kjúklingum hér er slátrað 8—10 vikna gömlum í stað 6 vikna erlendis og síðast en ekki síst frumstæð og dýr slátrun. Rétt er þó að geta þess að þau mál standa til bóta þar sem nú er verið að byggja nýtt og fullkomið sláturhús. Segja má þá að dæmið sé gengið upp. Þegar kjúklingurinn er tkominn á borð neytandans fær hann aöeins 1/4 af því sem til var stofnaö en einhver verður að borga það sem tapaðist á leiöinni og þvi er íslenski kjúklingurinn fjórum sinnum dýrari en sá ameríski. Svipaða sögu mætti rekja bæöi hvað varðar eggjafram- leiðsluna og svínaræktina og ástæðan er skipulagsleysi og skortur á leið- beiningarþjónustu. Það sem vantar er aðhald á hverjum þætti fram- leiðslustígsins. Og við þurfum ekki að fara til Ameríku til að fá sann- gjarnan samanburð. Danski bóndinn greiðir svipað verð fyrir fóðrið og hinn íslenski, ennfremur á hann í harðri samkeppni á útflutningsmörk- uðum og verður því að gæta þess að slík afföll eigi sér ekki stað sem að framan greinir og hvernig fer hann að því að fyrirbyggja það? Stofnfuglinn er yfirleitt i höndum smábænda sem framleiða útungunar- egg sem þeir svo aftur selja út- ungunarstöðvunum. Þeir fá fullt verð fyrir egg sem koma út með 90% frjó- semi, sé hún fyrir neðan það fá þeir aðeins greitt kostnaðarverð. Fyrir hendi þarf því alltaf að vera ungur og friskur stofn svo viðkomadi hafi eitt- hvað fyrir sinn snúð. Þetta þýðir að sjálfsögðu að útkoman hjá útung- unarstöðvunum er svipuð, eða um 90% nýting, og þar sem stöðug og öflug leiðbeiningarþjónusta er alltaf í gangi er útkoman ekki ósvipuð hvað varðar uppeldið og slátrun er byggð upp á fullkominni tækni. Sem sagt, þarna kemst nær allt til skila og hvert atriði fyrir sig veitir hinu aðhald. Vilji nú einhver stíga fram og halda því fram að ástandið sé alls ekki svona slæmt heldur mikið nær því danska þá verður hinn sami að svara fyrir vægast sagt ósvífna álagningu á þessari framleiðslu. En hvað varðar stóriðju í þessum búgreinum þá er ástandið þannig í Danmörku að vegna mikils stofn- og viðhaldskostnaðar hafa hinar stóru einingar orðiö að hætta rekstri sínum og eiga Danir nú aðeins egg fyrir heimamarkaö og óska þess heitt að smábændamenningin væri aftur á komin þar sem kostnaðurinn réðist fyrst og fremst af ómældri vinnu ein- staklingsins. Gunnar P&ll Ingólfsson ritstjórí BÚ & FÉ „Danir óska þess nú heitt,að smábænda- menningin væri aftur komin ...” Þetta er nú öU fölsunin og blekk- ingin, sem Sigurjón og Kristján hamast við að leiðrétta og hneykslast á. Þeim félögum skal á það bent í allri vinsemd, að horfumar í byggingariðnaði breytast ekkert til batnaðar þó þeir leggi saman lóðaút- hlutanir og byggingarhæfar lóðir. Engum lóðum enn verið úthlutað á þessu ári Lóðaúthlutanir segja tíl um hvað framundan er næstu 1—2 ár, en byggingarhæfar lóðir nú gefa vís- bendingu um atvinnuástand á líðandi stund. 1 samræmi viö þetta er í skýrslunni talið að atvinnuástand í byggingariðnaði sé viðunandi á þessu ári, en látínn í ljós alvarlegur uggur um horfurnar á næsta ári og næstu árum. Lóöir, sem koma eiga til úthlutunar á þessu ári og enn er ekki farið að úthluta, skapa ekki verkefni á þessu ári í byggingariðnaði og það sem verra er, þær duga sennilega hvergi tíl að fullnægja þörfinni, þegar þær verða byggingarhæfar. Því miður er í grein Kristjáns Benediktssonar ekkert, sem gefur til- efni til bjartsýni um horfumar fram- undan. Þvert á mótí. Hann bendir réttilega á og undirstrikar: „Undir- búningur þeirrar lóðaúthlutunar, sem fram ættí að fara 1 ár hefði þurft að vinnast í fyrra og hittifyrra.” Undir það má vissulega taka með honum. Hins vegar stingur í stúf aö lesa síðar í greininni „að nokkurt hik sé á mönnum að ráðast í framkvæmdir við nýtt byggingarsvæði austan Grafarholts á Úlfarsfelli eða Korpúlfsstöðum.” Þetta er einmitt kjarni málsins — það er hikað við að undirbúa ný byggingarsvæði, sem hefja þarf undirbúningsframkvæmd- ir á a.m.k. tveim ámm áður en hægt er að byrja að byggja. Þess í stað ákvað borgarstjórn í vetur nýtt forgangsverkefni, að þétta byggðina vestan EUiðaáa. Hversu margar lóðir fást með þessari þétt- ingu byggðar veit enginn enn, þannig að framtíðin er vægast sagt ótrygg að þessu leyti. Kristján Benediktsson virðist telja það einhvers konar árás á sig og sína félaga í núverandi borgarstjómar- meirihluta, að bent sé á samdrátt í lóðaúthlutun í Reykjavík. Hann segir í grein sinni: „Sú staðreynd, að lóða- úthlutun er með minna móti í Reykjavík á þessu ári stafar einfaldlega af því, að land er ekki tUbúið. Nægileg fyrirhyggja var ekki fyrir hendi í fyrra og hittifyrra við undirbúning nýrra byggingarsvæða, svo hægt væri að úthluta fieiri lóöum á þessu ári. Um þessa hluti er því ekki að sakast við núverandi meirihluta borgarstjórnar.” Þetta er auðvitað bæði satt og rétt, en því má við bæta, að því miður virðist fyrirhyggja á þessu sviði lítíð aukast frá ári tíl árs. Væri nú ekki nær að gera eitthvað raunhæft í málunum og hætta að metast um það, hvaða flokkur hafi sýnt minnsta fyrirhyggju? Akureyri til fyrirmyndar Benda má á ágætt fordæmi Akur- eyrarbæjar á þessu sviði, sem lær- dóm má draga af. Þar var á siðasta ári úthlutaö svæðum, sem endast munu byggingaraðilum í a.m.k. tvö ár, en jafnframt er unniö aö því að \ Kjallarinn Sveinn Hannesson hafa tilbúin tíl úthlutunar byggingar- svæði til næstu tveggja ára þegar þessi svæði verða fullbyggö. Hér er dæmi um fyrirhyggju, sem því miður skortir á höfuðborgarsvæðinu öllu og ekkisístí Reykjavík. En það er annað sem læra má af þeim sem ráða málum á Akureyri, en það er, að byggingaraðilum er út- hlutað svæðum, og þeir hafa veruleg áhrif á skipulag þessara svæða. Mest af lóðaúthlutunum á höfuðborgar- svæöinu er hins vegar til einstaklinga eða eitt og eitt hús til byggingaraðila, en þessir aðilar eru bundnir í báða skó af frágengnu skipulagi, þar sem litlu eða engu er hægt að hnika til. Kosningabrella? Hvort það er rétt hjá Kristjáni, að úthlutun 217 íbúða svæðis í Mjóu- rnýri tíl byggingarfyrirtækja og -meistara hafi verið einhvers konar „kosningabrella” af hálfu fyrrv.er- andi borgarstjórnarmeirihluta skal ósagt látið. Um það mega stjórn- málamenn þræta að vild, en hitt er víst, að þessi kosningabrella er sam- tökum byggingariðnarins síður en svo á móti skapi. Þvert á móti er þessi úthlutun upphaflega til komin með samkomulagi milli Reykjavíkur- borgar og Meistarasambands byggingarmanna, en Reykjavíkur- borg valdi síðan þá aðila, sem út- hlutað var tíl. í samræmi við fyrri stefnu og fengna reynslu biðja byggingarmenn um fleiri slíkar kosningabrellur. Helst þó stærri svæði og minna skipulögð, þannig að hægt sé að koma við aukinni tækni og hagkvæmni. Undir það má hins vegar taka, að það er heldur langt gengið hjá borginni að láta byggingaraðila bæði greiða verulegan hluta gatnagerðargjalda og lána síðan borginni sjálfa gatnagerðina með tilheyrandi lögnum. Af tilrauninni í Mjóumýri má draga þá ályktun, aö sjálfstæð fyrir- tæki og byggingameistarar geta starfað saman með góðum árangri eins og þarna er að gerast, sé þeim gefið tækifæri til þess af sveitar- stjórnum. Slíkt er ekki af hinu illa. Það sem stendur byggingariðnaðin- um á höfuðborgarsvæðinu fyrir þrifum er, að verkefnaskorturinn er sífellt á næsta leiti vegna ónógrar fyrirhyggju sveitastjómarmanna, sem stuðlað hefur að því að byggingariðnaðurinn á svæðinu er brotínn niður í allt of smáar rekstrar- einingar. Byggingamenn vilja að lóða-, eða öllu heldur svæðaúthlutun verði í auknum mæli til byggingaraðila og dregið verði úr „tómstundabygging- um” og telja að það muni skila kaup- endum betri og ódýrari íbúðum, ef vel er að málum staðið. Er nóg að þótta byggðina og endur- nýja eldra húsnœði? Um þá stefnu borgarinnar að þétta byggðina vestan Elliðaáa er ekkert nema gott að segja, og sömuleiðis er ' tvímælalaust rétt að leggja aukna áherslu á endurbætur og viðgerðir á eldra húsnæði og reyna á þann hátt að hamla gegn óhófiegri útþenslu borgarinnar. Hitt er svo annað mál, að jafnframt þarf að hefja undir- búningsframkvæmdir við ný byggingarsvæði, því eftírspuminni eftir húsnæði verður að dómi byggingamanna ekki fullnægt með þéttingu byggðar og endumýjun eldra húsnæðis eingöngu. Það er ekki einungis þarfir byggingariðnaðarins fyrir nýjar lóðir, sem knýja á um þetta. Yfirspenntur fasteignamarkað- ur er ekki síður kaupendum í óhag. Hér þarf að koma á og viðhalda jafn- vægi og stöðugleika sem öllum er í hag. Spumingin er, hvort fækkun Reykvíkinga á síðustu árum og spá um áframhaldandi fækkun þeirra á að vera forsenda fyrir frestun lóðaút- hlutana á nýjum svæðum. Er ekki með slíkri uppgjöf verið að uyggja aðspáin rætíst? Sveinn Hannesson, viðskiptafræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.