Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ 1979. 17 Hönnun hér og þar Nýsjálenskur hönnuður íheimsókn í síðustu viku var hér á ferð nýsjá- lenskur hönnuður, Douglas Heath að nafni. Er hann varaformaður iðn- hönnuðasambandsins í heimalandi sínu og fulltrúi lands síns í alþjóða- samtökum teiknara, Icograda, en hefur að atvinnu alhliða hönnun og kennir grein sína í Auckland. Skoðaði hann íslenska hönnun á mörgum sviðum eftir megni og hélt fyrirlestur um stöðu þeirra mála i Nýja Sjálandi. DB hitti Heath að máli yfir kaffibolla og spurði hann frétta. Kvaðst hann hafa lagt lykkju á leið sína til að heimsækja ísland, vegna þess að margt væri líkt með ný- sjálensku samfélagi og íslensku. „Við erum bæði afskekkt og fremur einangruð samfélög og þurf- um að reiða okkur talsvert á erlend sambönd, — og svo erum við að sjálfsögðu í hvera- og eldfjallafélag- inu. Mérlék forvitni áað vita hvernig íslendingar spjara sig á sviði hönnun- ar við þessar aðstæður.” Spornað við alþjóðlegum hringjum Við spurðum að hvaða niðurstöðu hann hefði komist. ,,Ég ætti kannski að tala varlega þar sem ég hef ekki verið hér nema stuttan tíma,” sagði Heath. ,,En ég hef þó náð að skoða margar auglýsingastofur og lit- Douglas Heatli, nýsjálenskur hönn- uður. (Mynd Jim Smart). skyggnur af handverki íslenskra koll- ega minna og ég verð að segja að það kom mér á óvart að sjá svo háan „standard” hér. Það gleður mig einnig að sjá að hér hafa menn staðið gegn alþjóðlegum auglýsingahringj- um og stofum og reyna í staðinn að hafa stjórn á þróuninni sjálfir.” Kom hann auga á einhver sérstök einkenni í íslenskri hönnun? ,,Jú, ég er ekki frá því,” svaraði Heath. „Norræni stíllinn er hér sterkur en þó virðast menn ekki undirlagðir honum. Ef ég ber nýsjá- lenska hönnun saman við íslenska, þá notið þið aðra og dýpri liti i þvi sem þið gerið. En hönnun hefur þróast öðruvísi hér en á Nýja Sjálandi. Hefð handverksmanna Þar er mjög sterk hefð stakra handverksmanna og hönnuða sem vinna í eigin verkstæðum víðsvegar um eyjuna og opinberir aðilar styðja við bakið á mörgum þeirra. Við spurðum að lokum um samtök hönnuða á Nýja Sjálandi. „Við tókum okkur saman, 15 hönnuðir, árið 1958 og stofnuðum samtök til eflingar allri hönnun í landinu. Með stöðugri baráttu tókst okkur loks að koma því til leiðar árið- 1965 að sett var á stofn Nýsjálenska iðnhönnunarnefndin (New Zealand Industrial Design Council) sem hafði samsvarandi breska stofnun að fyrir- mynd. Hún hefur siðan verið mjög ötul, — gefur út tímarit, veitir viður- kenningar og hefur unnið mjög þarft starf aðég held. Mér skilst aðíslensk- ir kollegar mínir vinni stöðugt að þvi að slík stofnun verði sett hér upp og ég óska þeim velfarnaðar,” sagði Douglas Heath. RÖRSTEYPAN h.f. SVEITARFÉLÖG - VERKTAKAR - HÚSBYGGJENDUR Framleiðum allar gerðir af rörum tii dreinlagna og rörlagna, ennfremur holrœsisbrunna og keilur, og gúmmíþéttingar upp að 12" Viðurkennd framleiðsla úr bestu fóanlegum efnum. Athugið með verð og greiðsluskilmúla EVARLANO'CÍ FOSSVOGUR KOPAVQöUR /URl/CRONo BDCKXj MRAUN- ÐRAUT AUOBRE fAÖRA- | BRCKKA “ ‘ttHÓl5»£0uR ' .5 ^NVAWndl.*,. 1P i £ncwjaiu \ > M-Uvu*e«r*.a tvk-CBnrKKA • StLBREKKA uanga brekka *irMÍL svrcup ' 'A “y£0ufi « a eMfiNrtá OlGRANESVSf UR c MruMruv £ g Slvn&he^oi g .3 (flpovoijss toB' 'Uv* óu„ BRÆORAT. s hba6ntumga X [ HRAUNTUM&a \ «GUb iRoRsrcYrAw ’MJOL BfiAUT toalbraut A'O/J, RÖRSTEYPAN u. v/Fifuhvammsveg 200 Kópavogur, simi 91-40930

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.