Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 05.06.1979, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. JÚNÍ1979. Spáð er vestan goki eðe hœgri breyti iegri átt um alt land. Skýjað og eum- staðar þokuloft til að byrja með, en 'léttir alyiða til, elnkum sunnanlands. Kkikkan sox I morgun var 8 stiga hiti og súld I Reykjavlc. Gufuskálar 7 stiga hiti og skýjað, Gaharviti 7 stiga' hiti og súld, Akureyri 8 stiga hiti ogf lítilsháttar rignlng, Raufarhðfn 7 stiga . hhi og ahkýjafl, Dalatangl 3 atiga hiti' og þokuloft, Höfn 7 stiga hiti og * þokumóða.Vestmannaeyjar 7 stiga hiti og þoka. f Kaupmannahöfn 14 stig og létt-l skýjað, Osló 16 stig og MttskýjaðJ London 13 stig og abkýjað, Hamborg 18 stig og skýjað, Madrid 13 stig og Mttskýjað, Lbsabon 15 stig og Mtt-i skýjað, New York 16 stig og þoku- móða. v i ^ Andlát Önundur Slcinþórsson, Hólsgötu 4, Neskaupstað, andaðist 31. maí í Fjórð- ungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Helga Helgadóttir verður jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavík miðviku- daginn 6. júní kl. 15.00. Jarðsett verður í kirkjugarðinum við Suður- götu. Einar Angantýsson, Kleppsvegi 14, lézt á Landspítalanum 29. maí sl. Þórður Georg.Hjörleifsson, skipstjóri Bergstaðastræti 71, verður jarðsunginn frá Dómkirkiunni i dae kl. 13.30. t------------------------------- Björn Jónsson, fyrrum bóndi í Lauga- hlíð, Svarfaðardal, lézt í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 29. maí og verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag kl. 13.30. Pétur J. Daníelsson, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 10.30. Herdis Jónsdóttir, Hvassaleiti 24, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 1.30. Iþrótíir ÍL: .....____• .' . '• A ÞRIÐJUDAGURS.JtJNl. LAUGARDALSVÖLLUR KR-lA l.d.kl.20. Arbæjarvöllur FyUdr-Leiknir5.fi. A,kl. 20. KEFLAVlKURVÖLLUR lBK-KR 5. fl. A.kl. 19. AKRANESVÖLLUR IA-UBK 5. fl. A, kl. 19. ÞRÖTTARVÖLLUR Þróttur-FH 5. n. B, kl. 20. BREIÐHOLTSVÖLLUR IR-Haukar 5. n. B, kl. 20. varmArvöllur Afturelding-Grindavfk 5 . n. B. kl. 19. VlKINGSVÖLLUR Vikingur-Njarflvfk 5. n. B, kl. 19. ÁRMANNSVÖLLUR Armann-Grótta 5. 0. C, kl. 20. SELFOSSVÖLLUR Selfoss- IK5. n. C, kl. 19. , Aðaifundir Aðalfundir Samvinnutrygginga g.t, Líftryggingafélagsins Andvöku og Endurtryggingafé lags Samvinnutrygginga h.f., verða haldnir aö Hótel Sögu i Reykjavik, þriðjud. 19. júni nk. og hefjast kl. 10 fyrir hádegi. Dagskrá veröur samkvæmt sam hvlrkfnm fébcanna Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda Aðalfundur verður haldinn í hliöarsal Hótel Sögu fimmtudaginn 7. júni nk. og hefst kl. 10 árdegis. Dag- skrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Aðaffundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. veröur haldinn mánudaginn 11. júní n.k. í Iðnó uppi kl. 8.30 síödegis. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundar- störf. 2. Lagabreytingar. 3. önnur mál. Kaupfélag Kjalarnesþings Mosfellssveit heldur aðalfund i veitingastofunni Áningu fimmtu- daginn 7. júnl kl. 20.30 e.h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnmátafundir Sjðlfstæðisflokkurinn Norðurlands- kjördœmi — vestra Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins I Norðurlandskjör- dæmi vestra, boðar til ráðstefnu um framfaramál kjör- dæmisins, laugardaginn 9. júní nk. I Sjálfstæðishúsinu Sæborg á Sauðárkróki og hefst hún kl. 10 f.h. Rædd verða einkum skólamál og vegamál. Framsögucrindi flytja Sveinn Kjartansson fræðslu stjóri og Jónas Snæbjörnsson umdæmis verkfræðingur. Birgir Isleifur Gunnarsson borgar fulltrúi flyturávarp. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í kjör- dæminu, eru sérstaklega boðaðir til ráðstefnunnar, en að öðru leyti er hún opin öllu áhugafólki. Sálarrannsóknarfélag íslands Fundur verður haldinn á Hallveigarstöðum mánu- daginn 11. júni kl. 20.30. Erindi: Huglækningar. Joan Reid, mætir á fundinum. Uppl. og miðasala fyrir félagsmenn á skrifstofu Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld Vélhjólaíþrótta- klúbburinn Nú er að hefjast keppnistímabil vélhjólamanna I „Motocross” sem vélhjólaklúbburinn gengst fyrir. Tímabilið hefst með keppni sunnudaginn 24. júní sem er fyrsta keppnin í Islandsmeistaramóti en Islands- meistaratitilinn hlýtur sá er ffest stig hefur fengið eftir sumarið. Siðan verður I lok sumars haldin svo- kölluð Dagblaöskeppni sem Dagblaðiö gengst fyrir og gefur bikar. Árangur i þeirri keppni gefur þó ekki stig til Islandsmeistaratitils. Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 5. júní kl. 20 í Leifsbúö Hótel Loftleiða og eru allir velkomnir. Kvenfélag Grensássóknar fer í kvöldferð fimmtudaginn 7. júní kl. 19 frá Safnaðarheimilinu. Þátttaka tilkynnist fyrir 5. júni i síma 31455 0g2l6l9. Mætum allar. Vorferðalag Dale Carnegie klúbbanna verður 8,—10. júni í Húsafell. Gist verður i húsum og/eða tjöídum. Sundlaug, hitapottar og saunabað. Gönguferðir við allra hæfi. Gengið verður á jökul og Strút. Farið verður i Surtshelli og Stefánshclli, eld- stæði og flet útilegumanna skoðuð í Beinahelli. Þá vcröur gengið um Tunguna og Barnafossar og Hraun fossar skoðaðir. Hafið vasaljós með. Þátttaka tilkynn ist á skrifstofu Útivistar, simi I4606, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Ferðanefndin. Félag farstöövaeigenda FR deild 4 Reykjavík FR 5000 — sími 34200. Skrif • stofa félagsins að Siöumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00, að auki frá kl. 20.00—22.00 á fimmtu dagskvöldum. Nemendasamband Menntaskólans á Akureyri heldur vorfagnað að Hótel Sögu 8. júni nk. Fagnaður inn hefst með borðhaldi kl. 19.30. Heiðursgestir eru Þórhildur Steingrimsdóttir og Hermann Stefánsson. Ræðumaður kvöldsins verður Jóhann S. Hannesson. Norrænt þing um málefni vangefinna verður haldið i Reykjavík dagana 8., 9. og 10. ágúst nk. Þingið er öllum opið. Væntanlegir þátttakendur geta fengið þátttöku eyðublöö, dagskrá og aðrar upplýsingar á skrifstofu Þroskahjálpar, Hátúni 4a, sími 29570, síðasti innrit unardagurer lO.júni nk. Mál og menning Heimskringla Nýjar bækur frá Máli og menningu Mál og menning hefur sent frá sér nýja útgáfu sagna- safnsins Fuglinn segir eftir Jóhannes úr Kötlum. Fyrri útgáfa þessarar bókar kom út 1938 og er löngu þrotin. Fuglinn segir er safn þriggja skemmtilegra náttúru- og dýrasagna, ætlað börnum. Bókin er 62 bls. að stærð, prýdd mörgum myndum eftir Tryggva Magnússon. Þá er komin út á vegum Máls og mcnningar 2. útgáfa af Vísum Ingu Dóru eftir Jóhannes úr Kötlum. Sú bók kom fyrst út 1959 og hefur notið mikilla vinsælda. Hún hefur að geyma 10 barnaljóð og margar teikningar eftir Gunnar Ek. Innan skamms kemur út ný prentun á Ömmusögum og munu þá allar barnabækur Jóhannesar úr Kötlum verða fáanlegar og einnig Ljóðasafn hans, en 3. bindið var endurprent- að á þessu vori. Þess má geta að Jóhannes úr Kötlum hefði orðið áttræður 4, nóvember á þessu ári. Frímerki '79 Landssamband íslenzkra frimerkjasafnara mun gang- ast fyrir frimerkjasýningu í Álftamýrarskóla dagana 7.—10. júni. Á sýningunni verða sýnd ýmis áhuga verð söfn íslenzkra frimerkja, sem eru i eigu islenzkra, danskra, sænskra og bandarískra safnara. Sum þessara safna hafa unniö til verðlauna á erlendum sýningum. ^ Á sýningunni verður starfrækt sérstakt pósthús og verður þar i notkun stimpill sýningarinnar. Gerð hafa verið sérstök umslög sýningarinnar, sem verða seld á sýningarstað. Þá verður gefin út sérstök blokk i 500 tölusettum eintökum. Einnig er vert að geta þess að sýningarnefnd hefur látið gera sérstakan postulíns- platta með merki sýningarinnar. Plaltinn verður veittur i verðlaun þeim söfnum sem vinna til verð- launa og að auki hafa verið gerð 80 tölusett eintök sem verða til sölu á sýningunni. Eins og á undanförnum sýningum veröur starfræktur sérstakur „veiðipottur” þar sem menn geta reynt hæfni sína og eru ýmis frímerki I verðlaun. Sýningin verður opin fimmtudag og föstudag frá 17 til 22 en laugardag og sunnudag frá 14 til 22. Sýningarnefnd. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar hefur látið prenta kort af höggmynd Einars Jónssonar, Vemd, sem hann gerði á árunum 1912—1934, Kortiðer gefið út í tilefni barna- árs Sameinuðu þjóðanna og er til sölu i Listasafni Einars Jónssonar. Ljósmyndina tók Vigfús Sigurgeirs- son og prentvinnu annaðist Gutenberg. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga yfir sumarmánuðina, nema mánudaga frá kl. 13.30— 16.00. Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík. Stýrimannaskólanum i Reykjavik var slitið I 88. sinn 23. mai. I upphafi minntist skólastjóri tveggja nemenda sem látizt höfðu af slysförum á skólaárinu, ólafs Magnússonar sem lézt í desember og Hilmis Bjarnasonar sem lézt í apríl. I skólanum voru 169 nemendur þegar flestir voru Auk þess var l. stigs deild á ísafirði í tengslum við iðn- skólann þar og önnur l. stigs deild á Höfn í Horna- firði. Utan venjulegrar stundaskrár voru haldin nokkur námskeið við skólann, svo sem brunavamanámskeiö á vegum Slökkvistöðvarinnar og verkstjórnamámskeið á vegum Iðntæknistofnunar Islands. Auk heilsufræði- kennslunnar í skólanum fengu nemendur að fylgjast með aðgerðumá slysadcildBorgarspitalans. Ennfremur fóru nemendur 2. og 3. stigs æfingaferðir með varö- skipunum Tý og Ægi. Prófi l. stigs lauk samtals 71 nemandi og af þeim var ein stúlka, Skúlína Hlif Guðmundsdóttir úr Grundar- firði. Prófi 2. stigs lauk 51 og prófi 3. stigs 37. Prófi 3. stigs lauk ein stúlka, Sigrún Elin Svavarsdóttir, sú fyrsta sem lýkur slíku prófi hér á landi. Fimm nemendur luku bæöi prófi l. og 2. stigs á skólaárinu. Efstur á prófi 3. stigs var Ásbjörn Skúlason, 9.52, og hlaut hann verðlaunabikar Eimskipafélags lslands, farmannabikarinn. Efstur á prófi 2. stigs var Tryggvi Gunnar Guðmundsson, 9.33. Hann hlaut verðlauna bikar Öldunnar. • öldubikarinn. Landssamband íslenzkra útvegsmanna veitti verðlaun fyrir hæstu einkunn i siglingafræði, fiskimanni á 2. stigi, og hlaut þau Jón Guðlaugsson, klukku með loftvog. Bókaverlaun úr Verðlauna- og styrktarsjóði Páls Halldórssonar skólastjóra hlutu eftirtaldir nemendur sem allir höföu hlotiö ágætiseinkunn. Á 3. stigi: Ásbjörn Skúlason og Sigurleifur Ágústsson. Á 2. stigi: Halldór Benóný Nellet, óðinn Gestsson og Tryggvi Gunnar Guðmundsson. Bækurnar voru nýútkomið Skipstjóra- og stýrimannatal sem Ægisútgáfan gefur út. Gaf útgáfan 4 eintök af þeim bókum til þessara verðlaunaveitinga. Bókaverðlaun fyrir góða frammi stööu I dönsku veitti danska sendiráðið þeim Kristjáni Kristjánssyni og Skafta Jónssyni á 3. stigi og Halldóri Zoega á 2. stigi. Eftir afhendingu skirteina ávarpaði skólastjóri nemendur og brýndi fyrir þeim að gæta þeirrar ábyrgðar sem fylgir því að taka að sér stjórn á skipi. Viðstaddar skólaslit voru þrjár dætur Guðmundar B. Kristjánssonar sem var einn af fyrstu kennurum skólans og starfaði við hann i 39 ár. Á þessu ári var öld liðin frá fæðingu hans og af þvi tilefni stofnuðu dætur hans sjóð, að stofnfé kr. I milljón, til minningar um hann, Minningarsjóður Guðmundar B. Kristjáns- sonar stýrimannaskólakennara og skipstjóra. Sjóður- inn er ætlaður til að verðlauna þann nemanda sem viö lokapróf 3. stigs hefur fengið hæsta einkunn i siglingafræði miðað við öll stig námsins. Orð fyrir þeim systrum haföi Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir. I tilefni af þvi að fyrsta stúlkan lauk prófi 3. stigs var viðstödd skólaslit Sigriður Thorlacius, formaður Kvenfélagasambands Islands. Hún mælti nokkur orð i tilefni af því að íslenzk stúlka hefði í fyrsta sinn lokið prófi sem veitti henni skipstjórnarréttindi á íslenzkum fiski- og farskipum hvar sem væri i heiminum. Afhenti hún Sigrúnu merki kvenfélagasambandsins. Mjög margir eldri nemendur voru viðstaddir skólaslit. Að lokum þakkaði skólastjóri gestum komuna og gjafir sem skóianum höfðu verið færðar á skólaárinu. Lét liann i Ijós sérstaka ánægju sina yfir heimsókn eldri nemenda. Þá þakkaði hann kennurum, skóla nefnd og prófdómendum störf þeirra og góða sam vinnu á liðnu skólaári og sagði skólanum slitið. Gengið GENGISSKRÁNING Ferðamanna- NR. 100 — 31. MAÍ1979. gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Saia 1 BaodarflcjadoHar 33730 338,00 37032 37130 1 Starlingspund 696,65 69735* 75432 76638* 1 Kanadadoliar 29030 29130* 31935 32032* 100 Danskar krónur 614830 6163,10* 676335 6779,41* 100 Norskar krónur 6602,50 661730* 7152,75 7169,69* 100 Sasnskar krónur 7691,90 771030* 646139 848132* 100 Fkinsk mörk 8432,10 8452,10* 927531 929731* ^ 100 Franskir frankar 7626^0 864430* 8389,48 840939* 100 Balg. frankar 1099,10 1101,70* 120931 121137* > 100 Svtesn. f rankar 1960930 1956630* 2146039 2161132* 100 Gyllini 16123,60 1616130* 1773536 1777738* r 100 V-Pýzkmörk 17666,00 1770730* 19432,60 19478,69* 100 Lkur 39,49 3939* 43,44 4335* 100 Austurr. Sch. 2400,00 2405,70* 2640,00 264837* 100 Escudos 677,10 878,70* 74431 74837* 100 Pesetar 50930 51030* 56036 56138* 100 Yen 15332 15338* 16837 18937* -Breyting «rð slfluitu skrðnliigu. Simsvari vegna gongísskráninga 22190.,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.