Dagblaðið - 18.10.1979, Side 6

Dagblaðið - 18.10.1979, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. Prófkjörin undirbúin: FLEIRII iA LLA íÐl R —en útvaldir Sjálfstæðismenn í Suðurlandskjördæmi: Klýf ur Steinþór Gestsson f lokkinn? — getur hugsað sér sérframboð ef hann fær ekki 1. sætið Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Árnessýslu hefur sett fram þá kröfu við kjördæmisráð flokksins í Suðurlands- kjördæmi að sameiginlegt prófkjör verði haldið í öllu kjördæminu fyrir næstu kosningar. Til vara gerir ráðið þá kröfu að ef ekki verði fallizt á það muni Árnes- ingurinn Steinþór Gestsson skipa I. sæti listans. Hann lenti í 3. sæti við siðustu uppstillingu og féll af þingi þar sem flokkurinn hefur 2 menn á þingi i kjördæminu. Þá hefur Steinþór látið hafa það eftir sér að verði að hvorugri kröfunni gengið geti hann hugsað sér að taka ekki sæti á listanum heldur efna til sér- framboðs og þar með kljúfa flokkinn. í Suðurlandskjördæmi eru Árness- Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýsl- ur og Vestmannaeyjar. Sér prófkjör voru á hverjum stað í fyrra, nema i Árnessýslu, og stillt upp að þeim lokn- um með Steinþór í 3. sæti. Árnesingar eru langfjölmennastir og una því ekki lengur að þeirra maður sé hornreka á listanum. Kjördæmisráð flokksins kemur saman á laugardag og liggja þessar kröfur m.a. fyrir þeim fundi. -GS. Framsókn á Reykjanesi: „ÆTLAÐIEKKIAÐ KEPPA AÐ ÞVÍ” — segir Jón Sigurðsson ritstjóri Tímans um framboðsmál sín ,,Við ákvörðun l'ramboðslista tram- sóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður í fyrstu lotu skoðanakönnun á fundi kjördæmissambandsins þriðju- daginn 23. október. Þar mæta einnig varafulltrúar. Fulltrúarnir skrifa sínar hugmyndir um, hverjir skuli skipa 3 efstu sæti framboðslistans. Þvi eru allir i framboði,” sagði Jón Sigurðsson, rit- stjóri Tínrans, í viðtali við DB í gær um þá hugmynd að hann færi í framboð fyrir Frammsóknarflokkinn á Reykja- ncsi. ,,Ég ætlaði ekki 'að keppa eftir þessu,” sagði Jón, ,,og taldi að nógu margir frambærilegir menn væru til staðar enda kæmi framboð sér illa fyrir mig persónulega.” Að lokinni skoðanakönnunninni mun uppstillingarnefnd leita til þeirra sem flest atkvæði fá. Endanlegt val frambjóðenda fer fram á kjördæmis- þingi sem haldið verður í Festi, Grinda- vik, sunnudaginn 28. október. -HH. Sigurður Helgason ekki með framboð: „BÍÐ ÚRSKURÐAR HÆSTARÉTTAR” ,,Ég mun ekki gangast fyrir fram- boði óháðs lista í þessum kosningum,” sagði Sigurður Helgason lögfræðingur í viðtali við DB í gær. Sigurður var í síðustu þingkosningum efstur á lista óháðra borgara i Reykjaneskjördæmi. ,,Þá kom í Ijós,” sagði Sigurður Helgason, „að 7 slíkum framboðum voru ætlaðar fimm mínútur í stjórn- málakynningu í sjónvarpi, meðan stjórnmálaflokkarnir höfðu margar klukkustundir samtals. Slík framboð sem okkar voru í fyrsta þætti sjón- varpskynningar af fimm þáttum alls. Þessum aðferðum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Ég bíð úrskurðar hans. Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt i ekki ósvipuðu tilviki þar í landi og fordæmt þessar aðferðir. Auðvitað voru Óháðir borgarar aðeins með lista i einu kjördæmi, svo að við ætluðumst ekki til að fá jafn- mikinn kynningartima og stjórnmála- flokkarnir, en freklega var á okkur brotið.” -HH. Davíð Scheving f próf- kjorið a Reykja- nesi? Davíð Scheving Thorsteinson hefur ekki gefið svar við áskorunum um að gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjanesskjördæmi. Samþykkt var í gær með 65 gegn 41 atkvæði á fundi kjördæinisráðs að hafa prófkjör 27. og 28. október. Auðir seðlar voru 5. Tilkynningar um framboð í prófkjöri þurfa að berast fyrir hádegi næstkom- andi sunnud. Eins og DB hefur skýrt frá verða þeir Matthías Mathiesen og Ólafur G. Einarsson i framboði þarna. Þá er vitað um Salóme Þorkelsdóttur, Eirík Alexandersson, Ríkharð Björgvinsson, Sigurgeir Sigurðsson og Hannes H. Gissurarson. Reynt hefur verið að fá Davið Sch. Thorsteinson til að gefa kost á sér. Hann hefur færzt undan en endanlegt svar hefur hann ekki gefið. -BS. Soffía Guðmundsdóttir: „Skorast ekki undan ef félagarnir vilja þetta" Gunnar Guðmundsson: „Ég verst allra frétta” ,,Ég ætla ekki að láta hafa neitt eftir mér um það,” sagði Gunnar Guðmundsson, kennari á Laugarlandi i Rangárvallasýslu, þegar DB spurði hvort óháðir kjósendur í Suðurlands- kjördæmi ætluðu að bjóða fram. Gunnar var í efsta sæti lista óháðra kjósenda í síðustu þingkosningum. Fjölda atkvæða vantaði til að skila manni af listanum inn í sali Alþingis. Gunnar Guðmundsson vildi ekkert um það segja hvort umræður væru i gangi um framboðsmál i hópi óháðra kjósenda: ,,Ég verst allra frétta.” Af svarinu má þó ráða að allt eins geti verið von á óháðu framboði á ný í kjördæminu. -ARH. Bjami Guðnason: „Þú færð ekkert upp úr mér” ,,Mér þykir þú aðgangsharður! Ja, ég skal segja þér að þú færð ekkert upp úr mér,” varð Bjarna Guðnasyni prófessor að orði þegar DB spurði hvort hann væri i framboðshugleiðing- um. Bjarni skipaði efsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Austurlandskjör- dæmi í síðustu kosningum og vantaði tiltölulega fá atkæði í viðbót til að ná kosningu sem uppbótarþingmaður. „Það ganga margir með þingmann í maganum eins og steinbarn. Hvort ég gangi með? Ég segi ekkert, ég er vondur maður eins og þú veizt!" Prófessornum varðekki haggað. -ARH „Hugsa meira um úrslitin” — segir Guðmundur J. ,,Ég hef meiri áhuga á framgangi Alþýðubandalagsins í kosningunum en þvi hvort ég verð sjálfur i framboði,” sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands. Guðmundur J. var i 5. sæti á lista flokksins í Reykjavík í siðustu kosningum og sat þing um tíma i fyrra- vetur í forföllum þingmanna. „Það er ekkert farið að tala um framboðsmál hjá Alþýðubandalaginu svo ég viti. Ég í framboðshug- leiðingum? Nei, það held ég ekki. Ég hugsa meira um úrslitin í kosningun- um." Og hvernig leggjast úrslitin í þig? „Alþýðubandalagið hefur mögu- leika. Samt er óskaplega hætt við að vonbrigði yfir falli vinstri stjórnarinnar geti orðið Sjálfstæðisflokknum til framdráttar.” -ARH. „Framboð er bara eitt af þeim verk- um sem þarf að vinna fyrir hreyfinguna og ég skorast ekki undan ef félagar minir fara þess á leit við mig,” sagði Soffía Guðmundsdóttir, tónlistar- kennari á Akureyri, er hún var innt eftir því hvort hún hygðist gefa kost á sér í sæti á framboðslista AB. Soffía var i 2. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandi eystra i síðustu kosningum og hefur tekið sæti á þingi í forföllum. Fullvíst er talið að Stefán Jónsson gefi kost á sér á ný í 1. sæti listans. Framboðsmál flokksins í kjör- dæminu skýrast alveg næstu daga. í kvöld heldur AB á Akureyri félagsfund og ræðir m.a. tillögur um forvalsreglur til framboðs. Forvals- og framboðsmál verða og til umræðu á kjördæmisþingi AB í Norðurlandi eystra sem haldið er um næstu helgi. Soffía vildi ekkert um það segja hvort ofan á yrði að hafa einhvers konar forval um skipan framboðslist- ans. Slíkt forval yrði þó a.m.k. ekki hliðstætt þeim prófkjörum sent hinir flokkarnir hafa tekið upp. „Við sjáum ýmsa vankanta á prófkjörum,” sagði Soffía. -ARH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.