Dagblaðið - 18.10.1979, Side 9

Dagblaðið - 18.10.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. 9 San Francisco: Sleppa1000svfnum erprinsessan kemur —reiðir Irar að hefna sín vegna orða Margrétar Bretaprinsessu í Chicago írskættaðir Bandaríkjamenn í San Francisco hyggjast sleppa eitt þúsund svínum lausum við komu Margrétar Bretaprinsessu til borgarinnar næst- komandi sunnudag. Er þetta haft eftir talsmanni hóps fólksins. írarnir ætla með þessu að hefna fyrir orð prinsessunnar sem hún er talin hafa sagt í veizlu borgarstjórnarinnar í Chicago á dögunum. „irar eru svín,” á Margrét að hafa sagt við Byrne borgarstjóra en síðan „og þú ert írsk.” Sagt er að borgar- . stjórinn sem er kona hafi horfið úr veizlunni fljótlega. Mál þetta hefur vakið mjög mikla athygli en orð prinsessunnar eiga að hafa sprottið upp úr samtali um morðið á Mountbatten lávarði á Norður-írlandi fyrir skömmu. Mar- grét prinsessa var náskyld lávarðin- um. írarnir i San Francisco hafa undir- búið ætlunarverk sitt mjög vel og hafa haldið fundi um málið og haft samband við eigendur svína til að tryggja nægan fjölda þeirra við mót- mælaaðgerðirnar. Gerð hefur verið tilraun til að mót- mæla þvi að Margrét prinsessa hafi nokkru sinni látið þau orð falla um íra að þeir væru svin. Hefur einkarit- ari hennar neitað þvi en í blaðinu Chicago Sun-Times er haft eftir full- trúa frú Jany Byrne borgarstjóra, að orðin hafi verið höfð rétt eftir prins- essunni. Margrét er á ferð um Banda- ríkin til að safna peningum til styrkt- ar Konunglegu óperunni i London. Austur-Þýzkaland: SAMI GAMLI SVIP- URINN Austur-Þjóðverjar héldu nýlega upp á þrjátíu ára afmæli rfkis síns og að venju hervelda var ekið með alvopn- aða hermenn fram og aftur við sýn- ingar. Þykir þetta afspyrnugaman í útlandinu og tilheyrir við alls kyns tækifæri. Ástralíusveitinni á heimsmeistara- mótinu í bridge tókst ekki að sigra ítölsku sveitina með nægilegum mun til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni gegn Bandaríkjamönnum. Sveitirnar mættust í gær og lauk leikjunum með sigri Ástralíu, 12 stigum gegn átta. Það var þó ekki nægilegt því stigin hefðu orðið að skiptast 19 gegn einu áströlsku sveitinni í vil ef þeir hefðu átt að fá tækifæri til að etja kappi við banda- rísku sveitina. Sérfræðingar eru sammála um að leikur Ítalíu og Ástralíu hafi verið bezta spilamennskan á þessari heims- meistarakeppni. Margir ráku þó upp stór augu — eða eyru — þegar nokkrir italskir áhorfendur klöppuðu og hrópuðu af fögnuði þegar lokaúrslitin voru tilkynnt. Sannir bridgeunnendur telja nefnilega að á bridge eigi að horfa í þögn og með virðulegri ró. Bandaríska sveitin tapaði fyrir Taiwan i síðustu umferðinni með 4 stigum gegn 16, en það nægði þeim til annars sætis og í úrslitin gegn ítölsku sveitinni. HM íbridge: ÍTALÍA KEMST í ÚRSUTIN Ródesía/Zimbabwe: Jarðnæðisdeit- ur aðeins eftír Muzorewa forsætisráðherra Leiðtogar framvarðarrikjanna hefur þegar fallizt á tillögur Breta en fimm í Afríku, sem helzt hafa stutt Nkomo og Mugabe skæruliða- við bakið á skæruliðum í foringjar krefjast endurbóta á á- Zimbabwe/Ródesíu, lýstu yfir bjart- kvæðum um jarðnæði. Lrmdbúnaður sýni um aðsamningar náist á fundum er höfuðatvinnuvegur í Zimbabwe/ deiluaðila í London. Er talið að leið- Ródesíu og því er mikilvægt fyrir togarnir fimm, sem eru undir forustu komandi valdhafa að eigenda- og Juliusar Nyerere forseta Tanzaniu, umráðaskipti á jarðnæðinu fari vel hafi fullvissað Carrington utanríkis- og skipulega fram. ráðherra Breta um að samkomulag Bretar hafa lagt fram hugmyndir mundi nást eftir að lausn hafi fundizt sínar um að þeir sendi fulltrúa sinn til á deilu um hvernig fara eigi með landsins og hafi hann yfirumsjón ]arðnæði sem verið hefur í höndum með komandi kosningum ásamt fá- hvítra landeigenda. mennu aðstoðarliði. SystirTeresa hlaut friðarverðlaun Nóbels Jimmy Carter Bandaríkjaforseti var einn hinna fyrstu til að senda móður Teresu heillaóskir vegna ákvörðunar um að hún fái friðar- verðlaun Nóbels í ár. Carter var sjálfur einn þeirra sem líklegir þóttu til út- nefningar. Ákvörðun norska Stór- þingsins um að veita hinni albansk- fæddu nunnu — móður Teresu — friðarverðlaunin fyrir störf hennar meðal snauðra í Indlandi hefur vakið almenna ánægju. Móðir Teresa hefur starfað þar frá því um 1950 og nú eru rekin þúsundir heimila og skóla á hennar vegum víðs vegar um Indland. Erlendar fréttir 1979 Innkaupastjórar - verzlunarmenn Hún grætur alveg eins og eðlilegt barn: Faðmaðu hana og hún hættir að gráta, hristu hana varlega svo að hún fari að Hcstaii | Kiddicralt INGVAR HELGASON VONARLANDI v/SOGAVEG Sími: 33560

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.