Dagblaðið - 18.10.1979, Side 10

Dagblaðið - 18.10.1979, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1979. BIAÐIB Utgofandi: Dagblaflið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjóttsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukúr Helgason. Fréttastjóri: Omar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingóttsson. Aöstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit \sqrímur Palsson. Blaflamenn Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Uóra Stefénsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Ljósmyndir: Árni Péll Jóhannsson, Bjarnleifur Bjarnlerfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn ÞormóAsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjóttsson. Gjaldkeri: Práinn Þorlettsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Drett ingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjórn Síðumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aðalsími blaflsins er 27022 (10) línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hi|mir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skpifunni 10. Askriftarverfl á ménuði kr. 4000. Ve*A í latWasölu kr. 200 eintaK'ð. Okkar vandi minnkar Árin bætast við eitt af öðru. Fyrir skömmu varð Dagblaðið fjögurra ára og í fyrradag hélt það fjórða aðalfund- inn frá stofnun þess. Á fjórum árum hefur margt breytzt. Blaðið hefur vaxið úr grasi og orðið að traustu fyrirtæki. Bættur hagur auðveldar Dagblaðinu hlutverk óháðrar og frjálsrar blaðamennsku í forpok- uðu kerfi flokksrekinnar og ríkisrekinnar fjölmiðlunar í landinu. Blaðið er nú betur i stakk búið en nokkru sinni áður til þessa verkefnis. Undanfarin misseri hafa einkennzt af bættri rekstrarfjárstöðu Dagblaðsins. Byrjunarvandamálin hafa rýrnað og horfið hvert á fætur öðru. Um langt skeið hefur blaðið skilað fullum afskriftum og hagnaði. Samt er þessi leið torsótt eins og fyrri daginn. Ellefu milljón króna afskriftir og einnar milljón króna hagnaður er ekki hátt hlutfall af rúmlega 700 milljón króna veltu. Við vildum geta gengið hraðar götuna fram eftir vegi. Aukið fjárhagslegt sjálfstæði eflir enn möguleika Dagblaðsins á að þjóna lesendum sínum sem almennt upplýsinga- og fréttablað og sem kastljós inn >' lokað valdakerfi landsins. Enn má margt gera betui. Dagblaðið þarf á því að halda, að lesendur þess aðstoði við að auka sölu þess og lestur. Þeim mun fleiri, sem leggja hönd á plóginn með slíkum hætti, þeim mun betri þjónustu getur blaðið veitt lesendun . Aðeins er ár síðan Dagblaðið lenti í afar hættulegri stöðu. Þá ákváðu yfirvöld að skammta dagblöðum verð og bæta flokksblöðunum það upp með auknum styrkjum bakdyramegin. Þetta var tilræði við prent- frelsi í landinu. Sem betur fer varð þessari árás hrundið í dóms- kerfinu. Málatilbúnaður stjórnvalda ónýttist. Dag- blaðið fékk að halda því verði, sem lesendur vildu greiða fyrir það. Það varð ekki að ölmusumanni ríkisins, eins og öll hin dagblöðin. Um þetta sagði Björn Þórhallsson, stjórnarfor- maður Dagblaðsins, á aðalfundinum: ,,Það hlýtur að nægja ríkisvaldinu að halda úti með styrkjum þeim blöðum, sem fólk vill ekki lesa, þótt það reyni ekki líka að hefta eðlilegan framgang hinna. ” Á undanförnum misserum hefur Dagblaðið enn- fremur unnið annan sigur jafn mikilvægan. Það var, begar óháð völu- og lestrarathugun á vegum aug- lýsingastofanna sannaði, að Dagblaðið var í öðru sæti blaða landsins, langt á undan hinum fjórum. Þeim áróðri hafði áður verið haldið fram með tak- mörkuðum árangri, að Dagblaðið ýkti upplag sitt og sölu. Samt fengust aðeins Dagblaðið og Morgunblaðið til að skrifa undir samkomulag um upplags- og sölu- könnun á vegum Verzlunarráðs. Dagblaðskönnun Hagvangs sýndi fram á, að sölu- upplýsingar Dagblaðsins voru réttar og margra annarra blaða rangar. Þessi sönnun varð til þess að auka verulega auglýsingatekjur blaðsins. Hún hefur eflt blaðið fjárhagslega. Hitt skiptir þó sennilega meira máli, að hér eftir verður treyst upplýsingum um útbreiðslu og sölu Dag- blaðsins, en ekki tekið mark á öðrum blöðum, sem vís hafa orðið að röngum upplýsingum. Þessu fylgir auk- inn trúnaður á öðrum sviðum. Eitt vandamál fylgir Dagblaðinu enn. Sumir trúa enn endurteknum áróðri stjórnmálamanna og embættismanna um, að Dagblaðið hafi rýrt virðingu þeirra með því að stuðla að opnun þjóðfélagsins. En Dagblaðið hefur aðeins reynt að sýna þjóðinni á bak við tjöldin. Hafi valdamenn ekki þolað kastljósið, eru þeir sjálfir ábyrgir fyrir rýrðri virðingu sinni. að fljúga i Evrópu en vestra málum auk þess sem þau taka mis- munandi tillit til stefnu IATA, al- þjóðasamtaka flugfélaga. Einnig verður oft verðmunur á flugfarseðl- um vegna sveiflna á skráningu ýmissa gjaldmiðla auk þess sem flugfélög eins og félag Freddie Laker rugla öllu verðkerfi ef þeim tekst vel upp. Evrópsk flugfélög hafa hækkað flugfargjöld sín að undanförnu. Ekki verður sagt annað en þær hækkanir séu af eðlilegum orsökum. Eldsneyti hefur hækkað í verði um rúmlega áttatíu af hundraði frá því í ársbyrj- un. Almenn flugfargjöld í Evrópu hækkuðu um 7% í Evrópu í april en brezk og hollenzk flugfélög hækkuðu verð miða sinna ekki um nema 6— 7% þó svo að IATA hafi samþykkt allt að 10% hækkunarheimild. Bæði vestur-þýzka flugfélagið Lufthansa og Svissair hafa ekki heldur séð ástæðu til að hækka flugfargjöldin nema um hluta 10% heimildarinnar. Bæði svissneski frankinn og vestur- þýzka markið hafa reynzt það hag- stæð að þessi tvö síðastnefndu félög hafa sloppið fremur við byrði orku- skortsins. Athyglisverðast er þó að kynnast upplýsingum um hinn mikla verðmun sem er á flugfarmiðum í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Er þá, eins og áður sagði, miðað við sömu eða mjög svipaðar fiognar vegalengd- ir. Vegalengdin á milli Parísar og London er nær hin sama og á milli New York og Washington. Samt sem áður kostar flugfarmiði 117 dollara fyrrnefndu leiðina en aðeins 54 doll- ara innan Bandaríkjanna. Flugleiðin á milli Frankfurt og Það er dýrt að fljúga og finnum við íslendingar fyrir því fremur en aðrar þjóðir vegna fjarlægðar landsins frá öðrum Iöndum. En það eru ýmsar aðferðir sem notaðar eru við að reikna út kostnað við flugið og meðal annars er ein sú augljósasta og jafn- framt algengasta að reikna kostnað- inn i hlutfalli við vegalengdina. Nýlega birtist grein i bandaríska fréttatímaritinu Time, þar sem borið er saman verð á fiugfarmiðum á flug- leiðum innan Bandaríkjanna og hins vegar innan Vestur-Evrópu. Þar kemur í Ijós að almenningur vestra á kost á allt að helmingi ódýrara flugi miðað við svipaðar vegalengdir held- ur en boðið er upp á í Vestur-Evrópu. Ekki er nóg með að miklu dýrara sé að fljúga i Evrópu en Bandaríkj- unum. Sambærilegar flugleiðir eru á mismunandi verði innan Vestur- Evrópu sjálfrar. Það er til dæmis dýrara að fljúga með áætlunarflug- vélum frá Frankfurt til London heldur en frá London til Frankfurt. Orsakir þessa eru sagðar mismunandi stefna ríkisstjórna landanna i flug- Helmingi dýrara Kjósendur: N0TIÐNÚ TÆKIFÆMD Nú liggur Ijóst fyrir, að kosningar til Alþingis muni fara fram alveg á næstunni. f því felst að kjósendum, þ.e. þjóð- inni í heild, gefst nú færi á að hafa áhrif á gang mála sér í hag — ef menn sinna þvi að hagnýta það tækifæri, sem með þessu býðst. Árangurslítil kjarabarátta Kjarabarátta síðustu ára hefur eng- ar raunverulegar kjarabætur fært þjóðinni, en hefur kostað mörg hundruð prósent verðbólgu á sama tíma. Kjarabætur hafa engar verið til jafnaðar síðustu ár. Það er rangt sem sagt hefur verið að náðst hafi 1% kjarabætur síðustu árin að meðaltali árlega. Þetta er léleg uppskera, svo ekki sé meira sagt — miðað við tals- vert erfiða og kostnaðarsama baráttu bæði launafólks og atvinnurekstrar- ins í landinu. Röng fjárfesting Meginástæðan fyrir þessum firn- um er röng fjárfesting — og ekki aðeins röng fjárfesting — heldur meira að segja beinlínis skaðleg fjár- festing. Meðal hinnar skaðlegu fjárfesting- ar ber hæst feiknarlega fjárfestingu í alltof stórum fiskiskipaflota — en einnig er um að ræða talsverða ranga fjárfestingu i landbúnaði, vegna þess að stefnumörkun hefur skort — en stendur nú til bóta. Brey tt viðhorf Nú hagar svo til í þjóðfélagi okkar, að tækifæri gefst til að gjörbreyta öllum þessum viðhorfum. Nú liggur það alveg ljóst fyrir, þannig að það er ekki umdéilanlegt — I meginatriðum — að þjóðarbúið getur haft stórum meiri tekjur af sínum helsta atvinnu- vegi — þ.e. sjávarútvegi og fisk- vinnslu — en hún hefur nú. Hér er ekki um neinar smáupphæðir að ræða. Alveg ljóst liggur nú fyrir að botn- fiskafUnn gæti gefið þjóðarbúinu u.þ.b. 2/5 meiri arð en nú má taka úr þeirri auðlind — miðað við þær að- ferðir, sem nú er beitt. Því til við- bótar kemur svo það, að öflun fiskj- arins er alltaf kostnaðarsöm, senni- lega aUt að þriðjungi kostnaðarsam- ari en þessi starfsemi þyrfti að vera — og versnar þetta hlutfall sífellt við hækkandi olíuverð. Engir smápeningar Ef menn vilja gera sér það ómak að líta enn einu sinni á þá útreikninga, sem Iiggja að baki þeim fullyrðing- um, sem hér eru settar fram, þá er það auðveldur reikningur. Sá reikn- ingur lítur þannig út i stórum dráttum. A) Aukið fiskmagn úr 450 þús. lest- um (sem fiskifræðingar segja nú megi taka) í 750 þús. lestir, eða 300 milljónkg. (árin 1952—1971 veiddust til jafnaðar 717 þús. lestir botnfiskjar

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.