Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 2
2 ÐAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. Allt-í-einni vasamyndavél 460T með aðdráttarlinsir líkaflassi Til hamingju með ferminguna MINOLTA POCKET AUTOPAK FILMUR QG VELAR S.F. [ Skölavörðustíg 41 ~ Sfmi 20235 3 Hmg bllastcsSI a.m.k. á kvöldla liIOMLWIXHR HAFNARSTRÆTl Simi 12717 GULLDRENGIRNIR GULLDRENGIRNIR FRUMSÝNING í FLENSBORGARSKÚLA r r SÝNINGAR: MIDVIKUDAG 26. MARZ KL: 21 FIMMTUDAG 27. MARZ KL 21. NEMENDAFÉLAG FLENSBORGARSKÓLA Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 i „Nú er komið allt annað hljðð I Ragnar Arnalds og aðra ráðamenn Alþýðubandalagsins,” segir bréfritari. Ríkisstjómin hefur byr... En þjóðin heimt- ar árangur gegn verðbólgunni Stjórnarsinni hringdi: Mig langar til að heita alvarlega á ríkisstjórn þá sem nú situr að völdum að notfæra sér þann byr sem hún virðist hafa og ráðast af alvöru gegn verðbólgunni. Ríkisstjórn verður að hafa fólkið með sér þegar ráðast þarf af alvöru gegn slíkum vágesti sem allir virðast sammála um að verð- þólgan sé. Núverandi rikisstjórn hefur fólkið með sér og þv’í hefur hún enga afsökun ef henni tekst ekki að lækka verðbólguna verulega. Ég er eins og fleiri mjög ánægður 'með samsetninguna á þessari rikis- stjórn og ekki sízt það, að Alþýðu- bandalagið skuli hafa embætti fjár- inálaráðherra á sinni könnu. Það er mikill kostur eins og sá ábyrgi stjórn- málamaður Benedikt Gröndal, for- inaður Alþýðuflokksins, benti raunar á í sjónvarpsþætti. Alþýðubandalagið hefur óneitan- lega lengst af verið mikill hentistefnu- flokkur sem hefur lofað öllutn öllu. Nú þarf hann sjálfur að sjá um fjár- reiður landsins og þá gengur slik stefna ekki enda er nú allt annað hljóð kotnið í Ragnar Arnalds og aðra ráðamenn Alþýðubandalagsins. Ég á von á, að þessi ríkisstjórn geti setið út kjörtímabilið en hún verður að notfæra sér þann byr sem hún hefur. Stuðningurinn verður ekki lengi að hverfa ef enginn árangur næst. Þjóðin heimtar árangur í bar- áttunni við verðbólguna. Því verður ríkisstjórnin að gera sér grein fyrir. ísland getur orðið eitt af ríkustu löndum heims: LOSUM OKKUR VIÐ ÚRTÖLUMENNINA — Sendum alvöru erindreka á fund Friedmans Eg las mér til mikillar ánægju gretn utn efnahagsmál í Vísi 19. þ.tn. þar sem ýmislegt i þeim efnum var haft eftir Nóbelsverðlaunahafanum Milt- on Friedman og þar tekin til með- ferðar sérstaklega efnahagsmál Bret- lands. Ekki er Friedman alls kostar ánægður tneð efnahagsmál Breta- veldis og ríkisstjórnar Margrétar Thalcher, og kallar sumt af þvi sem þar er í gangi ensku veikina (hann veit sennilega ekkert um þá íslenzku). Að sjálfsögðu eru kenningar Fried- mans umdeildar, en eitthvað hlýtur að vera varið í manninn fyrst hann fékk nóbelsverðlaunin i hagfræði eitl sinn. Friedman finnsl ekki mikið til um rikisafskipti og telur þau rót alls kyns fjárhagsspennu og beinlinis vera völd að efnahagslegu öngþveiti og bein.or- sök of mikilla fjármagnsnota þess opinbera, of mikillar seðlaprentunar, verðbólgu, minnkandi framleiðni og minnkandi afurða . Er þetta allt sem Friedman segir ekki eins og talað yfir okkar stjórn- málatnenn? Mér finnst það. Seðla- prentunin, rikisafskipti (ríkisforsjá) og alls kyns ófrelsi sem hefur rikt með íslenzku þjóðinn* í hartnær 50 ár. Allt þetta er hægt að heimfæra á íslenzku þjóðina í dag. Fyrir allmörgum árum i ríki Hitlers sáluga var fjármálaráðherra Hjalmar Schacht, hann þótti býsna slyngur fjármálamaður og það var örugglega ekki hans sök hvernig þriðja ríkið fór. Menn hér heima fóru i gamni og alvöru að tala um það að rétt væri að fá Hjaltnar þennan Schacht til þess að ráðleggja okkur eftir stríðið hvern alvöru erindreka á fund Fried- mans og fá hann til þess að koma hingað og segja okkur til,” skrifar Siggi flug. hvemig við ættum að stjórna landinu fjármálalega því Hjalmar væri senni- lega atvinnulaus, en ekkert varð nú af þessu. Við tókum bara til við að prenta seðla samkvæmt lögum nr. 10, 29. tnarz 1961, eins og stendur á þessum verðlausa (ekki gjaldeyri) okkar. Milton Friedman mun vera banda- rískur þegn en annars af gyðingaætt- um. Við ættum nú í alvöru að senda einhvern alvöru erindreka á fund Friedmans og fá hann til þess að koma hingað og segja okkur til; sjálf- ir getum við þetta ekki, það er alveg öruggt. Kannski gætum við komið á hjá okkur einhverju íslenzku „Wirt- schaftswunder” á la Frhard hins þýzka sein rétti svo við fjárhag lands síns eftir stríðið, að Þýzkaland er nú eitt af auðugustu löndum veraldar (og þeir töpuðu striöinu). ísland getur orðið eitt af ríkustu löndum í veröldinni en til þess að svo verði, verðum við að losa okkur við nokkra úrtölumenn sem sífellt eru á móti auknum og bættum lifskjörutn, en þeim verður ekki náð nema með stóriðju og erlendu fjármagni. 235.000 ibúar þessa lands geta ekki af eigin ratnmleik ráðið við þá stóriðju sem með þarf. Við eigum fallvötnin sjálf, þau tekur enginn frá okkur, og fáum svo lærða menn til þess að segja okkur hvernig þetta á að vera. Fljótir nú, því tíminn er naumur. Mé datt þetta (svona) í hug. Siggi flug, 7877-8083 ’ V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.