Dagblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1980næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2425262728291
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. II „ Tel aö Carter forseti standi enn með mér” —sagði keisarinn fyrrverandi er hann yf irgaf Panama á leið sinni til Egyntalands DC-8 leiguþotan, sem keisarinn fyrrverandi i Iran notar nú fór frá herflugvelli á Azoreyjum i nótt. Þar með hélt keisarinn áfram ferð sinni til Egyptalands en þar hefur verið út- búin sérstök aðstaða fyrir hann í einni álmu hersjúkrahúss í Kairó. Ekki var gerður nema tveggja stunda stanz á Azoreyjum vegna eldsneytis- töku. Við brottförina frá Panama í gær- kvöldi ræddi keisarinn stuttlega við fréttamenn. Þar kom fram að hann telur að Jimmy Carter Bandarikja- forseti standi honum enn við hlið og muni vernda hann. Keisarinn fyrrverandi var spurður hvort hann hefði orðið fyrir von- brigðum með afstöðu Bandarikja- stjórnar síðustu daga. Svaraði hann því til að slíkri spurningu vildi hann ekki svara. Hún væri pólitísk en varðaði ekki heilsu hans. Þegar keisarinn var þá spurður hvort hann færi þá frá Panama fyrst og fremst vegna heilbrigðisástæðna svaraði hann: Það er mögulegt. Hann fór frá Panama sem hefur verið hæli hans síðan um áramótin aðeins degi áður en fransstjórn ætlaði að hefja formlegar kröfur um að hann yrði framseldur. íransstjórn hefur lýst því yfir að brottför keis- arans frá Panama muni mjög tefja fyrir að samningar náist um frelsun gislanna í bandaríska sendiráðinu í Teheran. Langt er síðan Anwar Sadat for- seti Egyptalands sagði að keisarinn fyrrverandi og fjölskylda hans væri velkomin til Egyptalands og mundi fá heimild til að dveljast þar svo lengi sem þau óskuðu. Síðan keisarinn fór frá fran í byrjun siðasta árs, hefur hann verið i Egyptalandi, Marokkó á Bahama- eyjum, í Mexikó, Bandarikjunum, og þar til í gær í Panama. Keisarinn var í Bandarikjunum, nánar tiltekið á sjúkrahúsi i New York, vegna krabbameinsaðgerðar, þegar stúdentarnir tóku bandaríska sendiráðið í Teheran herskildi og hafa haldið þar gíslum síðan. Krefjast þeir að keisarinn verði fram- seldur til íran. Búin hefur verið út ein álma af her- spítala i Kairó fyrir keisarann fyrr- verandi. London: Italska sendi- ráðið í Ijós- um logum Þrjár öflugar sprengingar urðu i byggingu ítalska sendiráðsins í London i nótt og logaði byggingin frá jarðhæð og upp allar sex hæðirnar. Ekki munu neinir hafa slasazt í sprengingunum en fólk sem bjó í nálægum húsm var flutt brott vegnaeld-ogsprengihættu. Gyðingar til Hebron á vestur- bakkanum Ákvörðun Israelsstjórnar um að heimila gyðingafjölskyldum að setjast að i arababorginni Hebron á vestur- bakka árinnar Jórdan hefur vakið mikla reiði meðal leiðtoga Palestínu- araba og Egypta. Er talið að ákvörðun um að setja upp skóla í nokkrum byggingum í borginni, sem voru í eigu gyðinga þar til árið 1929 er arabar hrökktu þá á brott verði mjög umdeild á alþjóðavettvangi. Þrír n jósnarar felldir Herstjórnin í Suður-Kóreu tilkynnti í gær að herflokkur hennar hefði fellt þrjá vopnaða norðurkóreanska njósn- ara innan landamæra Suður-Kóreu. Sagt var í tilkynningunni að hjá líkum hinna föllnu hefðu fundizt þrjár byss- ur, framleiddar í Tékkóslóvakíu, tólf handsprengjur og skotfæri. Kadarímestu klípunni Janos Kadar, formaður Kommúni- staflokksins í Ungverjalandi og for- sætisráðherra landsins, mun í dag setja tólfta þing flokksins. Sagt er að efna- hagshorfur í Ungverjalandi hafi ekki verið alvarlegri áður á þeim 24 árum sem liðin eru síðan Kadar tók við stjórnvelinum eftir uppreisnina árið 1956. Samkvæmt óstaðfestum heimildum urðu sprengingarnar vegna sprengja sem komið hafði verið fyrir i byggingunni en að sögn brezku leyni- lögreglunnar Scotland Yard, sem sendi sprengjusérfræðinga á vettvang, var ekki kunnugt um orsakir sprenginganna í morgun. Nær allt slökkvilið Lundúna barðist við eldinn, sem kom upp um þrjúleytið í nótt. Var hann, að sögn slökkviliðs- manna, svo magnaður að allar hæðir sendiráðsbyggingarinnar voru alelda. Sprengingarnar voru mjög öflugar og þeyttust bæði gluggar og hurðir á fyrstu hæðinni langt út á götu í þeim. Skömmu siðar var byggingin öll alelda, að sögn yfifmanna slökkviliðsins. Erlendar fréttir I þessu sjúkrahúsi í borginni Ljubljana berst Tito forseti Júgóslaviu viö dauðann. Er hann fellur frá er nokkur óvissa um framtfð Júgóslavíu og ekki þá síður vegna þess að landið á í efnahagslegum erfiðleikum. Suður-Afríka: Upplýst um byltingar- hugmyndir hersins Mikið uppistand hefur orðið í Suður-Afríku vegna útgáfu á skjölum, sem upplýsa um ráðagerðir innan hers landsins um að hafa af- skipti af stjórn landsins. Var þar ráð- gert að grípa inn í aðgerðir stjórnar- innar. Pieter Botha, forsætisráðherra Suður-Afríku, hefur krafizt þess að sjá upphaflegu skjölin hjá yfirstjóm hersins. Stjórn hans sem lent hefur í ítrekuðum hneykslismálum stendur nú heldur ótraustum fótum vegna mikillar andstöðu hægri manna i eigin flokki gegn hugmyndum for- sætisráðherrans um aukin réttindi til svartra ibúa landsins. í blaðinu The Sunday Times, sem gefiö er út í Jóhannesarborg voru birtir kaflar úr skýrslunni. Þar sagöi meðal annars frá ráðagerðum um að herinn tæki til sinna ráða til að útiloka alla andstöðu gegn fjárlaga- frumvarpi forsetans. Aðalumræða um þau á að fara fram i þingi landsins næstkomandi miðvikudag. Talið er að framlög til hermála verði helzta deiluefnið. Talsmaður hersins hefur fullyrt að Pieter Botha forsætisráöherra, sem er einnig varnarmálaráðherra, hafl ekki haft neina hugmynd um tilvist þessarar áætlunar. Mundu her- foringjar ræða við forsetann strax í dag um mál þétta. Að sögn The Sunday Times var áætlunin nefnd Sálfræðihemaður vegna umræðna um fjárframlög til hemála og dagsetning þess var hinn 12. febrúar síðastliðinn. Var þar meðal annars rætt um að trufla starfsemi fjölmiðla, rugla stjórnarandstöðuna i ríminu og trufla á allan hátt andstöðu gegn stjórn landsins. Ríkisstjórn Pieter Bother er rétt nýlega talin hafa náð sér eftir annað hneykslismál, þegar uppvist var um ólöglega notkun á opinberum fjár- munum til að réttlæta kynþáttastefnu stjórnarinnar í fjölmiðlum.

x

Dagblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0880
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
2087
Skráðar greinar:
1
Gefið út:
1975-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Jónas Kristjánsson (1975-1981)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað
Styrktaraðili:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað: 71. tölublað (24.03.1980)
https://timarit.is/issue/228296

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

71. tölublað (24.03.1980)

Aðgerðir: