Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGÚR 24. MARZ 1980.
26
Fimmtán sænskir og ein fínnsk
Það er mikil grafíkgróska í
Norræna húsinu um þessar mundir.
Sænska grafík er að finna i sýningar-
sölum kjallarans, finnska grafik i
anddyri og þeir sem kæra sig um enn
meiri grafík geta fundið verk við sitt
hæfi í listlánadeild bókasafnsins, sér
nánast að kostnaðarlausu.
Byrjum á þvi sem fyrirferðarmest
er, sýningu grafíkhóps Listamanna-
hópsins í Stokkhólmi. 125 verk eru til
sýnis og sýnendur eru 15 talsins,
þekktir listamenn á þessu sviði og
það meira að segja hér á landi.
Nokkrir þeirra hafa sýnt hér áður
með öðrum hópum, t.d. Níumenn-
ingunum sænsku sem töfruðu marga
listáhugamenn upp úr skónum fyrir
tæpum tveim árum, þar á meðal
undirritaðan. En sá hópur sem nú
sýnir var stofnaður fyrir tæpum tíu
árum og þá aðallega til að starfrækja
gallerí Listamannahússins við Smá-
landsgötuna, að því er manni skilst.
Sænsk litagleði
Þetta fólk vinnur með öllum
Rune Petterson — Landslag
mögulegum aðferðum og sumum sem
hingað til hafa verið taldar ómögu-
legar, t.a.m. suðuristu (Hággblad),
en einna inest ber á góðu gömlu
tréstungunni og tréristunni, sem er út
af fyrir sigmerkilegstaðreynd á tím-
um alls konar maskinugrafíkur.
Skýringuna er sennilega að finna í
áhuga sýnenda flestra á stórri,
litríkri grafík með expressjónísku
yfirbragði en tréristan hentar einmitt
vel til slíkrar tjáningar ef vel er á
haldið. Ég man reyndar ekki eftir
svona mikilli litagleði í sænskri grafík
fyrr en á allra síðustu árum og gaman
væri að heyra einhverjar skýringar á
tilkomu hennar. Er þetta kröftugt
andóf gegn gráum hversdagsleika í
Svíaríki, afturhvarf til náttúrunnar
og gamalla gilda eða eitthvð annað?
Leikir með
form
Þessu litríki fylgir alténl talsverð
rómantik — hrein náttúrudýrkun,
Outi Heiskanen — Horfst í augu
náttúrufyrirbæri með dulrænu ívafi
og sterkar tilfinningar sem siðan
draga á eftir sér tilfinningaseini,
skreytikennd og formrænan leikara-
Myndlist
AÐALSTEINN
INGÓLFSSON
4 nýjar
prjónauppskriftir
Komnar eru út fjórar nýjar uppskriftir
úr hespulopa, plötulopa og golfgarni.
Spyrjið um prjónauppskriftirnar í
næstu garnbúð.
UllarverksmiÓjan Gefjun Akureyri
BORGARTÚN118
REYKJAVÍK SÍMI27099
SJÓNVARPSBÚMN huómtæw
Gerð 2000
Magnarl 25 vött
Gerö 3050
Magnari 50 vött
249.500. -
299.500. -
skap. Þegar á heildina er litið finnst
mér þessi hópur standa Níumenning-
unum langt að baki því þeir hafa til
að bera ágætt litaskyn en temprað
ineð strangri intellektúal uppbygg-
ingu og rökfestu. Mesta skerpu og
staðfestu finnst méreinmitt að finna í
verkum þeirra meðlima þessa hóps
sem annaðhvort sýna ineð Níu-
menningunum eðarekjatil þeirra list-
rænar ættir — Hamngren, Stenquist,
Stenstad, & Haggblad.
Hafi menn hins vegar áhuga á
tæknilegum vísdómi eru inargir
þessir grafíkmenn mikill fróðleiks-
brunnur. Til dæmis er Rune Petter-
son að gera hluti sem ég hef hvergi
séð annars staðar og Lars Stenstad
opnar nýjar leiðir í allar áttir með þvi
að klippa sundur þrykk og skeyta
samanáný.
Leyndarmál
En leiti áhorfandinn að frumleika,
sérkennilegri og áleitinni lífssýn,
samfara tæknilegri snilld, er réttara
að labba sig upp í anddyri Norræna
hússins þar sem er að finna verk eftir
finnsku listakonuna Outi Heiskan-
en. Hún er einfaldlega einhver sér-
stæðasti grafiker sem ég hef rekist á í
langan tima. Hún hefur að vísu sést
hér áður á samsýningum og verk eftir
hana eru í listlándeild Norræna húss-
ins, en hingað til höfum við ekki
fengi neina yfirsýn yfir grafík
hennar. Heiskanen leitar hiklaust
fanga i þjóðsögum, munnmælum,
svo og alls kyns hjátrú og dulspeki til
að segja það sem hún þarf að segja
um samtimann, mannlíf og náttúru
mannsins, i þátíð og nútið. AIIs kyns
dýr leika stórt hlutverk í myndum
hennar, stundum hafa þau á sér
mennskt yfirbragð eða þá að þau eru
af mannakyni til hálfs. Með skír-
skotuin til einkennilegra og fornra
trúarathafna er listakonan að ýja að
ýmsu án þess þó að opinbera nokkra
leyndardóma og kannski eru verk
hennar sterkust fyrir það hve vel þau
koina leyndardómum og gátum til
skila, án þess að prédika eða draga á
nokkurn hátt úr kynngi þeirra. Það
er einnig lærdómur i tilraunum
hennar með pappír af ýmsum gerðum
en hún mun sérstaklega hafa lagt
fyrir sig rannsóknir á möguleikum í
pappirsvinnslu
Alf Olsson — Par