Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. 24 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D Slakur leikur í 100. við- ureign Manch.-liðanna — United sigraði 1-0 en er ennþá 6 stigum á eftir Liverpool í baráttunni um titilinn Hægl og bítandi færisl Liverpool nær sinum fjórAa Knglandsmeistara- litlí á sl. 5 árum og á laugardag vann Liverpool sanngjarnan sigur á Brighton þótt ekki væri hann stór. Leikmenn Brightdn komu greinilega til leiksins með þvi hugarfari að krækja í jafntefli og voru ekki svo fjarri þvi þegar öllu var á botninn hvolfl. Þeir Kenny Dalglish og.David Johnson fóru hroða- l8gá meó góð færi í fyrri hálfleiknum og þegar blásið var til hlés hafði hvor- ugu liðinu tekizt að skora. Meirihluta fyrri hálfleiksins fór leikurinn fram á vallarhelmingi Brighton. Sama þófið hélt áfram í síðari hálf- leiknum en á 65. mínútu brá Bob Paisley á það ráð að taka Terry McDer- mott, knattspyrnumann ársins í Gng- landi, út af og setja David Fairclough inn á. Koma hans hleypti miklu fjöri i leikinn og aðeins 4 mín. siðar skoraði Alan Hansen eina mark leiksins. Liver- pool sótti linnulitið lokakafla leiksins en tókst ekki að bæta við mörkum. Clemence i markinu hjá „rauða hern- Gerry Francis þrumaði beinl í fangið á Pat Jennings úr vítaspyrnu. Einvígi Bayern og Hamburger Baráttan um þýzka meistaratitilinn er nú að snúast upp i eilt allsherjar ein- vígi á milli Bayern og Hamburger og hinir síðarnefndu unnu um helgina stóran sigur á Werder Bremcn, en úrslil urðu annars þessi: Duishurg — Bochum 0—1 Bayern — Frankfurt 2—0 Stuttgart — Diisseldorf 5—I ( I.everkusen—!860Múnchen 1—0 Gladbach — Köln 2—2 Braunschweig — Dortmund I—0 llertha — Kaiserslautern 0—2 Schalke04 — Uerdingen I—2 Hamburger — Werder Bremen 5—0 Staðan í Þýzkalandi er þá þannig: Bayern M. 26 15 6 5 53- -26 36 Hamborg 25 14 6 5 59- -28 34 Köln 26 12 8 6 60- -41 32 Stutlgart 26 13 5 8 59- -41 31 Schalke 04 26 11 7 8 35- -31 29 Frankfurt 26 14 0 12 54- -42 28 Kaisersl. 26 12 4 10 48- -40 28 Dorlmund 26 11 4 11 48- -43 26 Uerdingen 26 11 4 11 36- -41 26 Gladbach 26 8 9 9 42- -48 25 Leverkusen 26 9 7 10 39- -46 25 1860 Miinchen 26 8 8 10 33- -36 24 Dússeldorf 25 9 5 11 47- -54 23 Bochum 26 8 6 12 26- -33 22 Duisburg 26 7 6 13 30- -44 20 Braunsch. 26 6 7 13 26- -46 19 Bremen 25 8 3 14 36- -62 19 Hertha 25 5 7 13 26- -46 17 um” slapp þó fyrir horn á lokamínút- unni er Stevens komst skyndilega í dauðafæri en skaul framhjá. Nokkrum sek. síðar flautaði dómarinn leikinn af. Um 50 km austar áttust Manchester- liðin við i 100. skipti i deildakeppninni. Leikurinn var mjög hraður og um leið harður og í fyrri hálfleiknum virtist svo sem hraðinn væri allt of mikill fyrir bæði lið þvi engin færi sköpuðust og knattspyrnan sem boðið var upp á var ekki i hæsta gæðaflokki — fjarri þvi. 1 fyrsta skipti í marga mánuði, sem Man. Utd. gat stillt upp sínum beztu leik- mönnum. Ekkert mark hafði verið skorað i fyrri hálfleiknum en sá siðari hafði ekki staðið nema 45 sek. þegat Micky Thomas skoraði sannkallað heppnismark. Hann skaut þá að marki City og Joe Corrigan hljóp út á móti til að verja. Til allrar óhamingju fyrir Corrigan rakst boltinn i Tony Henry og sveif þaðan í boga yfir hann þar sem hann var kominn út úr markinu, 1 —0. Leikurinn var síðan ákaflega daufur það sem eftir lifði en það var helzt að City kæmist nálægt því að skora. Kevin Reeves, nýi milljón punda leikmaður- inn hjá Norwich, var felldur innan víta- teigs þegar 15 mín. voru til leiksloka en ekkert dæmt. Nokkrum mín. síðar komst Reeves í dauðafæri, en hikaði of lengi og tækifærið rann út í sandinn. Þetta var 14. leikur City í röð án sigurs. Þrátt fyrir sigurinn munar enn 6 stigum á United og Liverpool og í páskatörn- inni, sem fer fljótlega i hönd, kemur í Ijós hvort liðið á möguleika á að ná Liverpool. Þessi tvö lið mætast einmitt á Old Trafford eftir hálfan mánuð og verður fróðlegt að sjá úrslitin úr þeirri viðureign. En lítum á úrslitin á laugar- dag áður en við höldum lengra. 1. deild Arsenal — Crystal Palace I — I Aston Villa—Ipswich I — I Bolton — Tottenham 2— I Derby — Bristol City 3—3 Leeds — Coventry 0—0 Liverpool — Brighton I—0 Manchester U — ManchesterC I—0 Middlesbrough — Everton 2—1 Norwich — WBA I — I Nottingh Forest — Southampton 2—0 Wolves — Stoke 3—0 2. deild Bristol R — Wrexham I—0 Burnley — Leicester 1—2 Cambridge— Birmingham 2—1 Cardiff—Newcastle 1 — 1 Chelsea — Orient I—0 Oldham — Charlton " 4—3 Preston — Notts County 2—0 QPR — Luton Town 2—2 Sunderland — Swansea 1 — I Watford — Shrevvsbury 0—I West Ham — Fulham 2—3 3. deild Carlisle — Piymouth 2—1 Chester — Oxford 1 —0 Chesterfield — Blackburn 0—I Colchester — Brentford 6— I Exeter — Barnsley 2—I Gillingham — Sheffield U 3—0 Grimsby — Southend 1—0 Hull—Reading 0—1 Millwall — Bury 0—1 Rotherham — Wimbledon 0—0 Sheffield Wed. — Blackpool 4—1 Swindon — Mansfield 2—1 4. deild Stoekport — Scunthorpe 1—2 Aldershot — Rochdale 3—0 Bournemouth — Lincoln 0—0 Kirby kemur ekki einn Skugamenn sem náðu samningum við George Kirby þegar allt stefndi i óefni hjá þeim fá með honum góðan gest þar sem cr Mike Bullock, að- stoðarþjálfari hans. Bullock þessi lék á sinum tíma með Birmingham, Oxford og Orient og skoraði fjöldu ' marka. Bullock lék siðast með Orient 1975 en þaðan lá leið hans til Halifax þar sem hann er nú aðstoðarþjálfari Kirbys. Crewe—Newport 0—3 Hereford — Hartlepool 2— I Huddersfield — BradfordC 0—0 Northampton — Darlington 2—0 Peterborough — Doncaster 3—2 Portsmouth — Walsall I—2 Port Vale — Halifax I—0 Wigan — Tranmere 0—0 York —Torquay I—0 Þótt toppbaráttan standi að mestu á milli Liverpool og Manchester United eiga Ipswich og Arsenal bæði góða möguleika á 2. sætinu. Hvorugt þess- ara liða náði að sigra á laugardag og voru reyndar bæði fremur heppin að tapa ekki sínum leikjum. Arsenal náði forystunni gegn Palace á 42. mínútu með marki Liani Brady beint úr aukaspyrnu en tvívegis áður höfðu þeir Stapleton og Rix fyrirhitt stangir Palace-marksins í skottilraun- um sinum. Arsenal var mun betri aðil- inn i fyrri hálfleiknum en leikurinn þótti afar slakur. Öllum á óvart tókst Palace að jafna metin i síðari hálfleik — Kenny Sanson með sitt fyrsta mark i vetur. Þremur mínútum fyrir leikslok fékk Palace síðan vitaspyrnu. Gerry Francis, sem hafði átt afar lélegan leik, fékk það hlutverk að taka vítið. Ekki Kevin Bond skorar og skorar — jafnt i eigið mark sem annarra. tókst honum betur upp en svo að hann skaut svo til beint á Pat Jennings, sem þakkaði fyrir sig og varði Ipswich náði óvænt forystunni gegn Aston Villa á 15. mínútu er John Wark þrumaði í netið eftir meinlausa fyrir- gjöf Alan Brazil. Villa átti mun meira i leiknum eftir markið og Tony Morley jafnaði metin á 75. minútu eftir lát- lausa sókn Villa í 10 m'in. Þar með lauk óstuði Villa að undanförnu en liðið hrundi saman eftir bikartapið gegn West Ham. Heilmikill hamagangur er nú i botn- liðunum þessar vikurnar og Bolton halar inn stig, sem geta þó tæpast bjargað þeim frá falli. Carter og What- more skoruðu mörkin gegn Tottenham en Chris Jones svaraði fyrir aðkomu- liðið. Derby og Bristol City gerðu hörkujafntefli á Baseball Ground. Bristol City komst i 2—0 með tveimur mörkum Tom Ritchie en hat-trick frá Alan Biley á 10 mín. kafla rétt fyrir og eftir hálfleik kom Derby í 3—2. Skömmu siðar jafnaði Jimmy Mann fyrir Bristol City og þar við sat. Bæði liðin þurftu nauðsynlega á sigrinum að halda en eru nú aðeins 4 stigum á eftir milljónaliði Manchester City. Það væri nú til að kóróna alla vitleysuna hjá Allison ef City félli. Aðeins um 15000 manns sáu leik Leeds og Coventry á Elland Road og áhorfendur þar hafa ekki verið jafnfáir í rúm 15 ár. Leikurinn þótti afar slakur enda hefur hvorugt liðanna að nokkru að keppa. Kevin Bond virðist hafa yndi af því að skora mörk þótt bakvörður sé og skiptir þá litlu hvort þau eru gerð i rétt mark eður ei. Hann skoraði bæði mörkin i leik Norwich og WBA. Fyrst i eigið mark en jafnaði siðan i síðari hálfleiknum. Um síðustu helgi afrekaði hann það nákvæmlega sama en samt tapaði Norwich. Það eru svona strákar sem setja svip á leikina en ekki er jafn- vist að karl farði hans, John fram- kvæmdastjóri Norwich, sé eins hrifinn af öllu sjálfsmarkafarganinu. Forest vann góðan sigur á Southampton með mörkum Robertson og Birtles — bæði i fyrri hálfleik. Á 35. minútu lék Birtles laglega á Chris Nicholl, miðvörð Southampton, og Peter Wells sá ekki annað tiltækt ráð en að bregða honum. John Robertson skoraði örugglega úr vítinu — stöngin inn og sendi Wells í öfugt horn. Einni minútu fyrir hálfleik skoraði Birtles svo laglegt mark og gulltryggði sigurinn og Forest lék nú betur en i langan tima. Greinilegt að sigurinn yfir Dynamo Berlin hefur fært liðinu sjálfstraustið á ný. Ulfarnir voru ekki i vandræðum með Stoke og þeir Gray, Eves og Richards skoruðu mörkin i örugg- um sigri liðsins. Middlesbrough er nú i 5. sæti eftir sigurinn gegn Everton. Burns og McAndrew skoruðu mörkin en Hartford svaraði fyrir Everton. 12. deildinni gerast sífellt stórvið- burðir i toppbaráttunni. West Ham tapaði nú öðru sinni á 10 dögum á heimavelli fyrir botnliði: Um dag- inn var það Notts County, en á laug- ardag var það Fulham, sem var i neðsta sæti fyrir leikinn. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleiknum. Devons- hire og Stewart skoruðu fyrir West Ham, en Maybank og Jeff Benson (2) fyrir Fulham. Það er rétt sem Paddy Feeney hjá BBC sagði á laugardag: „West Ham tapar alltaf þegar maður á sízt von á því.” Þetta tap „Hammers” leiðir hugann að ummælum Eamonn Dunphy, fyrrum fyrirliða Milwall og landsliðsmanns í írska lýðveldinu, í bók hans „Only a game”. Þar sagði hann að leikmcnn West Ham mættu ekkert vera að því að leika fótbolta, heldur væru þeir allan timann að æfa sig i einhverjum „trixum” og tiltók sér- staklega utanfótarsnúningsbolta, sem þeir virtust hafa mikið dálæti á. Auka- atriði væri hins vegar hvort sendingin lenti hjá samherja — aðalatriðið væri að spyrnan tækist. Toppliðin i 2. deildinni eru fjarri þvi að vera sannfærandi i leikjum sinum og Sunderland tapaði t.d. óvæntu stigi gegn Swansea á heimavelli. Robson — já, gamli góði „pop” — skoraði fyrir Sunderiand en Giles hafði áður náð forystunni fyrir Swansea. Newcastle tapaði enn einu stiginu — nú i Cardiff. Gary Stevens skoraði fyrir heimaliðið en Bobby Shinton jafnaði. Young og Edwards skoruðu mörk Leicester gegn Burnley en Scott skoraði fyrir heirna- liðið. QPR komst i 2—0 með tveimur mörkum Goddard á 1. og 16. mínútu en Luton tókst að jafna metin i siðari hálfleiknum. Britton skoraði eina mark íþróttir Micky Thomas skoraði eina markið í Manchester-derbyleiknum en fékk góða aðstoð Tony Henry. Chelsea gegn Orient og í þeim leik varð Tontmy Langley að fara út af með heilahristing. I 3. deildinni erSheffield Wednesday komið með mjög góða stöðu — i efsta sæti með 48 stig, en Grimsby er einnig með sama stigafjölda. i 4. deild hefur Walsall. 57 stig, Portsmouth 50, Huddersfield og Bradford 48. 1. DEILD Liverpool 33 21 8 4 69- -23 50 Manch. Utd. 33 17 10 6 48- -26 44 Ipswich 34 17 7 10 55- -34 41 Arsenal 32 14 12 6 41- -24 40 Middlesbrough 33 14 10 9 38- -29 38 Nottm. For. 32 15 6 11 50- -36 36 Southampton 34 14 8 12 51- -42 36 Wolves 31 15 6 10 41- -33 36 Aston Villa 33 12 12 9 40- -38 36 Crystal P. 34 11 14 9 37- -36 36 Leeds 34 10 13 11 37- -42 33 WBA 34 9 14 11 48- -47 32 Norwich 33 9 14 10 45- -48 32 Coventry 33 13 6 14 46- -51 32 Tottenham 33 12 8 13 41- -50 32 Brighton 33 8 13 12 40- -50 29 Stoke 33 10 9 14 38- -48 29 Everton 34 7 14 13 37- -44 28 Manch. City 34 9 9 16 31- -56 27 Derby 34 8 7 19 35- -55 23 Bristol C 34 6 11 17 26- -53 23 Bolton 33 4 11 18 28- -58 19 2.DEILD Chelsea 34 20 4 10 57-45 44 Leicestor 34 15 12 7 48-33 42 Birmingham 33 17 7 9 46-31 41 QPR 34 15 9 10 62-42 39 Luton 34 13 13 8 55-39 39 Sunderland 33 15 9 9 53-37 39 Newcastle 34 14 11 9 43-36 39 West Ham 31 16 5 10 42-31 37 Oldham 33 13 9 11 44-42 35 Orient 34 12 11 11 42-45 35 Cambridge 34 10 14 10 48-42 34 Cardrff 34 14 6 14 34 - 40 34 Shrewsbury 34 15 3-16 47-44 33 Preston 34 8 15 10 44-44 33 Wrexham 34 14 5 15 38-41 33 Notts County 34 10 11 13 41-40 31 Swansea 34 12 7 15 37-48 31 Bristol R 34 10 10 14 43-47 30 Watford 34 8 12 14 28-37 28 Burnley 34 6 10 18 35-62 22 Fulham 33 7 7 19 34-60 21 Charlton 33 6 8 19 32-60 20 - SSv. Aberdeen ógnar nú Celtic ögn Aðeins einn leikur var háður í skozku úrvalsdeildinni um helgina og áttust þar við Aberdeen og Morton. Drew Jarvie skoraði eina mark leiksins fyrir Aberdeen á 56. minútu og þar með eru meistaravonir Morton alger- lega orðnar að engu. Hins vegar styrkti Aberdeen stöðu sína nokkuð með þess- um sigri og er í raun eina liðið, sem gæti ógnað sigri Celtic í deildinni. Aberdeen er að vísu sex stigum á eftir en á leik til góða og að auki eiga Ceitic og Aberdeen eftir að mætast tvisvar, þannig að allt gæti i raun gerzt enn. Staðan: Celtic 26 13 10 3 47—24 36 Aberdeen 25 12 6 7 42—27 30 Morton 28 12 5 11 46—39 29 St. Mirren 26 10 9 7 40—40 29 Rangers 27 11 6 10 36—32 28 Kilmarnock 26 8 11 7 29—35 27 Dundee U 26 7 9 10 28—25 23 Partick 25 6 11 8 27—35 23 Dundee 27 9 5 13 39—53 23 Hibernian 24 4 4 16 22—45 12

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.