Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980.
imBIAÐIB
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi. Oagblaðið hf.
Framkvœmdastjórí: Sveinn R. Eyjótfsaon. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson.
Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Fréttastjórí: Ómar Valdimarsson.
Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Reykdal.
íþróttir Hallur Simonarson. Menning: AÖalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson.
Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson.
Blaðamenn: Anna Bjamason, Adi Rúnar Halldórsson, Atíi Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi
Sigurösson, Dóra Stefánsdóttír, Elin Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur
Geirsson, Siguröur Sverrísson.
Ljósmyndir Ámi Páll Jóbannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös
son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson.
Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinsson. Drerfing-
arstjórí: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjóm Siðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11.
Aðalsimi blaðsins er 27022 (10 linur).
Setning og umbrot Dagblaðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun
Árvakur hf., Skorfunni 10.
Áskríftarverð á mánuði kr. 4500. Verð i lausasölu kr. 230 eintakið.
Þrælkuð ólympíuböm
„Gelgjuskeiðið framlengt með
hormónalyfjum.” „Þrælavinna í
fjórtán klukkustundir á dag.” Þannig
verða til rnargir þeir sigurvegarar á
ólympíuleikum, sem koma úr röðum
barna.
Þetta unga fólk hefur svo rutt sér til
rúms í einstökum íþróttagreinum, að aðrir en táningar
fá aðeins sjaldan rúm á verðlaunapöllum í fimleikum
og sundi á meiriháttar meistarainótum. Svipað gildir
um ísdans á skautum. Öll dáumst við að þessu fólki,
þegar við sjáum myndir af því og fréttum um afrek
þess. Næst ættum við að íhuga, hvað liggur að baki.
Austantjaldsríkin fóru af stað með ríkisskipulagðar
aðferðir til að gera stjörnur úr börnum. Einvígið
heldur áfram á þessu sviði, milli Austurs ogVesturs,
kapitalisma og kommúnisma, Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna, Vestur- og Austur-Þýzkalands. Ríkin
keppa hart um rúm æ verðlaunapöllunum. Oft er
einskis látið ófreistað, og engar aðferðir þykja ganga
úr hófi fram, ef útkoman verður „stjarna”.
Þýzka tímaritið Der Spiegel fjallaði ítarlega um þetta
mál nýlega. Þar er haft eftir kunnugum, að barna-
veldið í ákveðnum íþróttagreinum mundi sannarlega
líða undir lok, ef höfð væru í heiðri þau lög, sem gilda
um vinnu barna til að hindra þrælkun þeirra.
Þjálfarar, oft með stuðningi ríkisins, lemja börnin
áfram við þjálfun. í Sovétríkjunum og Austur-Þýzka-
landi eru barnastjörnur látnar synda allt að fímmtán
kílómetrum á dag, í endalausum stuttum sprettum.
Sá sem keppir tólf ára á Evrópu- eða heimsmeistara-
móti, hefur sennilega byrjað átta ára gamall svo harða
þjálfun, að óverjandi er frá heilsufræðilegu sjónar-
miði.
í greininni í Der Spiegel er haft eftir forystumanni í
fimleikum, að stúlkur, sem lengst komast í þeirri grein,
,,verði að vera börn, ættu ekki að vera eldri en
fimmtán ára og vega um fjörutíu kíló.”
Afleiðingin er, að oft er hindrað með hormónagjöf,
að stúlkurnar komist til þroska eins hratt og ella væri.
Haft er eftir hinni heimsfrægu Olgu Korbut, að fim-
leikafólk nútímans hafí ,,enga sál.”
Hið sama gildir í sundinu. Þroski stúlkna er gjarnan
tafinn með hormónagjöfum, svo að stúlkurnar verði
ekki of „búttaðar” í vatninu, sem drægi úr hraða
þeirra.
—Þannig verða flestar barnastjörnurnar til í óvæginni
samkeppni nútíinans.
Oft verða börn, sem gangast undir slíka þjálfun,
fyrir líkamstjóni, sem ekki er unnt að laga. Minna er
vitað um andlegt tjón, sem af þessu leiðir.
íþróttir eru hollar og hverjum manni nauðsyn. Hér á
landi getum við fagnað því, hversu íþróttaiðkun meðal
almennings hefur vaxið frá því að „trimm” herferðin
fór af stað, bæði með og án tengsla við herferðina.
Hér á landi stundum við að jafnaði íþróttir, eins og
þær eiga að vera. Þegar menn nefna, gjarnan með
nokkurri fyrirlitningu, að okkar fólk komist sjaldan á
verðlaunapalla á alþjóðamótum, skyldu menn hafa
hugfast, að þess er varla að vænta, þegar við er að eiga
þá atvinnumenn, sem koma út úr „maskínunum” hjá
öðrumþjóðum.
Við skulum einnig leiða hugann að því, þegar talað
er uin „pólitík og iþróttir”, að íþróttir margra landa
eru skipulagt, pólitískt starf, sem felur í sér aðferðir
eins og þær, sem hér hefur verið lýst.
Kína andvígt
hlutleysi
Afganistan
—rætt um nauðsyn á harðarí stef nu gagnvart
Sovétríkjunum á Vesturlöndum
Kínverjar hafa nú snúizt gegn
þeirri hugmynd að lausn Afganistan-
málsins felist í jtvi að landið verði
hlutlaust. Han Nianlong varafor-
sætisráðherra Kína sagði í opinberri
heimsókn í Tókíó í síðustu viku að
fyrsta skrefið til að friður kæmist á í
Afganistan væri að þjóðernissinnum
þar tækist að einangra sovézka heri í
landinu.
Var það á fundi með japanska
varautanríkisráðherranum sem þetta
kom fram hjá hinum kinverska
embcettismanni. Lagðist hann þar
með gegn hugmyndum nokkurra
Það er komið framundir mánaða-
mót febrúar-ntars þegar ég skrifa
þessar linur. í morgun þegar ég leit
út um eldhúsgluggann hjá mér, á
hitamælinn, sem ég setti þar strax i
haust, sá ég að kominn var 15 stiga
hiti á Celsius, og þó var klukkan ekki
nema hálf átta. Ég vona að vorið sé
komið i alvöru þótt fjarri sé þvi, að
ég óski el'lir 37—40 stiga hita eins og
þegar best lælurá þessu landi.
Frá Fahrenheit
til Celsíus
Það er annars athyglisvert að
Amerikanar eru byrjaðir að taka upp
tvöfalt mælikerfi, að því er varðar
hitastig. Fyrir nokkrum árum heyrði
maður aldrei minnst á Celsius,
einungis Fahrenheit. Að visu er það
svo enn viðast hvar, t.d. i veðurfrétt-
um útvarps og sjónvarps, að einungis
er talað um hitastig á Fahrenheit. En
breytingin er ör, og augljóst mál
hvert stefnir. Margir telja líklegl að
Ameríkanar verði algerlega búnir að
skipta yfir á Celsius áður en þessi ára-
tugur er allur, og jafnvel mun fyrr.
En það er ekki aðeins i sambandi
við hitastigið sem verið er að breyta
hlutunum. Breyting yfir i metrakerfið
liggur í loftinu. Á bensinafgreiðslu-
stöðvum má nú víðast hvar sjá tvö-
falt kerfi, sérstaklega á olíum en
einnig á bensinmælum. Venjulega
mælieiningin á bensínstöðvum er þó
ennþá gallonið, en eitt gallon er sama
og 4 fjórðungar, eða quarts, sem er
satna og 231 cubic totntna, sem jafn-
gildir 3.7853 litrum, og þá erum við
loksins farin að átta okkur á
hlutunum.
Eitt gallon af bensini kostar núna,
hér í Blacksburg, frá 96 cenlum upp i
l .05 dollara, eða innan við 400
krónur fyrir 3.75 lítra. í sumum
ríkjum Bandaríkjanna er gallonið
komið upp í l .50 dollara, t.d. hérna
rétt við hliðina á okkur, i Washing-
lon D.C.
Annars er erfitt að bera vegalengd-
ir á íslandi satnan við vegalengdir i
þessu viðáttumikla landi. Þó finnst
manni nóg utn samanburðinn þegar í
Ijós ketnur að Bandarikin eru hvorki
tneira né tninna en þrjár milljónir og
sex hundruð þúsund fermilur að
Um
skylduspamað
og fráleita hluti
í Dagblaðinu þ. I2. mars sl. ritar
Magnús H. Magnússon fyrrum
félagsmálaráðherra grein, sem hann
nefnir:
„Um skyldusparnaðinn,
fráleit fullyrðing."
í þessari grein fjallar Magnús um
þingsályklunartillögu, sem ég hefi
lagt fram á Alþingi ásamt nokkrum
öðrum þingmönnum Framsóknar-
flokksins. Þingsályktunartillagan er
svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að fcla rikis-
stjórninni að gera nú þegar nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að ávöxtun
skyldusparnaðar ungs fólks verði
ekki lakari en ávöxtun rikistryffeðra
skuldabréfa”.
i greinargerð með þessari þings-
ályktunartillögu segir meðal annars:
,,Í frumvarpi til laga um Húsnæðis-
tnálastofnun ríkisins, sem nú liggur
fyrir Alþingi, eru ákvæði um skyldu-
sparnað ungs fólks. Segir þar að
verðtrygging skyldusparnaðar skuli
vera samkvæmt lánskjaravísitölu
Seðlabanka islands. Ekki er kveðið á
um hversu reikna skuli. F.r þá litlu
eða engu hetur komið en i eldri
lögum, þar sem kveðið er á um verð-
tryggingu samkvæmt kaupvísilölu”.
Þessi orð verða Magnúsi tilcfni
greinar hans.
Fráleit fullyrðing
Orð greinargerðarinnar um aðlitlu
eða engu sé betur komið en i eldri
lögum, þar sem ekki er kveðið á um
hversu reikna skuli, kallar Magnús
fráleita fullyrðingu. En litum svolitið
nánar á málið. Magnús telur, að með
70. gr. frumvarps til laga um
Húsnæðismálastofnun rikisins,
ásaint Ólafslögum þ.e. lögum nr. 13
frá I979, og reglum, sent settar hafa
verið á grundvelli þeirra laga sé
skýrum stöfum sagt, hvernig fara
skuli með verðtryggingu skyldu-
sparnaðar.
Þetta er þvi miður alrangt hjá
Magnúsi.