Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. Útvarp Sjónvarp BORN GUÐANNA - sjónvarp í kvSld kl. 21,10: Að frelsa mannkynið „Myndin er í svipuðum stíl og þýzk tnynd sem sýnd var fyrir nokkru um svona trúarsöfnuði,” sagði Dóra Hafsteinsdóttir þýðandi um leikritið Börn guðanna sem sýnt verður i sjón- varpinu i kvöld. „Sagt er frá tvitugri stúlku. Hún er farin að heiman, búin að fá sér vinnu og íbúð. Eitt kvöldið kemur hún i heimsókn til móður sinnar og stjúpa. Móðurinni finnst hún eitthvað skrítin og fer að spyrja hana út í það. Þá keinur í ljós að stúlkan er búin að segja upp vinnunni, flutt úr íbúðinni og á búgarð þar sem trúflokkur býr. Hún ætlar að helga sig algjörlega þessari trú sem á að frelsa mannkyn ið. Móðirin er ekkert of hrifin a þessu og reynir að telja stúlkunni hughvarf. Þessu er lýst frá báðun hliðum og meðal annars komið inn á það að stúlkan er búin að selja bílinn sinn og gefa andvirði hans þessum söfnuði. Hann er svona i stíl við það sein maður hefur lesið um söfnuð Moons sem er mjög umdeildur,” sagði Dóra. - DS T' vt :tí ' v, H . Sértrúarsöfnuðir ýmiss konar hafa náð að skjóta rótum hér á landi í vaxandi mæli. Sá sem hvað flesta andstæðinga hefur átt, söfnuður Moon frá Bandarikjunum hefur meira að segja náð sér I fylgismenn hér, þó ekkert í iikingu við það sem er ytra þar sem fólk gefur oft allar eigur sínar til safnaðarins. DB-mynd Friðþjófur. UM DAGINN 0G VEGINN — útvarp í kvöld kl. 19,40: Umferðar- slys og slysavarnir „Höfuðuppistaða þessa spjalls verða umferðarmál, umferðarslys og slysa- varnir,” sagði Haraldur Henrýsson dóinari, sem spjallar í kvöld við út- varpshlustendur um daginn og veginn. „Þetta er komið til vegna Umferðar- viku Slysavarnarfélagsins, sein verður þessi vika. Ég er formaður Umferðar- málanefndar félagsins og hef staðið í þvi ásaint öðrum að undirbúa þessa viku. Ég nota svo þetta tækifær til að koitia þessu að.” — Hvernig finnst þér umferðar- menningin, t.d. hérna í Reykjavik? „Mér finnst hún ekki nógu góð. Margt er sem betur mætti fara. Menn taka til dæmis oft of mikla áhættu við að sveifla sér inn á aðalbraut eða hrað- braut. Þá tefla menn oft á tæpasta vað þegar þeir skipta um akrein og valda þar með óþarfa hættu.” — Eitthvað fleira i þættinum? „Já, ég ræði um sitt af hverju. Til dæinis skipulagsmál, þá með sérstöku tilliti til Höfðabakkabrúarinnar. Ég er frekar á móti þeirri brú, finnst vera óvarlega larið með tilliti til þess um- hverfis sem þarna er i kring,” sagði Haraldur. -I)S DAGLEGT MÁL—útvarp íkvöld kl. 19,35: Frjálslyndur þá, íhaldssamur nú — án þess að skipta um skoðun að tvö orð ólíkrar merkingar renna „Ég verð ineð þáttinn i svona mán- aðartima. Nýr umsjónarmaður gat ekki tekið við fyrr en i apríl og því hljóp ég i skarðið,” sagði Stefán Karlsson handritafræðingur sem fræðir okkur um daglegt mál í út- varpinu í kvöld. Stefán var með þátt- inn uin nokkurra mánaða skeið fyrir 10 áruin. „Þegar ég var með þáttinn fyrir 10 árum þótti ég frjálslyndur en núna þyki ég liklega íhaldssamur. Það er þó ekki af þvi að ég hafi breytt uin skoðun heldur af því að svo margt hefur breytzt á þessum 10 árum. Ég býst við að nota dálitinn hluta af þessum þáttum i uinfjöllun um tal- mál og breytingar á því. Flestar inál- breytingar eru þess eðlis að menn nota minni orku en áður var gert. Hins vegar er ákaflega misjafnt hvorl sú þróun hefur þau áhrif að málið verði verra tjáningartæki eða ekki. Þannig er venjulegt sunnlenzkt lin- mæli ekki svo mjög til skaða þar eð ekki ruglast saman orð. Þó að sam- hljóðarnir p, t og k séu bornir fram b, d og g ruglar það engan því hlið- stæð orð með þeim samhljóðum voru ekki til. En aftur er nokkuð af þeim breytingum sein orðnar eru þess eðlis saman og geta valdið misskilningi. Ég held að töluvert vanti á það í skólum landsins að nægilega sé þjálfað í framsögn, þá bæði í töluðu og rituðu máli. Hið talaða orð er alltaf grundvöllur rilmálsins og því þarf að veita þvi verðuga athygli,” sagði Stefán. -I)S Stefán Karlsson handritafræöingur, umsjónarmaöur Daglegs móls. Hlustun í samræmi veður og skíðafæri Yfirleitt hlusta ég sárasjaldan á aðra dagskrárliði en fréttir og frétta- þætti i hljóðvarpinu. Það er alltaf eitthvað annað sem ég tek fram yfir. Um helgar er ég enn frábitnari því að hlusta á útvarpið en aðra daga. Þá er mér jafnvel sama þó að ég missi af fréttatímunum. Um sjónvarp þarf tæpast að tala. Ég á engan imba- kassa og missi tæplega af miklu þess vegna. Þegar ég leit yfir dagskrá helgarinnar sá ég þó tvo þætti sem ég hefði örugglega horft á,ef imbi væri til staðar heima. Annars vegar Kast- Ijósið á föstudagskvöldið, hins vegar jassspilerí Guðmundar Ingólfs og félaga á laugardagskvöldið. Annað á dagskrá sjónvarps um helgina vakti ekki sérstakan áhuga minn. Á föstudagskvöldið var ekkert á dagskrá hljóðvarps sem höfðaði til min, nema Áfangar Ásmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnars- sonar. Það er þáttur sem ég reyni að hlusta á ef ég get. Þeir félagar bregð- ast sárasjaldan. Hlustunin á laugardaginn var í samræmi við veður og skiðafæri: Óskalög sjúklinga rúlluðu um leið og morgunmat og blöðum dagsins voru gerð skil. Síðan heyrði ég ekki í hljóðvarpi fyrr en um kvöldið. Þá náði ég í skottið á harmónikuþættin- um sem er víst fastur liður á laugar- dagskvöldum. Svo hlustaði ég nteð ánægju á spjall Árna Johnsens Moggablaðamanns við verkamenn í fiski og sjóara í Vestmannaeyjum. Ágætur þáttur og auðvitað notaði skipperinn í þættinum tækifærið og baunaði á fiskifræðingana. Hann kallaði þá „ágizkunarfræðinga” og þótti greinilega lítið til þeirra koma. Jón Örn Marinósson fréttamaður kom næstur með þátt um sígilda tónlist. Hann rabbaði um verkin og höfunda þeirra á léttan og lifandi hátt, og hefur víst verið með svona þætti undanfarin laugardagskvöld. Þetta fannst mér góður dagskrárliður og get vel hugsað mér að opna tækið mitt um næstu helgi til að hlýða á Jón Örn. Mér féllust hreinlega hendur við að glugga í dagskrá hljóðvarps í gærdag. Þar var klassísk tónlist á öðru hvoru strái (sem ég vill frekar hlýða á i gegn um hljómtæki heimilisins en lúið ferðaútvarp). Þar var messa og þar var einhver skelfilegur þáttur sem bar BHB ATLI RUNAR HALLDÓRSSON nafnið „Dauði, sorg og sorgarvið- brögð”! Ég greip því gönguskíðin mín i ofboði arkaði í Ferðafélagshóp út og suður Mosfellsheiðina í glamp- andi veðri í allan gærdag. Það var engin dauði og sorg ríkjandi á þeim slóðum. Til að sýna lit lagði ég á mig að sitja við útvarpstækið og hlusta á svo gott sem alla dagskrána í gærkvöldi. Af því sem ég heyrði var mest gaman að spænskum alþýðusöngvum sem Ólafur Vignir Albertsson lék á pianó. Þá var anzi góður þáttur með þýzkum pianóleikurum sem léku samtímatónlist. Hins vegar var ég lítið hrifinn af verðlaunaverki Danans sem hlaut Tónskáldaverð- laun Norðurlandaráðs um daginn. Plötu með slíkri tónlist myndi ég lik- lega ekki setja á fóninn ótilneyddur. Framsóknarvist í Reykjavík Framsóknarfélag Reykjavfkur gengst fyrir spilakvöldi að Rauðarár- stig 18, Hótel Heklu, I kvöld, mánudaginn 24. marz, kl. 20.00. Mjög góð verðlaun. Kaff iveitingar í hiéi. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ATH. Hótel Hekla cr vel stadsett og aðeins nokkur skref frá Hlemmi, miðstöð strætisvagn- anna. Miðapantanir í síma 24480. VISTANEFIMD FR. SMAKK Vínþekking Fyrirlestur og verklegar æfingar undir stjóm Jónasar Kristjáns- sonar ritstjóra Dagblaðsins í Víkingasal HÓTELS LOFTLEIÐA fimmtudaginn 27. marz kL 20.30 ■< Kynnir: Helgi Pétursson — ritstjóri Vikunnar • Létt tónlist — Ostakynning Ath.: Vinsamlegast notið ekki ilmvötn eða rakspíra fyrir verklegu æfingarnar þar eð slíkt skerðir bragð- og lyktarskyn. hkuv

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.