Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 40

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 40
- Sígur á ógæf uhliðina hjá Jóni L í Lone Pine: Margeir malaöi stór- meistarann Shankovich — Browne „f ór í fýlu” og hætti þátttöku „Við Margeir áttum báðir i höggi við rússneskættaða Bandarikjamenn. Ég tapaði fyrir Alburt og stefni nú hraðbyri til glötunar eftir góða byrjun en Margeir vann Shankovich glæsilega, beinlínis rúllaði honum upp,” sagði Jón L. Árnason er Dag- bíaðið ræddi við hann í Lone Pine í Kaliforníu en 6. umferð á hinu sterka skákmóti var tefld þar í gær. Bent Larsen er nú kominn í efsta sætið á mótinu ásamt Geller með 5 vinninga. Larsen vann Bandaríkja- manninn Peters og þótti jafnheppinn og áður. Rúmenski stórmeistarinn Gheorghiu er í 3. sæti með 4,5 vinninga. Margeir hefur nú skotizt upp fyrir Jón L. og hefur 3,5 vinninga, en Jón hefur 3 eftir að hafa tapað tveimur síðustu skákum sínum. Margeir hafði hvítt gegn Shankovich og var teflt tízkuafbrigði í Grunfeld-vörn. Shankovich virtist ekki vera vel með á nótunum og var komninn með tapaða stöðu eftir 19 leiki og gafst upp fjórum leikjum síðar. Jón L. eyddi mjög miklum tíma i byrjunina í sinni skák því Alburt beiddi „eldhúsborðsvariant” eins og Jón kallaði það eða afbrigði sem hann hafði stúderað heima hjá sér. Jón slapp þó skammlaust út úr byrjuninni en var þá kominn í bullandi timahrak og tapaði skákinni í 45 leikjum. Af öðrum þekktum köppum á mótinu má nefna, að Torre hefur 4 vinninga, Miles hefur 3,5 vinninga, en Browne er hættur, „fór í fýlu” eftir að hafa tapað fyrir sautján ára landa sínum í 5. umferð. Gligoric hefur 3 vinninga og Liberzon, sigur- vegarinn frá síðasta móti, hefur aðeins 2 vinninga. ^ -GAJ. Lífið í hafinu milli íslands og Noregs vannýtt síðan sfldin hvarf: MJÖG ÓLÍKLEGT AÐ SÍLDIN GANGIAFTUR Á ÍSLANDSMIÐ —segir Johannes Hamre, rannsóknarstjóri norska Fiskifélagsins í samtali við DB Mjög ólíklegt er að norsk-íslenzki síldarstofninn gangi aftur á íslands- mið þótt það væri mjög æskilegt, að mati Johannesar Hamre, rannsóknarstjóra Fiskifélagsins norska, sem DB ræddi við í Bergen. Hamre segir, að Itfið i hafinu milli Noregs og Islands sé vannýtt, síðan sildin hvarf af þeim slóðum. Kol- munninn nýti þetta líf alls ekki eins vel. Norsk-íslenzki síldarstofninn var einu sinni stærsti fiskistofn Evrópu — 10 milljón tonn. Sameiginleg of- veiði Norðmanna, íslendinga og Rússa kom þessum mikla stofni niður i 100 þúsund tonn. í báðum tilvikum er átt við stærð hrygningar- stofnins. Síldveiðibann hefur leitt til hæg- fara aukningar hrygningarstofnsins upp í 200 þúsund tonn. Hamre sagði i viðtalinu við DB, að norski fldtinn gæti gjöreytt stofninum á hálfum mánuði ef leyft yrði. Þessi síld heldur sig nú alveg inni á norskum fjörðum. Hamre telur, að ekki muni þrengja að síldinni í fjörðum, nema hrygningastofninn komist upp í þrjár milljónir tonna og þó líklegar fimm milljónir. Það sé hins vegar ekki líklegt um fyrirsjáanlega framtíð. -JKr, Osló. Seðla- prentvélar stjóm- arinnar em á suðu- punkti dag ognótt -segirTimeídagum efnahagslífiö á íslandi „Óstöðugleiki í útflutningi fiskaf- urða hefur átt sinn þátt í þvi að keyra verðbólguna á íslandi upp í 61%. Þrátt fyrir bindingu kaupgjalds og vaxta, er kapphlaup á milli verðlags og kaupgjalds linnulaast og íslendingar eru í stöðugum síöasta- Icik. Niðurstaðan cr þessi: Skulda- söfnun er eðtiiegur lífsmáti. Sparnaöur og söfnun er óhugsandi Gengi krónunnar fellur dagiega og seðlaprentunarvélar stjórnarinnar eru bókstafiega á suðupunkti dag og nótt.” í tímaritinu Time, dagsettu í dag, 24. marz, er fjallað um baráttuyfir- lýsingar Carters forseta Banda- ríkjanna gegn verðbólgunni i hans landi. Haft er eftir honum: „Stjómin verður að hætta að eyða peningum, sem ekki eru til”. Fleiri fjármála- sérfræðingar eru spurðir álits. Viðbrögð ýmissa ríkisstjórna Vestur-Evrópu eru tekin til um- fjöllunar, sem og viðureign þeirra við hliðstæðan vanda hjá sér. Meðal þess er ofangreind umsögn um efna- hagslifið á okkar landi, fslandi. -BS. Víðavangshlaup íslands: THELMA LEIDDIHLAUPIÐ — nærtilenda Víðavangshlaup íslands var hlaupið i gær á Miklatúni í Reykja- vík. Um 40 manns á öllum aldri tóku þátt í hlaupinu. Mesta athygli vakti hlaupið í kvennaflokki. Thelma Björnsdóttir, hlaupadrottningin unga úr Kópavogi, leiddi hlaupið nær til enda er vinkona hennar Guðrún Karlsdóttir náði að skjótast fram fyrir hana. Voru þetta Thelmu mikil vonbrigði því hún hefur þjálfað mikið undanfarið. En svona getur víst alltaf farið í íþrótt- unum. Sjá nánar um úrslit hlaupsins á iþróttasíðu. -DS. Thelma Björnsdóttir, vonsvikinn eftir hlaupið, með foreldrum sinum, Birni Ingvarssym og Kristínu Jónsdóttur. Faðir Thelmu hefurþjálfað hana alveg frá þvi að hún fór að geta hlaupið. DB-mynd Sv. Þorm. frjálst, óháð dnghlað MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. Stórfelldar kolmunnaveiðar íatvinnubótaskyni: Rússarof- veiddu kol- munna við Jan Mayen Rússar ofveiddu kolmunna við Jan' Mayen í fyrra, sagði Jóhannes Hamre, rannsóknarstjóri norska Fiskifélagsins, í samtali við fréttamann DB í Noregi um helgina. Rússar telja sig nú geta nýtt koi- munnann á hagkvæman hátt til mann- eldis, en hins vegar er lítill markaður fyrir slíkt á Vesturlöndum. Norðmenn telja tæplega borga sig að veiða kolmunna í mjöl og lýsi. Johannes Hamre telur þó, að hin raunverulega ástæða fyrir hinum miklu veiðum Rússa sé önnur: Þorskveiðar þeirra hröpuðu í fyrra og siguðu því stjórnvöld þar'flotanum á kolmunnann í atvinnubótaskyni. -JKr, Osló. Líkfundurá Reykjavíkurfjöru Sjórekið lík fannst á laugardaginn í fjörunni neðan við Skúlatorg, eða þar sem áður var Rauðarárvik. Ekki er enn með vissu vitað af hverjum líkið er, enda var það talsvert skaddað og hefur sýnilega verið alllengi i sjó. Hjá Rannsóknarlögreglunni töldu menn helzt að um gæti verið að ræða lík Baldurs Baldurssonar, en hann hvarf sporlaust skömmu fyrir jólin, eða fyrir þremur mánuðum. Fulinaðarrannsókn fernúfram. -A.St. Ekkistolið nema l.flokkshlutum Hesthúseigendur í Leirvogi i Mosfellssveit fengu heldur betur óþurftarheimsókn aðfaranótt sunnu- dagsins. Var brotizt inn í mörg hesthús þar með kúbeinsaðferðinni, þ.e. sprengdir og spenntir upp lásar og karmar og hurðir brotnar. Engu var þarna stolið nema beizlum og mélum og alls staðar valið úr og ekki teknir nema hlutir af beztu gerð. Þarna var t.d. stolið tveimur stangar- mélum og eru ekki til nema 4 slík á landinu. Mörgum hringamélum var stolið og fleiri beizlismélum. Ekki var hreyft við hnökkum. Málið er í rannsókn hjá rannsóknarlögreglu i Hafnarfirði og óskar hún upplýsinga ef einhverjir gætu gefið þær. -A.St. LUKKUDAGAR: 23. MARZ: 21820 Hljómplötur að eigin vali frá Fálkanum fyrir kr. 10 þús. 24. MARZ: 26735 Tesai ferðaútvarp Vinningshafar hringi ísíma 33622. TÖGGUR UMBOÐIÐ SÍMI ^ 81530

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.