Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 1
rlatjMaíí 6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980 — 71. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMtlLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Enn „gat” hjá fiskvinnslunni: ff HELD AÐ WÐ KOMUMST HJÁ GEN&SFBJJNGU” —segir Tómas Amason viðskiptaráðherra „Ég held, að komizt verði hjá gengisfellingu þrátt fyrir vanda fisk- vinnslunnar,” sagði Tómas Árnason viðskiptaráðherra í viðtali við DB í morgun. „Gengið hefur sigið svolítið,” sagði ráðherrann. Hann var spurður, hvort ekki væri stórt „gat” í dæm- inu, þar sem aðgerðir ríkisstjórnar- innar hefðu verið metnar á 3—4 milljarða fyrir fiskvinnsluna, en fisk- vinnslan teldi sig vanta 10—11 millj- arða. „Þarnaerumað ræða vanþroska manna. Þeir taka ekki nægilegt tillit til hagsmuna þjóðarinnar sem heildar. Þarna er hætta á ferðum, þegar menn gera blákalt kröfur og segja, að gengi krónunnar þurfi því að falla svo og svo mikið. Þetta eru vanhugsuð vinnubrögð,” sagði Tómas Arnason. „Þó hef ég manna mest predikað, að atvinnuvegirnir eigi að geta borið sig sómasamlega, til þess að geta nýtt nýja tækni og aukið framleiðni.” „Það er spurningin, hvar á að grípa inn í,” sagði ráðherrann um kröfur um hækkað fiskverð. „Lagt hefur verið til, að fiskverð hækki og gengið þá látið falla. Þá verða að koma til fleiri krónur. Það er keðju- verkun i þessu öllu. Menn eru alltaf að keppast við að jafna metin viðein- hverja aðra, en einhvers staðar verður að grípa inn.” -HH. Verkfalls- togarínn skauzt inn ogút — tregtfiskeríhjá ísafjarðartogurunum ogþeirekki væntanlegirfyrren um helgina Fiskirí hefur verið fremur tregt hjá togurum út af Vestfjörðum og er ekki búizt við neinum Isafjarðar- togaranna'fyrr en þeir hafa fyllt alla þá kassa sem þeir hafa um borð. Gæti það dregizt fram undir næstu heigi. Ekki var vitað til að Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtustjóri, sem skipaður hefur verið sáita- semjari i deilu Sjómannafélags ísa- fjarðar og útvegsmanna, hafi boðað aðila á sáttafund. Vcrkfail gekk i gildi á ísafjarðartogurunum á fimmtudaginn var og stöðvast þeir er þeir koma að landi ef ekkert breytist. I Ísafirði er jafnvel gert ráð fyrir þvi að ekkert gerist í málinu fyrr en eftir páska. Það vakti athygli ntanna í Bolung- arvík sl. fimmtudagsmorgun að einn verkfallstogarinn, Páll Pálsson frá Ísafirði, kom inn og var talið að hann hefði skotið manni i land. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, var að þvi spurður hvort ekki hefði átt að stöðva togarann þarna. Hann sagöist ekki hafa heyrt um þetta, en Bolung- arvik væri utan þeirra umdæmis. Öðru máli heföi gegnt ef togarinn hefði komið til isafjarðar, þá hefði hann verið stöðvaður. Skipið hefur ekki fengið neina undanþágu til þess aðkomatilhafnar. ÓG/JH. Þrennt slasað- ist f bflveltu Þrennt slasaðist i bilveltu sem varð .siðdegis á laugardag móts við bæinn 'Skeljabrekku í Borgarfirði. Var þar reynslulítill ökumaöur á ferö og er talið að hann hafi misst stjórn á bíln- um er bifreiðin lenti i lausamöl 1 vegarkanti. Meiðsli fólksins voru ekkialvarlegseðlis. . -A.St. BUWIB er40síðurídag Brúðhjónin ungu uð Draghúlsi í gœr, Sigrún Ragnarsdóttir og Pjetur Hafstein Lúrusson. Lengst til hœgri er Örn Karlsson, einn úsatrúarmannanna, og að baki honum er aiisherjargoðinn Sveinbjöm Beinteinsson, sem stjórnaði athöfninni. DB-mynd Ragnar Th. Sungið úr Háva- í ásatrúarbrúðkaupi að Dragháísi igær „Formið á þessari athöfn ræðst mjög af þvi sem fólkið sjálft vill. Það er nefnilega ekki vitað, hvernig þetta gekk fyrir sig í ásatrúnni fornu. Við fylgjum því bara lögbundnum siðum en höfum auk þess ákveðna viðbót,” sagði Sveinbjörn Beinteinsson, alls- herjargoði á Draghálsi, í samtali við Dagblaðið í gær. Um fjögurleytið i gærdag gaf Sveinbjörn saman í hjónaband Sigrúnu Ragnarsdóttur og Pjetur Hafstein Lárusson rithöfund. Er þetta í annað skiptið sem Sveinbjörn gefur fólk saman .í hjónaband að Draghálsi en í tvö önnur skipti hefur slík athöfn farið fram í Reykjavik. Athöfnin fór fram við Þórslík- neskið að Draghálsi. „Ég fór með fornan eiðstaf,” sagði Sveinbjörn aðspurður um, hvernig athöfnin hefði gengið fyrir sig, „Einnig kvað ég smá kafla úr Völuspá. Annars er formið líkt hinu hefðbundna, spum- ingar og svör. Athöfnin hefur líklega ekki tekið nema 5—6 minútur. Sungið var úr Hávamálum og Völu- spá og brúðhjónin ungu lásu ljóð sem Pjetur hafði samið sérstaklega af þessu tilefni,” sagði Sveinbjörn. Svaramenn voru faðir brúðar- innar, Ragnar Björnsson skólastjóri, og Sigurjón Magnússon, ásatrúar- maður. -GAJ. Er Luxem- borgarflugið nauðsyn? Af hverju halda Flugleiðir hf. áfram að fljúga til Luxemborgar frá Bandaríkjunum í stað þess að fljúga milli íslands og Bandaríkjanna, þannig að brýnustu samgönguþörf- um okkar sé fullnægt á þessari flug- leið? Þetta er ein þeirra spurninga sem Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra ræðir á fundi mcð samgöngu- og flugmálaráðherra Luxemborgar, sem hófst kl. 7.30 i morgun eftir íslenzkum tima. Um 40% ferðamanna i Luxemborg koma með þessu Flugleiðaflugi frá Bandaríkjunum. Um 10—12% þeirra ferðast með fluvélum Luxemborgar- manna til annarra áfangastaða i Evrópu. Túristakrónan rúllar mcð sjöföldum hraða miðað við það sem gerist í öðrum arðbærum atvinnu- rekstri á fcrðamannavertiðinni í Luxemborg og raunar viðast. Hótelrekstur, bilaútgerð og hvers kyns þjónusta við ferðamenn er mjög þýðingarmikil tekjulind fyrir Luxem- borg. Verulegan þátt i velgengninni eiga Flugleiðir með sínu viðurkennda flugi og flugþjónustu. Því mun haldið fram af islenzkum stjórnvöldum, að þarlend stjórnvöld geti með góðu móti létt ýmiss konar skattlagniijgu af flugrekstrinum á meðan illa gengur i honum. Þrátt fyrir atvinnu á annað hundrað Ísiendinga í Lusemborg við flug- þjónustu og flugrekstur, erum við síður en svo baggi á þeirri þjóð eins og veriðhefur. Talið er að Steingrímur Hermanns- son hafi ýmis spil á hendinni í viðræðum við ráðherra Luxemborg- ar. Liklegt er, en þó ekki alveg vist, að viðræðum hans Ijúki i dag. -BS. Sinubrunafarald- urinnaðhefjast Sinubrunafaraldurinn er nú að byrja og hafði slökkviliðið afskipti af nokkrum slikum um helgina. Ættu foreldrar nú að aðstoða slökkviliðsmenn í að forða frá hættu af þessum eldum, með þvi að reyna að sjá til þess að börn þeirra séu ekki með eldfáeri og brýna fyrir þeim hættuna. Er skemmst að minnsta milljóna- tjóns af eldi í skógræktargirðingu i Hafnarfirði sem börn kveiktu. Einnig rýrir það öryggi borgarinnar að slökkviliðsmenn séu út um hvippinn og hvappinn í baráttu við sinuelda ef önnur óhöpp koma upp. -A.Sl.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.