Dagblaðið - 24.03.1980, Síða 22

Dagblaðið - 24.03.1980, Síða 22
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. 22 i Iþróttir Iþróttir íþróttir Iþróttir D Akranessdúettinn Hðrkukeppni á Miklatúni í gær Geysilegur fjöidi keppenda — um 400 — var saman kominn á Miklatún- inu í gær og tók þátt í Víðavangshlaupi íslands. Keppni var víðast hvar mjög skemmti- ieg og hófst í flokki stelpna. Þar sigraði Linda B. Loftsdóttir á 7,17 mín. en Rakel Gylfadóttir varð rétt á eftir henni á 7,19 mín. Þriðja varð Sigrún Markúsdóttir, sem einnig var skammt undan á 7,20. í stráka- flokki sigraði Björn Sveinbjörnsson og —um 400 keppendur í Víðavangshlaupi Islands annar varð Hreinn Hrafnkelsson. FH vann bæði 4ra manna og 10 manna sveitakeppni í þessum flokki. í telpnaflokki sigraði Alfa Jóhannesdóttir, UMFA á 6,49 mín en önnur varð Herdís Karlsdóttir, UBK, á 6,59. Þriðja varð svo Elín Blöndal úr UMSB á 7,06 mín. UMSB vann þarna 4 manna sveitakeppnina en UBK 10 manna. í piltaflokki sigraði Arnþór Sigurðs- son, UBK á 6,11 mín. Annar varð Sigurjón Karlsson, Aftureldingu, á 6,13 og þriðji Þorsteinn Sigurmunds- son, UBK, á 6,21. UBK vann bæði 4ra og 10 manna keppnina. i kvennflokki var mikil keppni. Thelma Björnsdóttir leiddi lengst af en Guðrún Karlsdóttir skaut henni aftur — fyrir sig á lokasprettinum og kom í mark á 12,17 mín. Thelma var 4 2,19 og Hrönn Guðmundsdóttir þriðja á 12,55. Þessar stúlkur eru allar úr UBK. Breiðablik vann bæði 4ra og 10 manna sveitakeppnina. í drengja- og sveinaflokki sigraði Jóhann Sveinsson, Breiðabliki örugg- lega á 11,13 mín. Einar Sigurðsson úr sama félagi varð annar á 11,22 mín. og þriðji varð Magnús Eyjólfsson úr Umf. Kormáki. Ágúst Þorsteinsson. UMSB sigraði í karlaflokki á 24.14 mín. en Sigurður P. Sigmundsson, FH, varð annar á 24.43. Þriðji varð svo Mikko Háme, á 25.03 mín. -SSv. var í miklum ham —Ingi Þór og Ingólf ur settu Islandsmet ásamt fleirum, sem náðu frábærum árangri á innanhússmeistaramótinu í sundi Mjög góflur árangur — einn sá bezti á sundmóti hér í langan tima — náðist á innanhússmeistaramótinu i sundi, sem fram fór um helgina. Alls voru sett sex íslandsmet, auk þriggja met- jafnana, piltamets, drengjamets, stúlkna- og telpnamets. Sannkallaður stjörnuárangur hjá sundfólkinu okkar unga. Sorglegt að við skulum sífellt dragast aftur úr þrátt fyrir gífurlegar æfingar sundfólksins. Það voru þau Ingi Þór Jónsson og Sonja Hreiðars- dóttir sem mest bar á á mótinu. Sonja setti tvö met og jafnaði eitt og Ingi Þór setti eitt met og jafnaði tvö. Félagi Inga af Akranesi, Ingólfur Gissurarson náði einnig glæsilegum árangri og setti Köppen sigraði í All-England Padukone Prakash frá Indlandi sigr- aði í All-England badmintonmótinu — einliðaleik karla i gær er hann lagði Indónesíubúann Liem Swie King, sem sigraði í mótinu í fyrra, að velli 15—3 og 15—10 í frábærum úrslitaleik. í einliðaleik kvenna sigraði Lena Köppén örugglega annað árið í röð. Hún sigrafli Verawaty Wiharjo frá Indó- nesíu 11—2 og 11—6. í fjórum leikjum sínum í keppninni á leið i úrslitin fékk Köppen aðeins 7 punkta á sig og síðan 8 í úrslitunum. Frábær árangur þessa 26 ára danska tannlæknis. Halldórtil liðsviðFH Flest bendir nú til þess að Halldór Pálsson markvörður úr KR muni ganga til lifls vifl FH í knattspyrnunni í sumar. Halldór lék með FH gegn Fram á laugardag í fyrsta opinbera knatt- spyrnuleiknum á þessu keppnistimabili og þótti standa sig vel. Mun hann lík- lega sækja um félagaskipti i vikunni. íslandsmet í 400 metra fjórsundi. Greinilegt er nú að þröngur hópur úr- valssundmanna er afl skjóta upp kollinum eftir þrotlausar æfingar i mörg ár. Ef við víkjum fyrst að Inga Þór þá setti hann nýtt íslandsmet í 50 metra baksundi — synti á 30,3 sek. Reyndar náði hann þessum árangri í 4 x 100 metra fjórsundi karla. Þá jafnaði Ingi Þór metið i 100 metra baksundi — synti á 1:03,8 mín. Þá jafnaði hann íslandsmet Finns Garðarssonar í 100 metra skriðsundi — sýnti á 54,8 sek. Glæsilegur árangur. Sonja Hreiðarsdóttir lét mikið að sér kveða á mótinu. Hún jafnaði Íslandsmetið í 50 metra bringusundi — synti á 37,3 sek. og bætti síðan metin í lOOog 200metrunum. Hún kom í mark á 1:18,2 sek. í 100 metrunum og bætti metið verulega. Þá bætti hún einnig eigið met á 200 metrunum — synti á 2:46,2 en átti áður 2:46,5 mín. Ingólfur Gissurarson setti siðan glæsilegt met í 400 metra fjórsundi er hann synti á 4:50,8 mín. Gamla metið átti Axel Alfreðsson úr Ægi og var það 4:54,2. Katrín Sveinsdóttir úr Ægi setti telpna- og stúlknamet í 400 metra skriðsundi kvenna er hún synti á 4:45,5 ntin. Eðvarð Þ. Eðvarðsson úr Keflavík setti drengjamet (13—14 ára) í 100 metra baksundi — synti á 1:09,5. Loks ber að geta tveggja íslands- meta kvennasveitar Ægis. Fyrst synti sveitin 4x 100 metra fjórsund á 4:54,4 min. og setti nýtt met og síðan bætti hún metiðí 4x lOOmetra skriðsundi — synti á 4:21.7 mín. Sannarlega athyglisverður árangur hjá sund- fólkinu. Úrslit á mótinu urðu annars þessi: 400 melra fjórsund kvenna Ólöf Sigurðard., Self. 5:35,8mín. Anna Jónsdóttir, Ægi 5.43,1 mín. Jóna B. Jónsdóttir, Ægi, 6:ll,7mín. 400 metra skriðsund karla Ingi Þór Jónsson, Akranesi 4:17,4 mín. Hugi Harðarson, Selfossi 4:18,0 mín. Ingólfur Gissurarson bætti tslandsmetið i 400 metra fjórsundi. DB-mynd Sv. Þorm. Dapurt gegn Armenum —Jón Sigurðsson skoraði aðeins 2 stig og ísland tapaði 64-67 íslendingar iéku í gærkvöld fyrsta landsleikinn af þremur fyrirhuguðum gegn Armeníu-úrvalinu, sem reyndar keppir hér fyrir hönd Sovétríkjanna. Leikurinn fór fram á Selfossi að Unglingamir ikomu á óvart Landsflokkaglíman var háð í gær. Keppt var í 5 flokkum og var þátttaka sæmileg. Pétur Yngvason sigrafli í yfir- þyngdarflokki og Eyþór Pétursson í milliþyngdarflokki. í léttþyngdarflokki sigraði Sigurjón Leifsson. Oddur Haukur Ólafsson vann í unglingaflokki og í drengjaflokki sigraði Bryngeir Stefánsson, UÍA. Félagi hans Einar Stefánsson varð annar og þeir þykja efnilegustu glimumenn sem fram hafa komið um langt árabil. viðstöddum 300 áhorfendum og þótti afar slakur. Lokatölur urðu 67—64 fyrir Sovétmennina eftir að þeir höfðu leitt 41—32 í hálfleik. Rússarnir höfðu allan tímann yfir- höndina en er langt var liðið á leikinn tókst íslandi að minnka muninn i 61 — 60 og síðan aftur 64—63. Þegar staðan var 67—64 og 40 sek. eftir fékk ísland tvö vítaskot. Jón Sigurðsson, sem aldrei fann sig í leiknum, hitti úr hvorugu og lokatölurnar urðu því óbreyttar. Sovézka liðið sýndi reyndar mun betri leiki í gær en á föstudag gegn Amerikönunum en með góðum leik ætti landsliðið að vinna létt. Pétur Guðmundsson skoraði lang- mest í gær eða 22 stig. Símon skoraði t.d. aðeins 9 stig, Kristinn Jör. 5 og Jón Sig. aðeins 2 stig!!! Fyrirhugaður leikur i kvöld gegn landsliðinu fellur niður en næsti leikur í heimsókn Rússanna verður kl. 20 í Njarðvík á morgun. Þá mætast Island og gestirnir aftur. Rússarnir unnu Val í Borgarnesi á laugardag 96—93. Pétur Guðmundsson lék með Valsmönnum en dugði ekki til. Ágúsl Þorsteinsson. Hafliði Halldórsson, Ægi 4:18,8min. 100 metra skriðsund kvenna Katrín Sveinsd., Ægi 1:04,2 mín. Þóranna Héðinsd., Ægi 1:04,8 mín. Magnea Vilhjálmsd., Ægi 1:05,8 mín. 100 metra bringusund karla min. Ingólfur Gissurarson, Akran. 1:10,8 Magni Ragnarsson, Akranesi 1:11,4 Tryggvi Helgason, Selfossi 1:13,8 200 metra bringusund kvenna mín. Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 2:46,2 Elin Unnarsdóttir, Ægi 2:55,0 Guðrún Ágústsdóttir, Ægi 2:58,5 200 metra flugsund karla mín. Þorsteinn Gunnarsson, Ægi 2:42,6 Guðmundur Gunnarsson, Ægi 2:47,4 ÓlafurEinarsson, Ægi 2:50,0 100 metra flugsund kvenna mín. Anna Gunnarsdóttir, Ægi 1:12,4 Magnea Vilhjálmsdóttir, Ægi 1:13,7 Anna Jónsdóttir, Ægi 1:13,9 200 metra baksund karla mín. Hugi Harðarson, Selfossi 2:17,0 Sonja Hreiðarsdóttir bætti tvö met. Ingi Þór Jónsson er hér á fullri ferð i flugsundi. DB-mynd: Sv. Þorm. Hugi Harðarson, Selfossi 4:59,1 GuðmundurGunnarsson, Ægi 5:39,4 400 metra skriðsund kvenna mín. Katrín Sveinsdóttir, Ægi 4:45,5 Ólöf Sigurðardóttir, Selfossi 4:46,9 Þóranna Héðinsdóttir, Ægi 4:49,8 100 metra skriðsund karla sek. Ingi Þór Jónsson, Akranesi 54,8 Hafliði Halldórsson, Ægi 55,8 Halldór Kristensen, Ægi 56,2 100 metra bringusund kvenna min. Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 1:18,2 Elín Unnarsdóttir, Ægi 1:21,6 Guðrún Ágústsdóttir, Ægi 1:22,6 200 metra hringusund karla mín. Ingólfur Gissurarson, Akranesi 2:32,1 Magni Ragnarsson, Akranesi 2:37,4 Tryggvi Helgason, Selfossi 2:39,1 200 metra flugsund kvenna mín. Anna Gunnarsdóttir, Ægi 2:39,2 Magnea Vilhjálmsdóttir, Ægi 2:45,7 Anna Jónsdóttir, Ægi 2:52,0 100 metra flugsund karla mín. Ingi Þór Jónsson, Akranesi 1:01,8 Halldór Kristensen, Ægi 1:03,1 Hafliði Halldórsson, Ægi 1:05,9 200 metra baksund kvenna mín. Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 2:39,0 Þóranna Héðinsdóttir, Ægi 2:43,5 Lilja Vilhjálmsdóttir, Ægi 2:46,2 100 metra baksund karla mín. Hugi Harðarson, Selfossi 1:04,2 Ingólfur Gissurarson, Akranesi 1:08,6 Eðvarð Eðvarðsson, Keflavik 1:09,9 4 x 100 metra skriðsund kvenna A-sveit Ægis 4:21,7 mín. B-sveit Ægis 4:34,3 min. SveitSelfoss 4:37,0 mín. 4 x 200 metra skriðsund karla A-sveit Ægis 8:21,9 mín. Sveit Selfoss 8:39,9mín. SveitÍA 9:04,5 min. -SSv. Þröstur Ingvarsson, Selfossi 2:32,7 Svanur Ingvarsson, Selfossi 2:34,2 100 metra baksund kvenna mín Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi 1:14,3 Þórann Héðinsdóttir, Ægi 1:15,2 Lilja Vilhjálmsdóttir, Ægi 1:17,5 4 x 100 metra fjórsund karla SveitÍA 4:21,Omín. Sveit Selfoss 4:23,Omín. A-sveit Ægis 4:30,6 mín. 4 x 100 metra fjórsund kvenna A-sveit Ægis 4:54,4 min. B-sveitÆgis 5:10,7mín. Sveit Selfoss 5:21,5 mín. 400 metra fjórsund karla mín. Ingólfur Gissurarson, Akranesi 4:50,8 DB-mynd Sv. Þorm.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.