Dagblaðið - 24.03.1980, Síða 4

Dagblaðið - 24.03.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 24. MARZ 1980. DB á ne ytendamarkaði Uppskriftakeppnin „Bezti dáfengi drykkurinn”: LOKASPRETTURINN A HÓTEL SÖGU f APRÍL Skilaf restur f ramlengdur til 1. apríl næstkomandi Frestur til að skila uppskriftum í keppninni um „Bezta óáfenga drykk- inn” hefur verið framlengdur til 1. apríl. Fyrst i stað bárust ekki margar uppskriftir, en nú hefur rætzt úr því og margar gómsætar uppskriftir hafa borizt. — Úrslitakeppnin fer siðan fram 16. april á Hótel Sögu. — Búið er að festa kaup á vegleguin verð- launum en Mjólkursamsalan og Sól hf. gáfu fjárupphæð til verðlauna- kaupanna. Fyrstu verðlaun eru Ken- wood blandari og fylgir honuin einnig kaffikvörn og önnur og þriðju verðlaun eru hristarar ineð síu, allt mjög vandaðir gripir. Dómnefndin Dómnefndin er skipuð fimrn inönnum. Það eru þeir Hilmar Helgason forinaður SÁÁ, Davíð Scheving Thorsteinson forstjóri Sólar hf, Guðlaugur Björgvinsson forstjóri Mjólkursamsölunnar, Trausti Víglundsson þjónn i Átthagasal og Óinar Valdimarsson fréttasfjóri Dag- blaðsins. Jafnhliða óáfengu drykkjarkeppn- inni fer einnig fram keppni barþjón- anna um bezta áfenga drykkinn. Þetta verður ein allsherjar hátíð á Hótel Sögu 16. april. Kvöldið hefst í Átthagasalnum kl. 7 með því aðgesl- um gefst kostur aö smakka á einum hundrað tegundum af bæði léttum og stcrkum vínum. Þar verða viðstaddir lólf umboðsmenn erlendra víninn- flytjenda. Þorgeir Ástvaldsson verður með diskótck í Átthagasaln- uin á meðan á vinkynningunni stendur. Matur verður frainreiddur i Súlna- salnuni. Ekki hefur matseðillinn verið ákveðinn, en boðið verður upp á súpu, steik og ábætisrétt. Eftir að borðhaldinu lýkur hefst lokaþátturinn í óáfengu drykkjar- keppninni. Dómnefndin velur þrjá beztu drykkina og fer fram verð- launaafhending. Að því búnu hefst áfenga drykkjarkeppni barþjónanna. Ráð- gert að þar keppi fimmtán til sautján barþjónar. Sá sem verður hlutskarp- astur fer á heimsmeistarakeppni bar- þjóna sem haldin verður í Portúgal árið 1982. Sá sem hlýlur önnur verð- laun fær þátttökurétt i móti sem haldið verður á ítaliu í október næst- komandi. Það eru Martini verksmiðj- urnar sem standa að því. Sá sem fær þriðju verðlaun fer á Norðurlanda- mót barþjóna sem haldið verður í Sviþjóðímai. islenzkir barþjónar hafa sannar- lega getið sér gott orð fyrir drykki sína þegar þeir hafa mætt á erlendum mótum. í fyrra fékk Barþjóna- klúbburinn silfurverðlaun á Norður- landamótinu sem haldið var í Finn- Pyrstu verðlaun eru blandari frá Kenwood, hreinasta afbragðstæki, sem hægt er að nota til þess að búa til alls kyns drykki, bæði ávaxta,- grænmetis- og isdrykki. önnur og þriðju verðlaun eru stálhristarar með síu. Tilvalið er að hrista ávaxtadrykki i þeim. Reyndar má einnig nota hristarana til þess að hrista áfenga drykki, t.d. kokkteila. Með blandaranum fylgir kaffikvörn. DB-mynd Hörður. DB-mynd Hörður. landi. Bronzverðlaun koinu í hlut íslendings á heimsmeistaramótinu í fyrra. Heimsmeistarainót er haldið þriðja hvert ár. Gestirnir dæma áfengu drykkina Atkvæðaseðlum verður dreift meðal gesta þegar komið verður til málsverðarins úr Átthagasalnum. Eiga þeir síðan að dæma um áfengu drykkina og ágæti þeirra. Áður verður yfirdómnefnd barþjóna- klúbbsins búin að fara yfir allar upp- skriftirnar og gæta þess að farið sé eftir settum reglum i hvívetna. í þeirri nefnd eru Ib Wessman matreiðslumeistari Nausti, Wilhelm Wessman aðstoðarhótelstjóri Hótel Sögu, Hilinar Jónsson veitingastjóri Loftleiðahótelinu, Hafsteinn Vil- helmsson móttökustjóri Hótel Sögu, Sigþór Sigurjónsson þjónn í Grillinu og Óskar Magnússon barþjónn i Klúbbnum. Eftir að verðlaunaveiting hefur farið fram fyrir beztu áfengu „löngu” drykkina verða þeir allir hafðir fratnmi þannig að samkomu- gestir geti skoðað þá í krók og kring ogjafnvel smakkaðáþeim. Tízkusýning og dans Þegar öll keppni hefur verið leidd til lykta og verðlaunaveitingum lokið verður tízkusýning. Model '79 sýna nýjasta tízkufatnaðinn. Hljómsveit hússins, ineð Ragnar Bjarnason i fararbroddi, Ieikur síðan fyrir dansi fram eftir nóttu. Verð aðgöngumiða á þennan vor- lagnað og verðlaunaveitingakvöld barþjónaklúbbsins er 8500 kr. á mann. -A.Bj. Páskagreiðslukjör þúsund út þúsund á mánuði Aðeins til páska SÆLKERA TILBOD HANDUNNIÐ STELL MATARSETT, TESETT, KAFFISETT OFNFAST MATAR- OG KAFFISETT HÖFÐABAKKA 9. SÍMI 85411. REYKJAVÍK.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.