Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980, ■' ■ i Sigurður og Ástdís moð Stíganda eða „Hvíting"á milli sín: Stígandi spilltist Htíð i „sumarleyfinu". DB-mynd: Heigi Már Ha/ldórsson. Hesturinn Hvítingur í Land 02 synir er sprelllifandi: UPPÁHALDIÐ Á HEIMILINU segja eigendurnir „Stígandi er í uppáhaldi á þessu heimili og tekinn í hús fyrstur hest- anna hér þegar norðangarrinn gerir vart við sig á haustin,” sagði Ástdís Óskarsdóttir í Syðra Holti í Svarfaðardal. Stígandi er einn þekktasti hestur landsins um þessar mundir. Reyndar undir nafninu Hvítingur. Stigandi fer með hlutverk Hvítings i kvikmynd- inni Land og synir. Þar horfa menn upp á Sigurð Sigurjónsson í hlutverki Einars áGil.'hakkaleiðaHvíting upp á, fjall, miða byssuhólki á enni hans og fella hann. Bíógestir hafa sumir hverjir gripið andann á lofti þegarj Hvítingur fellur. Einstaka maður hefur haft samband við Dagblaðið og lýst vanþóknun sinni á þvi að svo fallegur hestur skuli vera látinn glata lífinu í þágu íslenzkrar kvik- tnyndagerðar. En sem sagt: „Hvítingur” er sprellifandi og er í góðu yfirlæti hjá eigendum sínutn, Ástdísi og Sigurði Ólafssyni í Syðra Holti. Sigurður sagði að hesturinn hefði lítið spillzt í „suntarleyfinu”, á meðan á töku kvikmyndarinnar stóð. ,,Ég er ánægður með útkomuna á honum í myndinni og þá stjórn sem liann fékk þar.” Sigurður tók nafna sinn Sigurjóns- son í nokkra æfingatima og leið- beindi honum við stjórn og meðferð Stiganda. Þau hjón sögðust ekkert hafa hrokkið við þegar þau sáu hest- inn felldan í myndinni. Þau hefðu vitað utn allt þetta fyrirfram. Stígandi er 24 vetra klárhestur með tölti, reistur og góður að sitja á, segja eigendurnir. Þau keyptu hann 6vetra af Gísla Jónssyni sem nú býr á Engi- tnýri í Öxnadal. Stígandi inun eiga ættir að rekja til Háreks frá Geita- skarði. .hmH Stóragjá er fyrirtaks baðstaður en Grjótagjá er allt of heit jyrir kroppinn: Þar hafaflestra þjóða kvikindi baðað sig Grjótagjá og Stjóragjá í Mývatns- sveit eru tvö af fjöldamörgum nátt- úrufyrirbærum sem borið hafa hróður sveitarinnar víða . Ófáir túristar hafa snarazt úr leppunum og vætt kroppinn í notalega heitu vatni sem náttúruöflin sjá um að endur- nýja i gjánum. Mývetningar hafa auðvitað ekki síður notað sér þennan baðmöguleika og jarðvísindamenn baða sig á milli þess sem þeir eltast við jarðskjálftamæla og hraun- slettur á heiðunum. Grjótagjá er í landi Voga austan við Mývatn. Enskir stúdentar fundu hana árið 1938. Þá var hiti vatnsins í gjánni 42 gráður á celsíus. Fljótlega var Grjótagjá umtöluð og vinsæll baðstaður. Þar hafa flestra þjóða kvikindi tekið sér bað og haft gott af. í umbrotum á Kröflusvæðinu í apríl og september 1977 hitnaði vatnið í Grjótagjá. Hitinn fór upp i tæplega 60 graður og er um þessar mundir 56.5 gráður. Þar baðar sig því ekki nokkur maður lengur. Síðustu baðgestir í Grjótagjá böðuðu sig 29. nóvember 1977. Þá var hiti vatnsins 48 gráður og baðið varð í syttra lagi hitans vegna. Þau sem síðast heiðruðu Grjótagjá með fáklæddri nærveru sinni voru: Axel Björnsson jarðeðlisfræðingur, Ármann Pétursson bóndi í Reynihlíð, Hjörtur Tryggvason starfsmaður Orkustofnunar, Halldór Ólafsson starfsmaður Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar og Kristín Vala Ragnarsdóttir jarðfræðingur. Stóragjá er jarðsprunga í Reykja- hlíðarlandi. Hún hefur verið bað- staður frá ómunatíð. Vatnið þar var lengi vel 26 gráðu heitt en í jarð- hræringunum 1977 hitnaði það og er nú um 40gráður. Stóragjáin er rétt við þjóðveginn í Mývatnssveit og því auðvelt að koma því við að fá sér bað á ferð um sveit- ina. -ARH. m Líf og fjör i Stórugjá. Þeim líkaði Hfið strákunum þegar Hörð ijósmyndara Dagbiaðsins barþar að i fyrrasumar. fRœBbBlA rNiR gefa út plötu „ Við ætlum til Engíands í haust og komum fram í Shef- field, Leeds og ef til vill víðar. Stefnan er auk þess að taka upp efni íferðinni og gefa út ú plötu eða plötum, ” sögðu liðs- menn hljómsveitarinnar Fræbbblarnir. Þeir vöktu Fræbbbtarnir eftir uppstokkun: Ari Einarsson gitar, Bjarni Sigurðsson Ijósam., Tryggvi Þ. Tryggvason grtar, Valgarður Guðjónsson söng- uf, Stefán Karl Guðjónsson trommur og Steinþór Stefánsson bassi. athygli á nýrri þriggja laga plötu hljómsveitarinnar sem nýlega er útkomin. Útgefandi er brezkur heiðursmaður sem býr í Sheffield og hann hefur sett nokkur hundruð eintök af plötunni I sölu ytra. Hér heima fara eitt þúsund eintök á markaðinn. Og fRœBbBlArNiR ætla auðvitað að selja það allt og meira til. /2 FOLK Mikil uppstokkun hefur átt ær stað í hljómsveitinni síðan olatan góða var tekin upp. Meðal annars hefur bassa- leikari Snillinganna gengið til liðs við Fræbbblana. Gítaristi úr Fræbbblunum hefur aftur á móti gengið til liðs við Snilling- ana. Fræbbblar töldu þá hljómsveit annars nær dauða en lífi. ATLI RUNAR HALLDÓRSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.