Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 37

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 37
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. Kjallarinn Hartmann Bragason samskiptum við Sæmund fróða, sem getið er um í þjóðsögunum okkar. Sá böggull fylgdi skammrifi að manns- sálin verður ekki hólpin nema maður- inn játist Kristi sem persónulegum frelsara ellegar . . . Því miður er þessi kaldhæðnislega frásögn sem ég hef dregið upp hérna ekki tekin úr þjóðsögum Jóns Árna- sonar heldur er hún máttarstólpi kristinnar kreddutrúar. Hörmung- arnar sern þessi frásögn hefur valdið í huga fólks eru átakanlegar og ómannúðlegar svo ekki sé minnzt á allar rökfræðilegu mótsagnirnar og fjarstæðurnar, og skal ég benda á fá- ein atriði því til stuðnings. í þesari kreddu felst að ekki bara þeir sem afneita þessári bábilju hljóta varjinleýán dvalarstað þar neðra, l*éfdurl’ógrynni af saklausu fólki sem hefur aldrci ,heyrt getið um fórnar- dauða Krists og geta þar af leiðandi ekki játazt undir merki Krists. Jafn- vel tnannvinir og hugsjónamenn eins og Bertrand Russell og Karl Marx hljóta ekki náð fyrir augum Guðs, þvi að báðir eru yfirlýstir trúleysingj- ar vegna þess að heilbrigð skynsemi bauð þeim að veía það. í grein eftir Billy Graham, Svar milt i Morgun- biaðinu þann 26. janúar kemur glöggt fratn að maðurinn hefur aðeins þetta lif til að gera upp við sig hvort hann veiur efri eða neðri leið- ina. Það má geta nærri að margir hafa játazt trúnni á Jesútn Krist meir af ótta en af kærleika til Guðs sem er hrópleg mótsögn við boðskap Krists. Þeir sem eru blendnir i trúnni hafa inátt líða óbærilegar sálarkvalir vegna þess hlutskiptis setn beið þeirra fyrir handan og lendir þessi sálarkvöl einna harðast á götnlu og lasburða fólki sem á skammt eftir ólifað. Einnig leiðir þessi kreddutrú til þess að inaðurinn er firrtur ábyrgð gerða sinna. Það getur jafnvel orðið til að ýta undir óskainmfeilni og ábyrgðar- laust líferni vegna þess að maðurinn veit að hann getur alltaf söðlað uin síðar ineir (t.d. á grafarbakkanum) og játazt trúnni á Krist, og er hann þá hólpinn. Misskipting Eitt af þvi sem kristin kreddutrú þegir þunnu hljóði um, er svarið við þeirri áleitnu spurningu hvers vegna réttlætinu er svona misskipt á milli mannanna, þ.e.a.s. hvers vegna sumutn gengur allt i haginn, jafnvel á kostnað annarra, en aðrir eru fæddir ógæfumenn sem lifa í sulti og sárind- um, og hvað með öll börnin sem fæðast andlega eða líkainlega van- heil, hvers eiga þau að gjalda? Er nokkuð óeðlilegt við það að fólk á okkar dögum „lýsi frati” á trúar- brögðin, vegna þess að það getur af eðlilegutn ástæðum ekki sætt sig við þá tilhugsun að algóður og almáttug- ur Guð láti slíkt óréttlæti viðgangast óátalið? Annað hvort hlyti hann að láta sér í léttu rúmi liggja sálarstríð barna sinna eða þá að hann er van- megnugur um það. Sennilegast er að álykta að Guð sé ekki til. . . Séð frá mínum bæjardyrum er slík ályktun miklu rökréttari en þær kreddur sem ég hef verið að lýsa, en það hefur sýnt sig að slíkt Iífssjónar- mið kann ekki góðri lukku að stýra og er það kaldhæðnisleg staðreynd að kristnin sem hefur átt að stuðla að sálarheill manna, hefur óbeint orðið til þess að stuðla að því gagnstæða. Túlkun mín á því hver Kristur sé og hvert sé samband hans við mennina, má með góðu móti heimfæra upp á 37 austræna guðspeki (teosophy) og ýmsar dulhyggjustefnur (t.a.m. mysticiismi, gnosismi, zen, joga, suf- ismi, antroposophy, rosinkrossregl- an, taoisini o.s.frv.). Ég tél að engum vafa sé undirorpið að í frumkristn- inni hafi gætt ýinissa austurlenzkra áhrifa (sbr. sögusagnir sem herma að Jesú hafi lagt stund á Bakti jóga í Indlandi, á þeim árum hans sem biblían greinir ekki frá). En illu heillu þá hafa öfl innan kirkjunnar séð sér hag i því að afmá þau, ýmist vegna forheimskunar eða vegna þess að það hentaði síngjarnri hentistefnu kirkj- unnar á þessum tíma, vegna þess að það gerði klerkastéttinni, sem var i slagtogi við spilltar aðalstéttir, kleift að herða á þumalskrúfunni og kverkatakinu sem kirkjan hafði á al- múganum. M.ö.o. þá þurrkaði kirkj- an út öll verksummerki sein gætu bent til þess að djöflatrúin og eilíf kvöl í helvíti, væru ekki til nema í kollum ruglaðra ofstækistrúar- manna. Það þarf engan að undra að jarðeignir og lausafé kirkjunnar óx stórum. Frægt dæmi um þetta eru af- látssölurnar, sem voru farmiðar upp í himnariki, en þær átti Marteinn Lúter stóran þátt i að afnema. Eg tel að kirkjan okkar í dag hafi illilega orðið fyrir barðinu á þessu ráða- bruggi misdyggðugra guðsþjóna og er vart útséð að hún beri þess nokk- urn tíina bætur. Ég harma mjög að nútímakirkjunni hefur ekki tekizt að sjá í gegnum þennan svikavef, þrátt fyrir að hún sé á góðri leið með að daga uppi eins og nátttröll. Ég skal nefna tvö dæmi til stuðnings þessu. Kenningin um endurholdgun og karma/samskara sem hafa þékkzt í flestum ef ekki öllum trúarbrögðum frá örófi alda, allt fram á okkar dag, ær ekki að finna í nútímakristni. Þess ar kenningar voru þó ekki með öllu óþekktar í kristninni, eða allt fram til 6. aldar e.Kr., en þá ákvað ráðið i Konstantínópel að afmá þessar kenn- ingar að fullu og öllu úr kristindóm- inum. Þar með var lokað dyrunum fyrir Vesturlandabúa að fá nokkurn raunhæfan skilning og lausn á ógæfu og þjáningum manna. Ath. að or- saka- og afleiðingalöginálið karma, sem kirkjan kennir um slæmt ástand þjóðfélagsmála í Indlandi, er ekki rétt, heldur hefur karma lögmálið verið rangtúlkað ráðandi valdastétt- um í hag, enda er hindúismi, sem og önnur ríkjandi trúarbrögð mann- kynsins, að meira eða minna leyti úr- kynjuð og útþynnt trúarbrögð. Seinna dæinið og ekki síður af- drifaríkt er goðsögnin um Jesú Krist: Fólki hefur verið sagt að aðeins trúin á ,,ytri bjargvætt geti fyrirgefið fólki syndir þess sem er stórkostleg inistúlkun og rangfærsla á Kristshug- takinu. Bjargvætturinn er inni i okkur og hvergi annars staðar, þ.e.a.s. okkar æðra sjálf sem er geisli (lífsneisti) frá Guði (sbr. 1. Mósebók: „Guð skapaði manninn i sinni mynd”), öðru nafni Krists-andinn sem ,,liggur í dvala” í venjulegum mönnum, en var sjálfbirtur i Jesú Kristi (sbr. sanskrítarorðið krishna er samstofna Kristi (sjá einnig Jóh. 14:20-21)). Að lokum vil ég taka fram að allt sem hér hefur verið sett á prent er ég algjörlega ábyrgur fyrir og mun ég svara til saka fyrir samvizku ininni (Krists-vitundinni) þeim ummælum sem ekki reynast vera algerlega rétt. En til þess að það geti komið í Ijós þurfa fulltrúar kirkjunnar að „hrekja ofan í mig óhróðurinn” á opinberum vettvangi þvi ég hygg að þjóðin eigi heimiingu á, að fá úr því skorið hvort kirkjan sé „hornreka Ikörkerling” i islenzka þjóðlélaginu i dag eða hvað . . . Mér þykir við hæfi að vitna nú i inikilhæfan en þó mistækan heim- speking kirkjunnar, þ.e. heilagan Ágústinus: „Skynsemin er trúnni nauðsynleg og trúin skynxeminni. Skilningur leiðir til trúar — tru leiðir til skilnings”. Hartmann Bragason, sálfræðinemi og meðlimur i Ananda Marga. „Ég harma mjög, að nútímakirkjunni hefur ekki tekizt að sjá gegnum þennan svikavef... ” Hér er fullkomin funda- og ráðstefnu aðstaða. Fyrir fámennafundi sem fjölþjóða ráðstefnur Stærsta og fullkomnasta hótel landsins, býðuryður þjónustu sína. 217vel búin og þægileg herbergi, öll meðbáði, síma og sjónvarpstengingu. I Veitingabúð færðu allskonar rétti á hóflegu verði. Glæsilegar veitingar. í Blómasal bjóðast veisluréttirog Ijúfar veitingar. Reynið kræs- ingarkaldaborðsinsí hádeginu. í hótelinu er rekin fjölþætt þjónustustarfsemi. Sundlaug og gufuböð, rakarastofa, hárgreiðslu- og snyrtistofur. Einnig verslun, ferðaþjónusta og bílaleiga er við hóteldyrnar. Heill heimur útaf fyrir sig. Er hægt að hugsa sér það þægilegra? Verið velkomin HÓTEL LOFTLEIÐIR Reykjavíkurflugvelli Sími: 22322

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.