Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980. fJKONUR Ráðgjafi frá Mandevffle of London verður þessa viku hér á landi á eftirtöidum stöðum: REYKJAVÍK: Rakarastofan Klapparstíg, simi 12725, mánudag 24., miðvikudag 26. og föstudag 28. marz. AKUREYRI: Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudag 25. marz. KEFLAVÍK: Klippotek, Hafnargötu 25, sími 3428, fimmtudag 27. marz. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirtalið efni: 1) 11 kV aflrofaskápa. Útboð 80017-RARIK 2) 66 kV útiefni í aöveitustöðvar. Útboð 80018-RARIK Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118 Reykjavík, frá og með mánudeginum 24. marz 1980, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 2000,- fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 þriðjudaginn 15. apríl nk. (útboð 80017-RARIK) og kl. 14.00 mánudaginn 21. apríl nk. (útboð 80018-RARIK) að viðstöddum þeim bjóðend- um er þess óska. við og við til að Kvfla sjálf boðaliðann Laufeyju Jakobsdóttur dagsins og fylgdust með daglegu amstri á Dagblaðinu. Við byrjuðum á þvi að fara niður í Grjótaþorp en þar hefur til skamms tíma verið til húsa salerni fyrir konur „aðeins.” ,,Jú, -sjáið þið til,” sagði Laufey Jakobsdóttir salernisvörður. „Þegar ég heyrði að þarna yrði ekki starfrækt sal- erni meira þá sá ég strax að leysa mætti heihnikinn vanda hér i Grjótaþorpinu með þvi að hafa þarna opið á föstu- döguin frá kl. 23—I eða 2 á laugar- dagsnótt.” Vandamál í Grjótaþorpi Hinn mikli vandi Grjótaþorpsins er m.a. sá að á föstudagskvöldum safnast niður í miðbæ þó nokkur fjöldi unglinga til skrafs og ráðagerða. Ýmist sitja þeir i bílum sínum á Hallærisplan- inu eða eru á rúntinum. Margir þessir unglingar eru ekki nema 12, 13 og 14 ára. Þeir hafa i ekkert hús að venda éftir kl. 23 á kvöldin þegar salernum í Bankastræti 0 er lokað. Ekki komast1 þeir inn á veitingastaðina en hafa aðal- lega snúið sér ti miðbæjarlögreglunnar þeirra erinda að komast á salerni. Hefur þar oft verið þröngt á þingi á föstudagskvöldum af þessum ástæðum. Stundum hefur þó komið fyrir að húsagarðar í Grjótaþorpi hafa óspart verið notaðir af fyrrnefndum ástæðum.” Laufey fór þegar af stað til þess að fá leyfi viðkomandi aðila til að opna aftur salernið í Grjótaþorpi og þá aðallega fyrir unglinga á föstudagskvöldum. Hún fékk, eftir dálítið málþóf, leyfi til þess arna. Þá var ekki til setunnar boðið heldur byrjaði hún þegar að skrapa veggi og mála og gera þetta allt hið vistlegasta allt i sjálfboðavinnu (málningu fékk hún frá borginni) og nú er búið að opna. Hún þiggur ekki laun fyrir starf sitt en stingur upp á að mæður eða feður unglinganna á rúnt- inum leysi sig öðru hvoru af i sjálf- boðavinnu, að sjálfsögðu. Sumir fara jaf n- vel úr skónum Salernin í Tjarnargötu 11 eru opin á daginn en eru ekki mikið notuð. Það er búið að lagfxra og snyrta til I salerninu i Grjótaþorpi. Opið verður á föstu- dagskvölduin frá kl. 23 og eitthvað fram eftir nóttu. Það er Laufey Jakobsdóttir salernisvörður sem situr en tvær stúlkur úr Vighólaskóla, Heiða Jóna Hauksdóttir og Guðbjörg Stefánsdóttir, spegla sig. Hvert á fólk að fara eftir kl. 23 á föstu- dagskvöldum? Jú, á salernið I Grjóta- þorpi! DB-myndir Bjarnleifur. Við rannsökuðum aðeins frekar sal- ernismenninguna og komum við í Bankastræti 0 þar sem Laufey vinnur. Þar er allt hið Vistlegasta, nýbúið að mála og setja dregla á gólfið. Umgengnin er lika eftir þvi. Sumir fara meira að segja úr skónum um leið og þeir kotna inn. Þarna koina líka ýmsir utan af landi og skipta um föt áður en þeir fara t.d. i leikhús en eru kannski að koma beint úr verzlunarferðum. Að lokum litum við inn i Tjarnar- götu 11 þar sem salernin eru aðeins opin á daginn. Þau eru ekki mikið noluð en voru það áður þegar sú menn- ing ríkti að Tjörnin var sópuð og krakkar gátu verið á skautum. Þarna er nefnilega jafnframt geymsla fyrir þá ýmsu hluti sem skautahlaupurum fylgja þegar þeir snúa sér af alvöru að iþróttinni. -KVI. Það er ýmislegt sem hið langa nel blaðamanns fær nasasjón af. Eitt var það að i höfuðborg landsmanna vær eitlhvað að i salernismálum en þar hefði einhver látið málið til sín taka og gert á þessu endurbætur. Þegar við svo fengum tvær vigreifar ungar stúlkur, Guðbjörgu Stefáns- dóttur og Heiðu Jónu Hauksdóttur úr Víghólaskóla í Kópavogi hingað á DB í starfskynningu ákváðuin við að Iáta til skarar skríða og kynna okkur málin. Að sjálfsögðu komu svo þær Guðbjörg og Heiða Jóna ineð i rannsóknarferð, jafnframl því, sem þær tóku spurningu Salemismenning: FORELDRAR UNGUNGA A HALLÆRISPLANINU LEYSIAF í GRJÓT AÞORPI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.