Dagblaðið - 24.03.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. MARZ 1980.
Raunasaga vegna bið-
skyldumerkis í Kópavogi
Er póst-
þjónustan
miðuð við
að allir
þekki
alla?
Póstmóttakandi hringdi og vakti
athygli á þvi ófremdarástandi sem oft
vill skapast varðandi póstsamgöngur
ef menn skipta um heimilisfang.
„Reykjavík er orðin 80 þúsund
manna bær og það er ekki hægt að
hafa þessi mál eins og fegar allir
þekktu alla. Af hverju getur Póstur-
inn ekki komið jiessu jrannig fyrir, að
til séu sérstök eyðublöð sem menn
fylli út ef þeir skipta um heimilis-
fang? Þá þyrfti að skylda alla til að
hafa sérstakt og vel merkt póstbox.
Póstútburðarmenn ættu svo ekki að
skilja bréf eftir nema nafn viðtak-
anda sé á kassanum.
Sjálfur hef ég inátt búa við það
undanfarið eitt og hálft ár, að hingað
er að berast póstur til fólks sein löngu
er flutt í burtu og það þrátt fyrir að
nafn mitt sé mjög rækilega merkt á
hurðinni.”
Kristinn Snæland skrifar:
Eigi munu þeir í móti mæla sem
kunnugir eru umferðarinálum vitt og
breitt um land að hvergi eru um-
ferðarreglur eða túlkun þeirra kúnst-
ugri en í Kópavogi.
Frægt að endemum mun bið-
skylduskiltið sem sett var upp við
götuna með Gjánni er hún var í bygg-
ingu og með óstjórnlegum hunda-
kúnstuin var ætlað að stöðva bíla
fyrir umferð sem kom beint á móti,
eftir sömu götu eða vegi.
Veslings umferðarséníin i Kópa-
vogi máluðu rendur og þverstrik á
götuna en erfiðlega gekk.
Reglan um biðskyldumerki er því
miður fyrir Kópavogsséníin þannig:
Þegar ekið er inn á annan veg móti
biðskyldumerki hefur sá vegur for-
gang.
Hvernig og hvað sem menn lesa um
biðskyldumerki.'þá er hvergi að finna
orð um að biðskyldumerki skyldi
ökumann til þess að biða vegna farar-
tækja sem í móti koma.
Það skal undirstrikað og enn fuli-
yrt að hvergi er að finna orð um að
biðskyldumerki dragi úr rétti öku-
manns gagnvart umferð sem í móti
kemur.
Umferðarráð eða umferðarnefnd
Kópavogs eru sem áður segir sér
fræðingar i að gera einföld mál flók-
in.
Það dæmi sein enn brennur á veg-
farendum eru gatnainót Skeminu-
vegar og Smiðjuvegar, rétt hjá Stór-
markaði Kron.
Þegar komið er frá stórmarkaði
Kron og ekið er vestur Kópavog, eftir
Skeminuvegi er komið að gatnamót-
um Smiðjuvegar og Skemmuvegar.
Skemmuvegur liggur þvert á Smiðju-
veg og alla leið að smurstöð ESSO
við Stórahjalla. Það furðulega sem
gerist þarna og sem Kópavogslög-
Úr Pósthúsinu í Reykjavik.
VERD FRA KR. 21.050
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670
SENDUM
BÆKLINGA
Þau gátnamót sem rætt er um I bréfínu. „Hvergi í umferðarlögum finnst stafur fyrir þvi, að biðskyldumerki skyldi vegfaranda
til að veita mótkomandi umferð forgang,” skrifar Kristinn Snæland.
DB-mynd Bjarnleifur.
regla telur rétt, er að bílar sem koma
Nýbýlaveg inn á Skemmuveg og
siðan niður Smiðjuveg í átt að
Reykjanesbraut (í Breiðholt); þessir
bílar eru taldir hafa forgang fyrir bíl-
um sem koma eftir Skemmuvegi í
vesturátt að Nýbýlavegi eða ESSO
við Stórahjalla.
Skýring lögreglunnar í Kópavogi er
sú. að biðskyldumerki sé í veginum.
Svo stórundarlegt er þetta samt, því
hvergi i umferðarlögum finnst stafur
fyrir því að biðskylduinerki skyldi
vegfaranda til að veita mótkomandi
umferð forgang.
Skorað hefur verið á lögreglu
Kópavogs að sanna að biðskyldu-
merki skyldi vegfaranda til þess að
veita mótkomandi umferð forgang en
án árangurs. Vakthafandi lögreglu-
menn í Kópavogi sögðu aðeins „þetta
er bara svona”. Til er skilti sem leyst
gæti af hólmi vitleysuna í Kópavogi,
og er það notað með góðum og
skynsamlegum árangri í Keflavík.
Umferðarspekingar Kópavogs ættu
að skreppa til Keflavikur i kynnisför.
ftRSÁBVRGÐ
Nú vilja allirfá KDSS
ífermingargjöf
m
B.
Jónas Jónasson bifreiðarstjóri: Ég er
nú á disilbíl en mér finnst disilolian
orðin mikið meira en nógu dýr. Lítrinn
kostar núna 167 krónur en árið 1948
kostaði hann 34 aura. Mér finnst líka
koma allt of litið til skila af þvi sem bif-
reiðaeigendur borga til veganna.
Trausti Finnsson rafvirki: Mér litist að
sjálfsögðu engan veginn vel á það.
Bensínið er allt of dýrt nú þegar. Ég
hugsa þó að ég mundi ekki minnka
aksturinn neitt. Það sækir alltaf i sama
farið aftur.
Spurning
dagsins
Hvernig litist þér á
ef bensínlítrinn
hækkaði í 425
krónur?
Július M. Magnús, verzlunarmaður:
Mér lizt illa á það. Það fer ekkert á
milli mála. Bensinið er nógu dýrt nú
þegar. Ég efast þó um að ég mundi
minnka aksturinn. Égget raunverulega
ekkert minnkað hann þar sem ég keyri
bara úr og i vinnu..
DaviA F.iriksson, starfar við Hraun-
eyjafossvirkjun: Bensinlitrinn á italiu
er ennþá dýrari en hér en ég kem
hingað frá ítaliu. Samt er bensinið
nógu dýrt hér.
Þóra Ármanns: Finnst ekki öllum að
bensinið sé orðiö of dýrt? Mér lízt þvi
illa á að það hækki en ég hugsa að ég
mundi ekki minnka aksturinn fyrir þvi.
Brynjólfur Hauksson læknir: Það yrði
hálfblóðugt, miðað við það, að ég er
með tvo jeppa. Ég verð liklega að selja
annan þeirra og fá mér annan spar-
neytnari í staðinn. Ætli þessi eyði ekki
á milli 20 og 30 litrum. Annars held ég,
að það þekkist hvergi í heiminum ann-
að eins og þetta.