Dagblaðið - 06.04.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981.
3
Hinir reyndu starfsmenn, sem
margir höfðu unnið í áratugi hjá
félaginu, voru reyndar leystir út með
ríflegum greiðslum af hinu fjárvana
flugfélagi gegn því skilyrði að þeir
hyrfu á braut samdægurs, eins og
vitnazt hefur.
En eitthvað hefur fulltrúa skipa-
félgsins skeikað í prósentureikningi
sínum því enn virðist sem óróinn sé
við lýði innan fyrirtækisins. Enn
logar allt í deilum við stjórn og for-
ystulið félagsins.Blaðaskrif um samn-
ingsrof og mistúlkanir forystumanna
flugfélagsins eru nú aftur hafin. Þar
vega menn hver annan ,,í bróðerni”.
En hver skyldi vera orsök óróans í
raun? Ætli stór orsök hans sé bara
ekki setu fulltrúa Eimskipafélags ís-
lands í Flugleiðum að kenna?
Eða hvers vegna skyldi Eimskipa-
félag íslands, sem nú berst í bökkum
með óheyrilegt rekstrartap á herðun-
um eins og fram mun koma á aðal-
Bréfritari varpar fram þeirri spurningu hvort Eimskipafélagið stjórni flugmál-
um. Myndin er af aðalfundi Eimskipafélags íslands 1976.
íuuui pess, halda í stjórnarstöla, og
þá tvo, í flugfélagi?
Ætli því félagi væri ekki nær
huga að samkeppni við hið upprenn-
andi skipafélag, Hafskip!
Og nú er víst aðalfundur Flugleiða
á næstu grösum. Varla verður því
trúað að enn eigi að ganga til kosn-
inga á þeim fundi um stjórnarstól
fyrir fulltrúa skipafélagsins!
Ef einhver glóra væri í stjórn Eim-
skipafélagsins drægju þeir fulltrúar
sína til baka úr stjórnarkjöri, a.m.k.
þann er nú á að kjósa — og seldu auk
þess hlutabréf sín í Flugleiðum til
þess að minnka hallann á rekstri Eim-
skipafélagsins.
Það er lágmarkskrafa að á meðan
Eimskipafélagið á hlutafé svo nemur
mörgum hundruðum milljóna gam-
alla króna í Flugleiðum láti það
niður falla atkvæðisrétt sinn í kosn-
ingum.
Það myndi hvergi líðast nema hér
að skipafélag stjórnaði svo miklu i
eina flugfélagi þjóðarinnar. Það má
segja að Eimskipafélag íslands eigi
stóran þátt í því hvernig komið er
flugmálum landsmanna í dag þvi
hagsmunir þessa félags hafa iðulega
ráðið úrslitum í framtíðaráformum
Flugleiða.
En kannske verður svo engin
stjórnarkosning á aðalfundi Flug-
leiða hf. eins og raunar Morgunblað-
ið skýrir frá hinn S. marz sl.!
Stjómar Eimskipafé-
lagið flugmálunum?
Áhorfandi skrifar:
Annar fulltrúi Eimskipafélags ís-
lands í stjórn Flugleiða hf. upplýsti á
síðasta hluthafafundi flugfélagsins,
eins og kunnugt er, að enn væru um
2% starfsmannanna ekki samstíga,
væru með einhvern óróa.
Þessar upplýsingar fulltrúa skipa-
félagsins komu ekki heim og saman
við fyrri upplýsingar forstjóra um að
eftir að hinir reyndu starfsmenn, sem
höfðu raunverulega byggt upp starf-
semi Flugleiða, höfðu yfirgefið
félagið væri komin fullkomin ró á
starfslið félagsins — og valinn maður
í hverju rúmi eins og hann orðaði
það.
DBS TOURING er fyrsta reiðhjólið á markaðinum, sem sameinar
alla helstu kosti kappreiðahjóla og öryggisútbúnað sígildra
reiðhjóla.
Svo sem; - Skálahemla að framan og aftan - 10 gíra - breiðari hjól-
barða en á venjulegum kappreiðahjólum - aurbretti úr ryðfríu stáli
- bæði karla og kvenna reiðhjól fyrirliggjandi.
DBS TOURING eru lang vinsælustu reiðhjólin á norðurlöndunum
um þessar mundir.
ER
Datsun Pickup árg. 1977, ekiun 44
þús. km. Verð Itr. 46 þús.
Framdrifsbfll GMC (35) Rally
Wagon 1977. Rauðbrúnn. 8 cyl.
(350) m/öilu. 11—12 manna. Eftir-
sóttur fjallabill. Verð kr. 110 þús.,
skipti möguleg.
Daihatsu Charade Runabout 1980.
Silfurgrár, eldun 9 þús. km. Verð
kr. 64 þús. (Eingöngu skipti á
ameriskum bfl á svipuðu verði).
Mazda 626 2000 Coupé 1979.,
drapplitur, sjálfskiptur. Failegur
bill. Verð kr. 82 þús.
Audi 80 LS 1977, rauðbrúnn, ekinn
60 þús. km. Gullfallegur bill. Verð
kr. 65 þús.
BMW 518 árg. 1977, vinrauður.
Ekinn 60 þús. km. útvarp., snjód
+ sumard. Verð kr. 85 þús.
Mazda 323 statlon 1980., hvitur,
sem nýr. Ekinn 11 þús. km. Verð
75 þús.
Honda Accord EX 1980, silfurgrár,
3ja dyra, sjálfskiptur, aflstýri, o.fl.
(m/öllu). Ekinn 17 þús. km. Verð
kr. 102 þús.
Lada Sport 1979, rauður, ekinn 39
þús. Sflsalistar o.fl. Verð kr. 65
þús.
■ * m
Spurning
dagsins
Ætlar þú
að fá þór
páskaegg?
Guðmundur Guðmundsson banka-
maður: Já, ég fæ mér páskaegg með
börnunum.
Auðbjörg Atladóttir: Já, vonandi gefa
pabbi og mamma mér stórt páskaegg.
Jóhanna Leifsdóttir: Já, pabbi og
mamma ætla að gefa mér páskaegg.
Kristinn M. Pálmason nemi: Já, ætli ég
fái mér ekki páskaegg.
Árni Elfar hljóðfæraleikari: Já, ég fæ
mér páskaegg með börnunum.
Daniel Stefánsson sjómaður: Ég býst
ekki við þvi. Ætli ég verði ekki úti á
sjó.