Dagblaðið - 06.04.1981, Qupperneq 35
35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. APRÍL 1981.
ÆTTARTÖLUSPJÖLDIN
KOMIN AFTUR
AÐUR FYRR A ARUNUM - útvarp ífyrramálið kl. 11,00
JON HROLFUR VAR
VÍST MESTI GUm
Theódór Friðrikssyni þótti á stundum nóg um fíf Idirfsku
hansáskíðum
Einn af þeim afkomendum hjón-
anna, sem bar Buck-nafnið, var Jón
Hrólfur sem frá verður sagt í þessum
þætti. Hann fæddist eftir miðja síðustu
öld og dó árið 1915, ókvæntur og barn-
laus. Jón Hrólfur þótti um margt sér-
kennilegur í háttum, kraftamaður mik-
ill og göngugarpur og annálaður skiða-
maður. Oft lagði hann á sig erfiðar
ferðir ef mikils þurfti við, t.d. ef vitja
þurfti læknis, koma áríðandi bréfum
til skila og fleira þess háttar.
Theódór Friðriksson rithöfundur
skráði þennan þátt um Jón Hrólf Buck
en þeir voru samtiða, fyrst í Flatey á
Skjálfanda og síðar í Fjörðum. Theó-
dór lenti stundum í ferðum með Jóni
og þótti á stundum nóg um fífldirfsku
hans á skíðum. þetta var víst mesti
glanni.” - KMU
I þættinum Áður fyrr á árunum, sem
Ágústa Björnsdóttir annast og er á dag-
skrá útvarps í fyrramálið, les Guðni
Kolbeinsson Þátt af Jóni Hrólfi Buck
eftir Theódór Friðriksson. Ágústa var
beðin að segja lesendum DB frá þessum
þætti sínum.
„Nokkru fyrir aldamótin 1800
fluttist hingað til lands frá Noregi, að
því er bezt er vitað, maður að nafni
Nikulás Buck. Hann settist að fyrir
norðan, í Þingeyjarsýslu, kvæntist ís-
lenzkri konu, Karen Magdalenu
Björnsdóttur, kaupmanns á Húsavík,
og eignaðist með henni ellefu börn og
er mikill ættleggur frá þejm kominn,
þó tiltölulega fáir hafi notað Buck-
nafnið.
Nikulás þótti mikill atgervismaður,
einkanlega hvað skíðaíþróttina varðaði
og kenndi hann mönnum nyrðra að
fara á skíðum og hlaut fvrir það laun
frá konungi.
Notið hátíðarnar —
heimsækið ættingjana — fyilið út í samein-
ingu — AUÐVELT OG AÐGENGILEGT -
5 ættliðir á einu spjaldi
BÚKAVERZLUN SNÆBJARNAR
HAFNARSTRÆTI 4 - SÍMI 14281
■hhVIDEObhí
Video — Tæki — Fiimur
Leiga — Sa/a — Skipti
Theódór Friðriksson rithöfundur.
IÞRÓTTIR—sjónvarp kl. 20,45
Kvikmyndamarkaflurinn — bimi 15480.
Skólavöröustíg 19 (Klapparstígsmegin).
Nytsöm fermingargjöf
og af raksturinn sjáum við í kvöld
Börn og unglingar koma nokkuð
við sögu í íþróttaþættinum í kvöld.
Ætlunin er að sýna svipmyndir frá
minniboltamóti Körfuknattleikssam-
bandsins sem fram fór í Fellaskóla í
Breiðholti um helgina.
Þá brugðu sjónvarpsmenn sér upp
í Bláfjöll og filmuðu unglinga-
meistaramót á skíðum og verður
væntanlega sýnt eitthvað frá því.
íslandsmeistaramótið innanhúss í
sundi fór fram í Sundhöll Reykja-
víkur á föstudag, laugardag og
sunnudag og væntanlega verður
brugðið á skjáinn mynd sem tekin var
á því. Væntanlega sjá sjónvarps-
áhorfendur þar beztu sundmenn
landsins etja kappi hver við annan.
Badmintonmenn héldu sitt íslands-
mót á Akranesi um helgina og kepptu
þar áttatíu manns frá átta félögum,
þar á meðal allt bezta badmintonfólk
landsins. í ráði er að gera því einhver
skil í íþróttaþættinum svo og hand-
knattleikslandsleikjum kvennaliða
íslands og Noregs sem fram fóru hér
á landi um helgina.
-KMU
Notiö LUXO við lest■
urinn, verndið sjónina
Varist eftiriíkingar.
Elsa Kristjánsdóttir.
DB-mynd: Sig. Þorri
UM DAGINN 0G VEGINN
— útvarp kl. 19,40:
Oddvitinn
í Sandgerði,
Elsa Kristjáns-
dóttir, talar
Elsa Kristjánsdóttir, oddviti í Sand-
gerði, talar um daginn og veginn í út-
varpinu í kvöld.
Elsa er alin upp á Snæfellsnesi, bjó
átta ár á Þórshöfn, síðan i Reykjavík
en flutti til Sandgerðis fyrir sex árum.
Árið 1978 varð hún oddviti Sandgerðis-
hrepps en hún hafði í kosningunum þá
skipað efsta sætið sameiginlegs lista
framsóknar- og alþýðubandalags-
manna.
Ásamt oddvitastörfum og heimilis-
haldi vinnur Elsa hálfan daginn i
Landsbankanum í Sandgerði. Sl. vor
lauk hún stúdentsprófi frá Fjölbrautá-
skóla Suðurnesja. Hún á tvö börn sem
bæði eru um tvítugt.
- KMU
Sýnt verður frá íslandsmeistaramótinu í sundi innanhúss sem fram fór í
Sundhöll Reykjavikur um helgina. DR-mynd Hörður.
ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR
POSTSENDUM
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
Nivada
atlantic
LJOS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
sími 84488
Magnús E. Baldvinsson sf
úrsmiflur
Laugavegi 8 — Sími 22804.
Sjónvarp
Utvarp