Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ. 1981. LJÓSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON Sá verður til ýmissa graenmetistegunda innanhúss. Þannig verður uppskeran mun fyrr á ferðinni en ella. Fræpokarnir kosta yfirleitt 4,50—5 kr. Sáðbakkar til þess að nota við innan- hússsáningu. Þessir eru að visu ekki notaðir fyrr en „grisjað” er því hent- ugra er að drelfsá i óhólfaða bakka. Nota á sérstaka sáðmold en þegar jurtirnar fara að stinga upp kolllnum á að vökva með veikri áburðar- blöndu. Hólfuðu bakkarnir kosta 6,25 en þeir óhólfuðu 14—15 kr. „Þetta er einmitt aðaltíminn til þess að sá alls kyns grænmetisfræj- um. Þeir sem eiga heimilisgróðurhús eru búnir að því fyrir nokkuð löngu. Bezt er að sá því sem fer beint út i garðinn eftir að hætta á næturfrosti er liðin hjá og verður það nú hvað úr hverju. — Fjölmörgum grænmetis- tegundum er hægt að sá innanhúss og koma piöntunum þannig áleiðis. Einnig verður að sá sumarblómum innanhúss því annars blómstra þau ekki fyrr en seint í sumar eða jafnvel haust,” sagði Páll Marteinsson verzl- unarstjóri hjá Sölufélagi garðyrkju- manna er við inntum hann eftir sán- ingu fræja, bæði matjurta og sumar- blóma. Margir garðeigendur hafa gaman' af því að fást við smávegis matjurta- rækt en hún verður auðvitað ekki svo neinu nemi nema þegar um er að ræða kartöflur. Margir rækta kartöflur sem duga til heimilisnota og vel það og eru jafnvel aflögufærir og selja eitthvert magn. Fjallað verður um kartöfluræktina í DB á morgun. Tfð verður að vera góð „Það eru til ýmsar tegundir af matjurtafræjum. Þau sem við höfum á boðstólum eru þau fræ sem hafa reynzt bezt í einkagörðum i sæmilegu árferði. T.d. er hvitkálsfræið okkar svokallað sumarkál frekar fljót- sprottið. Að sjálfsögðu verður tíð að vera góð til þess að grænmetið dafni í heimilisgörðunum. Ég get t.d. nefnt að sumarið 1979 var mjög slæmt, bæði kalt og úrkomusamt, og eyði- lagðist nær öll grænmetisuppskeran í heimilisgörðum. í fyrrasumar, 1980, varð útkoman hins vegar mjög góð, þá var veðráttan líka sérlega góð. — Matjurtafræin hjá okkur kosta 4,50—5 kr. Kryddfræin eru dýrari, kosta 10 kr. Rétt er að taka fram að þegar búið er að sá matjurtafræjunum úti, t.d. eins og gulrótum, er alveg sjálfsagt að breiða plastdúk yfir. Það flýtir fyrir vexti um allt að hálfum mánuði. Sömu sögu er að segja um kartöflu- ræktina. Meiri líkur eru þó á að matjurta- ræktin takist hjá einkagarðeigendum ef þeir kaupa kálplöntur hjá gróðrar- stöðvum. Annatími garðeig- enda fer í hönd Sáning útigrænmetis—innisáning —eiturefni til að eyða illgresi svæði þar sem eyða á gróðri. Þetta er mjög öflugt efni og eyðir öllum gróðri sem það kemur nálægt. Það er aðallega notað í innkeyrslur þar sem ekki á að vera nokkur gróður. Gæta verður mjög vel að því að rætur trjáa nái ekki inn á svæðið sem vökvað er meðGeigy-efninu. Loks er rétt að nefna Ugræs kvæk, norskt eiturefni sem eyðir sóleyjum, fíflum og arfa. Það er einnig blandað með vatni og vökvað á jurtirnar. Rétt er að gera það ekki fyrr en jurtirnar eru komnar vel á legg. Eftir því sem blöðin eru meiri þeim mun meira eitur tekur jurtin til sín og þeim mun árangursríkari verður meðferðin. Þetta er hormónalyf sem veldur mjög auknum vexti plöntunnar sem endar með því að rótin springur og þar með deyr jurtin. Ef mosi er í grasflötinni bendir það til þess að flötin sé ekki nægilega vel framræst og gæti verið árangursríkt að rista ofan af henni og bæta þar um. Annars má minnka mosa með því að bera kalk á verstu blettina. Þótt það útrými mosanum kannski ekki alveg dregur það úr viðgangi hans. Snemma í júnímánuði fara svokall- aðir garðaúðarar á stjá. Það eru garðyrkjumenn sem fara garð úr garði og sprauta banvænu eiturefni á allan gróður. — Garðeigendur ættu að reyna að komast hjá því að nota þessi stórhættulegu eiturefni. Þekktur garðyrkjufræðingur tjáði umsjónarmanni Neytendasíðunnar á dögunum að þetta væri mjög svipað og það eitur sem notað er í eiturgas- hernaði! Virðist sem hægt sé að halda görð- um hreinum af blaðlús ef vel er hirt um trén og þau vökvuð vel og reglu- lega í þurrkatíð. Á þá að sprauta vel á blöðin, ekki síður en ræturnar. Garð- eigendur geta einnig valið trjáplöntur í garða sína sem eru ekki lússæknar. Á undanförnum árum hefur brekku- víðir notið mikilla vinsælda hér á landi. Hann er með lússæknari trjá- eða runnategundum, sérlega ef hann er í órækt. — Hann er hins vegar bæði fljótvaxinn og mjög fallegur — og sennilega þess vegna svona vin- sæll. -A.Bj. Þarna er svolitil plata sem búin er til úr mómoldarblöndu. Platan er bleytt I vatni og bólgnar hún þá út. Fræinu er stungið niður i litla hringinn I miðjunni og siðan vex og dafnar plantan I þessu „hýsi”. Öllu er svo plantað út þegar jarðvegurinn er tilbúinn að taka á móti litlu plöntunni. Tiu plöntur í poka kosta 4 kr. Sá verður til sumarblómanna innanhúss. Við sáðum einu sinni sumarblómum beint út og fyrsta blómið sprakk út 30. október! Við sáum mjög skemmtilega nýj- ung i Sölufélaginu, gulrætur I metra- tali. — Þá er fræjunum komið fyrir með réttu millibili á pappírsstrimli. Strimillinn er síðan gróðursettur, í matjurtabeðinu. Þálosnar garðyrkju- maðurinn við að grisja en erfitt er að sá gulrótarfræi þannig að aðeins fari eitt fræ niður í einu. — Gulrótar- strimlarnir eru 6 metrar á lengd og kostuðu 10 kr. — Við ætlum að reyna þennan strimil í eigin garði og verður spennandi að sjá hvernig ár- angurinn verður. — Einnig voru til radísur í metratali. Eiturefnin Garðeigendur komast ekki hjá því að nota eiturefni til þess að eyða óæskilegum gróðri í görðum sínum. Þau efni sem almenningi eru seld eru innan þeirra marka sem leyfileg eru. í Sölufélaginu er m.a. til duft í dósum sem stráð er undir runna og annars staðar þar sem erfitt er að komast að til þess að hreinsa. Það heitir Casaron og drepur allar jurtir nema tré. Ekki er hægt að nota það í beð þar sem blóm eru eða eiga að koma. Þá er til annað efni, Geigy, sem blandað er í vatn og vökvað yfir þau V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.