Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAOUR 4. MAÍ .981. Sá sem fær garðáhöldin alltaf að láni er óvinsæll *•»*—*-• Handsláttuvélar eru taldar henta þeim garðeígendum sem eru með venjulega litla heimilisgarða, enda holl hreyfing fyrir fólk að trimma svolítið með sláttuvélina sína. Páll sýndi okkur mjðg hentuga sprautubrúsa sem hentugir eru fyrir garðeigendur til þess að þeir geti sjálfir sprautað vægu eitri á trjágróð- urinn ef lús sækir á hann. Brúsinn kostar tæpar 160 kr. Þá er eftir að nefna garðkönnur sem til eru í mismunandi stærðum. Þær stærstu, sem taka 10 litra, kosta 47 kr. en þær eru lika til minni og þá einnig á ýmsu verði. Þær minnstu kosta 18 kr. Sá sem á þessi áhöld getur mjög sennilega látið nágranna sína i friði. Hins vegar má alltaf bæta við áhöld- um. Framleiðendur garðáhalda kepp- ast lika við að koma með ýmislegt nýtt á markaðinn til þess að freista fólks. Mikið atriði er að hirða vel um áhöldin sin. Langhentugast er að koma fyrir hengi fyrir þau i verk- færageymslunni eða bílskúrnum. Þá er hægt að ganga að verkfærunum þegar þarf að nota þau. Það getur einnig verið hentugt að mála garð- verkfærin sín í skærum litum, t.d. hafa sköftin rauð. Þá er auðveldara að koma auga á þau er þau Ieynast innan um garðagróðurinn þegar hann er í algleymingi. -A.Bj. Byrjandi I garðræktinni þarf að eiga skóflu, stungugaffal og sitthvað af öðrum verkfærum. Hann þarf þó ekki að kaupa sér öll verkfærin á fyrsta árinu. Alltaf má bæta við. Garðeigendur sem eru sffellt að fá lánuð áhöld eru ekki sérlega vinsælir. Nú er einmitt sá timi þegar nauðsyn- legt er að hafa garðáhöld við hönd- ina. DB heimsótti Sölufélag garð- yrkjumanna og spurði Pál Marteins- son verzlunarstjóra um garðáhöld sem á markaðinum eru og nauðsyn- leg mega teljast fyrir byrjendur. Fyrir byrjendur Það er heilmikið safn af áhöldum sem nauðsynleg geta talizt fyrir þá sem eru að stiga fyrstu sporin í garð- ræktinni, sagði Páll. Og síðan byrj- aði upptalningin, verðið er það sem í gildi var daginn sem við heimsóttum Pál, eða 27. apríl: Skófla frá 92 kr. upp í 125 kr., stungugaffall frá 121 kr. upp í 177 kr., garðhrífa frá 110 kr. upp í 120 kr., kantskeri um 90 kr., hjólbörur um 775 kr., ýmis smá- verkfæri eins og plöntuskeiðar og lití- ir gafflar eru til á verðbilinu 10—20 kr., arfakló kostaði um 30 kr., hand- grasklippur voru til frá 75 kr. upp í 140 kr. og handklippur fyrir tré frá 60 upp í 75 kr. Garðslöngur úr plasti kosta 4.30 metrinn og plaststatif sem fest er á vegg og er mjög sniðugt, kostar ekki nema 22 kr. Margir kjósa hins vegar að nota heldur stóreflis vagna undir garðslönguna. Þeir eru mjög rúmfrekir í geymslu yfir vetrar- timann og kosta þar að auki drjúgan skUding. Dýrustu vagnamir kostuðu á fjórða hundrað krónur. — Á mark- aðinum er mikið úrval garðsláttuvéla sem kosta aUt frá rúmum 1550 kr. upp í 3600 kr. Vitaskuld eru dýrustu vélarnar bensín- eða rafknúnar og auðveldar í meðfömm. Páll Marteinsson sýnir okkur þarna úöa- eða sprautubrúsann sem er hentugt fyrir garöeigendur að eiga. Plasthengi fyrir garðslönguna. Þetta er mjög einfalt og sniðugt og ekkert fer fyrir þvf. Það kostar heldur ekki nema 22 kr. DB-myndir Bjarnleifur. Þetta er það aisniðugasta i matjurta- ræktinni: gulrætur í metratali! Gulrótarfræjum er komið fyrir á strimli sem lagður er i gulrótarbeðið og moldinni rakað varlega yfir. Þá vaxa gulræturnar upp með réttu milli- bili! 10 kr. fyrir 6 metra af gulrótum! DB-myndir Bjarnleifur. Apple þýðir viðskipti segirframkvœmdastjórinn ... eins og Sir Freddie Laker forsetiog LRKER framkvæmdastjóri RIRWRYB „Ég tel að framkvœmdastjórar þurfi að hafa aðgangað nákvœmum upplýsingum til þess að geta tekið réttar ákvaröanirfljótt í harðri samkeppni. Mikill hluti þessara upplýsinga er annaöhvortfjármálalegs- eða tölfræðilegs eðlis og þar af leiðandi erAPPLE tölvan kjörin fyrir vinnslu nauðsynlegra upplýsinga sem hafa áhrifá afköst fyrirtækis eöa deildar. ” Ef þú framkvæmdastýrir eða stjórnar fyrirtæki eða deild þá getur APPLE tölvan hjálpað þér. APLLE þýðir... Þú hefur skjótan aðgang að mikil- vægum upplýsingum. Þú getur leiðrétt þessar sömu upplýsingar auðveldlega þannig að breytingar séu skráðár strax og þú getur látið prenta út þær uppiýs- ingar, sem þú vilt, hratt og örugglega, þannig veitir APPLE tölvan þér forskot í samkeppni. APPLE þýðir... Leysa vanda en ekki valda! Fram- kvæmdastjórar geta haft gagn af APPLE-kerfinu sínu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þeir fá tölvuna í hendur. Þeir sem annast áætlanagerð komast i feitt með aðstoð APPLE. APPLE þýðir... Áreiðanleiki, þjónusta og eins árs ábyrgð. APPLE þýðir... Basic, Pascal, Fortran, CIs Cobol og APPLE Pilot. APPLE þýðir ... Þú getur notað VISI CALC forritið í tengslum við APPLE PLOT forritið sem gerir mögulegt að prenta allar tölvulegar upplýsingar í línuriti. Auk þess má tengja DESK/TOP PLAN forritið við hin tvö fyrir mjög stór áætlunarverkefni. VISI CALC er forrit sem er geysiöflugt við áætlanagerð. APPLE þýðir... Fjölbreytileiki — með marga nytsama tengimöguleika i vísinda- og kennslunotkun. APPLE þýðir... Deildur vandi er leystur vandi þegar þú deilir honum með APPLE-umboðinu. fcippkz tölvudeild, Skipholti 19. Sími 29800.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.