Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAl 1981. 31 Útvarp Sjónvarp JÁRNKARUNN - sjénvarp kl. 21,45: SYNIRNIR SNÚA HEIM ÞEGAR MÓDIR ÞEIRRA LEGGST BANALEGUNA —hafa ekki séð hana í mörg ár Brezkt leikrit eftir David Mercer verður sýnt í sjónvarpinu I kvöld. Það fjallar um aldraða konu, Emily Wat- son, sem veikist alvarlega og er ekki hugað lff. Búizt er við andláti hennar hvenær sem er. Hún er gift námuverka- manni sem kominn er á eftirlaun. Þau hjónin eiga tvo syni sem búið hafa langt frá heimili þeirra. Synirnir hafa ekki séð foreldrana sína í mörg ár en þegar þeim er tilkynnt hvemig ástatt er fyrir móður þeirra koma þeir heim til að kveðja hana hinztu kveðju. Leikstjóri er David Cunliffe en með helztu hlutverk fara Alfred Burke, Nigel Hawthorne og Edward Wood- ward. Þrándur Thoroddsen sá um að íslenzka leikritið. -KMU Emily Watson er lögzt banaleguna. Eiginmaðurinn og synirnlr tveir eru þarna að kveðja hana. BIAÐIÐ úháð dagblað iidpppamai —útvarpkl. 22,35: Hugmyndir um samein- ingu sveitarfélaga I þættinum Hreppamál, sveitar- stjórnarmálaþætti þeirra Árna Sig- fússonar og Kristjáns Hjaltasonar, sem er á dagskrá útvarps í kvöld, verður að venju fjallað vitt og breitt um málefni sem snerta stjórnun sveit- Unnar Stefánsson ritstjóri fjallar um sameiningu sveitarfélaga í þættinum Hreppamál. arfélaga i landinu. Aðalmálið að þessu sinni er sam- eining sveitarfélaga. Unnar Stefáns- son ritstjóri mun fjalla um það mál og segja frá hugmyndum sem uppi hafa verið. Sameining sveitarfélaga er ekki nýtt fyrirbæri. Fyrir um áratug voru miklar umræður um þessi mál hér- lendis og sýndist sitt hverjum. Margir hafa bent á að sveitarfélög hérlendis séu óþarflega lítil og hamli smæð þeirra ýmsum framkvæmdum. Sam- eining ísafjarðar og Hnífsdals er lík- lega eitt kunnasta dæmið hérlendis um sameiningu sveitarfélaga en sfðan þau sameinuðust virðist sem dregið hafi úr sameiningaráhuga. Þess i stað hafa sveitarfélög aukið samvinnu sin á milli og sameinazt um einstakar framkvæmdir og rekstur mann- virkja. f þættinum verður einnig skýrt frá ráðstefnu samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi, sem fram fór i Vest- mannaeyjum nýlega, og sagðar fréttir frá sveitarstjórnum. -KMU. Viljum ráða nú þegar bílamúlara eða aðstoðarmenn á málningarverkstæði, einnig bifreiðasmiði og réttingarmenn. Mikil vinna. Bílasmiðjan Kyndill v/Stórhöfða 9 — Sími 35051. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tíroapantanir 13010 VANTA&P. FRAMRUÐU? !TF Ath. hvort viðgetum aðstoðað. ísetningar ú staðnum. BÍLRÚÐAN ", og2™ Rafverktakar - Verziunarstjórar Ávallt fyrirliggjandi raflagnaefni frá Ticino og V- Þýzkalandi. Plaströr allar stærðir, beygjur, hólkar, rofa-, vegg- og loftdósir. Dyra- og innanhússímar í úrvali. S. GUÐJÓNSSON HF. Auðbrekku 49, Kópavogi. Sími 42120. Frá Trotter í tízkulhunum' Dökkblátt, Ijósblátt, bleikt, drapp. Rúskinn. Stærðir 35—41. Verð með kögri: kr. 199,- Verð án kögurs: kr. 185.- Domus Medica. Sími 18519. PÓSTSENDUM SAMDÆGURS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.