Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ. 1981. I 11 Erlent Erlent Erlent Erlent I Sigurlagiö í söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu: Kossareru hœttulegir — hver koss styttir ævina um þrjár mínútur Sjálfur kossinn er ekki hættulaus lengur. Frönsk kona, Martine Mourier, hefur síðustu þrjú ár rann- sakað kossa á Tahiti. Niðurstöðumar eru ekki uppörvandi fyrir fólk sem ánægju hefur af eldheitum kossum því Mourier segir að varakossar hafi svipuð áhrif á líkamann og streita. Kossarannsóknin er liður í doktorsritgerð sem Martine Mourier ver við læknaskóla í Bobigny í nágrenni Parísar. Hún hefur komizt að þvi að kossaflens örvar starfsemi skjaldkirtilsins og glúkósaframleiðsla líkamans eykst á sama tíma og fram- leiðsla insúlíns stöðvast. 250 bakteríur skipta um munn við koss en það versta í niðurstöðum rannsóknarinnar er án efa það að hver koss styttir ævina um þrjár mínútur. Martine Mourier, sem sjálf er hætt að kyssa, hefur einnig rannsakað aðra þætti í ástarlífi mannsins, svo sem þann sið, sem tiðkast á Pólynes- eyjunum i í Kyrrahafi, að naga augn- hár hvort annars af með framtönnun- um. Varið ykkur, þið tvö! Það er hættulegt að kyssast! Vinsœlt í Bretlandi — eru Norömenn að gera grín að keppninni? Sigurlagið f söngvakeppni sjónvarps- stöðva i Evrópu, Making Your Mind Up, hefur síðustu vikur rokið upp brezka vinsældalistann og síðast er fréttist var það í fyrsta sæti. Hins vegar hefur lagið varla sézt á öðrum vin- sældalistum. íslenzk diskótek bregða því stöku sinnum á fóninn og virðast viðbrögð gesta nokkuð jákvæð. Sigurlagið er leikið af Bucks Fizz sem er grúppa með sömu liðsuppstillingu og sænska hljómsveitinn ABBA; tvær konur og tveir karlar. Seðlarnir eru nú teknir að streyma inn til þeirra. Hljómsveit sem kallar sig Brown Ale fór fram á að gera skopstælingu á sigurlaginu og átti ágóðinn að renna til líknarmála. Skoplagið átti að heita It’s A Wind Up og einn af þeim sem ætlaði að syngja þaðvarJohn Danter, einn af höfundum Making Your Mind Up. Allt var tilbúið en þegar til átti að taka voru það tvö fyrirtæki sem áttu réttinn að sigurlaginu og Brown Ale hafði aðeins fengið samþykki annars þeirra. Á meðan Bretar eru í sigurvímu velta Norðmenn því fyrir sér hvort norskum keppendum takist í þriðja sinn í röð að verða í neðsta sæti með ekkert stig. Ken Ervin, dálkahöfundur brezka blaðsins Daily Mirror, veltir sama máli fyrir sér og spyr hvort Norðmenn eigi enga góða tónlistarmenn eða hvort þeir séu bara að gera grin að keppninni. FÓLK Bucks Fizz — sigurvegararnir f söngvakeppninni. RUCANOR JOGGING skórnir komnir gKgl HEIMSINS FULLKOMNASTI HAR FRA Mandeville i—c3rsjc3(r3r-4 Ráðgjafi frá Mandeviiie of London verður þessa viku hér á landi á eftirtöldum stöðum: REYKJAVÍK: Rakarastofan Klapparstig, simi 12725, mánudag 4. maí, miðvikudag 6. mai, föstudag 8. maí. AKUREYRI: Jón Eðvarðs, rakarastofa, Strandgötu 6, simi 24408, þriðjudag 5. maí. KEFLAVÍK: Klippotek, Hafnargötu 25, sími 3428, fimmtudag 7. maí. Stærðir30—46. Verð aðeins kr. 86.- Liturbiár. Póstsendum. Laugavegi 13 Sími 13508

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.