Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 3
I DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. Enn um nýlist eða „geminga” ÞESSISTÓRIHÓPURIÐJULEYS- INGJA Æni AÐ SKODA ALVÖRULIST —allir biðu með eftirvæntingu,... síðan leysir Kjarval vind og segir innilega glaður: „Ah, þarna kom það” Ein sem gerir greinarmun á „gern- ingi” og gerningi skrifar: Það hefur verið mikið rætt og skrifað um þessa nútímalist sem kall- ast nýlist eða „gerningar”, og alltaf er það gaman að heyra í honum Jóni Jónassyni. En til að hella svolítið meira ofan í bakkafullan læk „gem- ingsins”: í staðinn fyrir hraðsuðuket- ii langar mig til að sjá allsberan ný- listamann standa grafkyrran á miðju gólfi þangað til það „sýður” upp úr honumH Þúsund kall fyrir þann „listamann” sem getur komið þessum „gerningi” i framkvæmd og það auðvitað fyrir framan sjónvarps- myndavél! Ég hef einnig heyrt um einn „gern- ing” Kjarvals, þegar hann stóð hreyf- ingarlaus í Pósthússtrætinu og horfði upp til skýjanna. Bráðum var fjöldi fólks kominn saman og stóð það hljóðlaust í kringum hann. Allir horfðu upp og biðu með eftirvænt- ingu að Kjarval útskýrði málið, eins og Ómar Ragnarsson. Allt í einu heyrist þegar Kjarval leysir vindinn og segir innilega glaður: „Ah, þarna kom það”, og fór sínaleið. En þegar ég er að hugleiða alla þessa „gerninga” nútimafólks (eins og þann sem var sýndur í vetur í ítölsku kvikmyndinni þegar ungur fjárhirðir úr ítalskri sveit meig á föð- urlandið sitt úr vörubíl) þá sé ég allt í einu Martein Lúther fyrir mér þegar hann reis einn upp á móti páfanum og negldi greinarnar sínar 95 upp á kirkjuhurðina í Wittenberg. Eða þegar ókunnugi maðurinn að nafni Jesús Jósefsson stormaði inn í helgi- dóm gyðinganna fyrir rúmum 2000 árum með svipu í hendi og rak alla þá út sem höfðu gert musteri Guðs að verzlunarhúsi. Er þetta ekki „gern- ingur” allra tíma að standa einn á móti klerkaveldinu í bænahúsi þeirra? Mikið iangar mig að sjá þetta meistaraverk meistarans endurtekið í mammonkirkjum nútimans. Hvar er sá „listamaður” sem þor- ir? P.S. En þegar verið er að taia um list sem iist þá ætti þessi stóri hópur iðju- leysingja að fara á safn Einars Jóns- sonar eða skoða verk eftir Michel- angelo, bara til að nefna tvo. Við kynnum þér Kenwood SigmaDrive, turbo hlaðm Hi-Fi. Pað sem er turbo fyrir bíla, er Sigma Drive fynr Hi-Fi hljómburð. Þetta er ný einstök Kenwood aðferð við að láta magnarann annast eftirlit með, og stjóma tónblæ hátalaranna. Aðferðin er í því fólgin, að á sama andartaki og magnarinn sendir frá sér rafboð til hátalaranna, nemur Sigma Drive hvemig þau birtast í þeim, gerir samanburð og knýr fram leiðréttingu til samræmis við upprunalega gerð þeirra. Þess vegna tengjast 4 leiðarar í hvem hátalara. ©KENWOOD T HIFI STEREO DRIVE NEW HI-SPEED KENWOOD SIGMA DRIVE er algjör stökkbreyting í gerð hljómtækja FREQUENCY CHARACTERISTIC AT SPEAKER INPUT SPEAKER SIGNAL INPUT SENSORCORD FREOUENCY |H*| Distortion characteristic between . . and narmal drive. Simplified block diagram of 51 Drive. FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670 Spurning dagsins Hvernig lízt þór á efnahagsaðgerðir rfldsstjórnarinnar? Sigurbergur Sverrisson vélstjóri: Mér lízt ekkert á þær, ég sé ekki að þær geri mikið gagn. Heigi Baldvinsson verkamaður: Ég hef nú lítið athugað þær. Er þetta ekki allt sami grauturinn? Páll Andreasson sjómaður: Ég hef litið athugað þær. Ég á ekki von á miklu. Ómar Asgeirsson nemi: Mér lízt bara vel á þær, eins og annað sem þessi rikis- stjórn hefurgert. Sigriður Reimarsdóttir húsmóðir: Mér lízt ekki ilia á þetta hjá þeim, ástandið getur ekki versnað. Guðmundur Fr. Guðmundsson lifeyris- þegl: Mjög vel, ég styð þá alveg.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.