Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 12
MMBIAÐIB frjálst, óháð dagblað Útgefandi: Dagblaflifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoflarrit8tjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Slmonarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aöstoflarfréttastjóri: Jónas Haraidsson. Handrft: Asgrfmur Pólsson. Htinnun: HUmar Karlsson. Blaflamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar HaRdórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefáosdóttir, Elín Albertsdóttir, Gtoli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Einar ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorri Sigurðsson og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorfeifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Droifingarstjóri: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Slflumúla 12. Afgroiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifslofur: Þverholti 11. Aðalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugorfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Bkeifunni 10. Askrif tarverfl á mánufli kr. 70,00. Verð í lausasölu kr. 4,00. Stálbræðsla eræskileg Horfur eru á, að stálbræðsla hefjist hér á landi að tveimur árum liðnum. Aðstandendur Stálfélagsins eru að reyna að safna 30 milljón króna hlutafé til að reisa verksmiðju til framleiðslu steypustyrktarjárns úr brotajárni. Ef alþingi samþykkir, verður hlutur ríkisins 40% eða 12 milljónir króna. Ein af hinum mörgu nefndum Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráð- herra skilaði meðmæltri skýrslu í vetur og leiddi hún til stuðnings ríkisvaldsins. Nefndin taldi, að verksmiðjan mundi geta skilað við- unandi arði og reynast nokkuð stöðugt fyrirtæki. Gerir hún ráð fyrir, að fjárfestingin skilaði sér á 15 árum og afkastavextir fjárfestingarinnar yrðu 8%. í þessum útreikningum er miðað við meðalverð inn- flutts steypustyrktarjárns síðustu tvö árin. í þeim inn- flutningi felast þó vaxandi undirboð af hálfu hins norska Elkem Spigerverket, sem er nær einrátt hér á markaði. Svo er nú komið, að norskt steypustyrktarjárn til is- lenzks heildsala, komið til hafnar í Reykjavík, er mun ódýrara en sams konar járn til norskra heildsala úti í Noregi. Enn aukin undirboð mundu valda íslenzka fyrirtækinu erfiðleikum. Annaðhvort tekst Norðmönnum að hindra byggingu íslenzkrar stálbræðslu eða þeir gefa eftir verulegan hluta markaðsins á íslandi. í báðum tilvikum munu þeir hætta undirboðum sínum, enda brjóta þau í bága við fríverzlunarsamninga. Forsvarsmenn íslenzku verksmiðjunnar hafa opin- berlega fullyrt, að hún þurfi enga vernd af hálfu stjórn- valda, ef hún fái að starfa við hliðstæð kjör og sams konar verksmiðjur erlendis. Þetta er mjög mikilvæg yfirlýsing. íslendingar eru þess áreiðanlega ófúsir að ríkisvaldið taki með verndarhendi þátt í atvinnurekstri, því að það leiðir skjótt til lélegrar stjórnar og lélegs rekstrar eins og venja er hjá opinberum fyrirtækjum. öðru máli skiptir, ef rikið leggur fram sitt hlutafé með því hugarfari, að það sé bara að taka þátt í arð- bærum rekstri, sem hafi umhverfisbætandi áhrif, auki atvinnu, spari gjaldeyri og flytji þekkingu inn í landið. Mörg sveitarfélög og stórfyrirtæki eru í vandræðum með að koma brotajárni í verð og losna við mengun- ina, sem því fylgir. Ekki er óeðlilegt, að þessir aðilar taki þátt í að koma á fót góðum kaupanda að þessu rusli. Þá eru seljendur rafmagns í vandræðum með mis- jafna orkunotkun. Þeir hefðu hag af að hjálpa til við að koma á fót viðskiptavini, sem getur notað hlutfalls- lega mikið rafmagn á sumrin, þegar meira en nóg er til afþví. Stálfélagið beitir óvenjulegum og ánægjulegum að- ferðum við söfnun hlutafjár. Innborgað hlutafé er lagt inn á verðtryggðan reikning. 96% af því verða svo endurgreidd, ef ekki tekst að safna nægu fé til að fara af stað. Þá er þess gætt í reglum, að við stofnfund séu inn- borgað fé og ógreidd loforð reiknuð samkvæmt þágild- andi lánskjaravísitölu. í verðbólgu er þetta nauðsyn- legt jafnréttissjónarmið, því að hlutaféð á að greiðast á tveimur árum. Bæði að þessu leyti og öðru hefur hingað til verið svo vel á máli þessu haldið, að ástæða er til að hvetja íslendinga til að leggja hönd á plóginn. Allir geta gerzt hluthafar. Kjallarínn DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ. 1981. Á árí fatlaðra er það markmiðið að tryggja jafnrétti þeirra við aðra þjóðfélagsþegna. Ár fatlaðra, til hvers? Kemur það einhverjum við? þingmaður stakk upp á fimm hundr- uð tollaeftirgjafarbílum og annar sex hundruð, (endanieg niðurstaða = fimm hundruð og fimmtíu) til ör- yrkja á ári fatlaðra? Hver veit hvort fimm hundruð og fimmtíu eru of há tala eða lág? En bílamálin eru bara lítið brot af lítilsvirðingunni, sem fötluðum hæfir að sýna á þessu margnefnda ári. Enginn spyr hvort blindir kæri sig að vera i slagtogi með hreyfihömluðum eða geðsjúkum, þegar upp skal fund- in heildarsamræming í málefnum fatlaðra og lög og reglugerðir þar um sett. Engar reglur, heldur efllilega afstöflu Til eru nokkurra ára gömul lög um forgang þeirra, sem notið hafa end- urhæfthgar, að öðru jöfnu, til opin- berra starfa. Allir vita hvernig þau lög eru í framkvæmd, eða nægir ekki að minna á blinda piltinn, sem við annan (blindan) mann sá um landsins fyrsta velheppnaða landshiutaút- varp? Hvað gerðist svo þegar hann sótti um starf við þá viröulegu stofn- un? Halda menn svo kannski að lög- gjöf sem skikkar atvinnurekendur tii að taka fatlaða f vinnu eftir ákveðn- um hlutföllum verki betur en reglu- gerð ríkisvalds, sem ekki fer betur eftir henni sjálft? Engar tilskipanir geta breytt neinu í þessum efnum. Aðeins jákvæð af- staða almennings til málefna fatlaðra getur haft varanleg áhrif. Ekki já- kvæð afstaða af því taginu að sjálf- sagt sé að þingmenn samþykki nokk- urra milijóna hærri fjárframlög til þjónustu við fatlaða, heldur sú af- staða að fatlaðir séu jafn eðlilegur hluti heildarinnar og þú og ég, herra Almenningur. Ef það tekst ekki, þá getum við allt eins saltað þetta ár fatl- aðra strax, rétt eins og öll hin, kvenna, trjáa og hvað þau nú hétu, árináundan. Eyjólfur Melsted aðstoðarforstjóri Kópavogshælis. dfc „Engar tilskipanir geta breytt neinu í w þessum efnum. Aöeins jákvæö afstaöa al- mennings til málefna fatlaðra getur haft varan- leg áhrif.” Má óg ekki vera stikkfrí? Vart hefur það farið fram hjá neinum að árið 1981 er helgað mál- efnum fatlaðra. í öllum aðildarlönd- um Sameinuðu þjóðanna skal svo vera og þess vænst að tii hagsbóta geti orðið fyrir þá sem við fötlun búa. íbúar lands eins og íslands, sem telur sig velferðarriki, geta að vonum spurt. Á þetta eitthvað við okkur? Er ekki ailt i stakasta lagi hér? Sjá ekki Tryggingarnar um þetta? Jú, það vantar að visu sundiaug við stöku stofnun, en þvf hlýtur að verða kippt I lag, nú á ári fatlaðra, eða til hvers skyldi það annars vera? Til hvers annars eru þeir, allir þessir fræðing- ar, en aö sjá um þessi mál og að sjá um að ég, herra Almenningur, geti verið stikkfri. Eða í hvað fer þessi stóri hluti skattanna minna, sem ég borga án þess að mögla? Þetta hlýtur jú að vera kerfisins mál, eða til hvers er kerfið annars? — Má ég, herra Al- menningur, ekki fá að vera stikkfrí? Ég kýs menn á þing og í sveitarstjóm- ir og það eru embættismenn til að sjá um þessa hluti, og basta. Svarið er einfalt, Nei, herra Al- menningur, í okkar leik er ekkert stikkfrí. Og slikt hefur sem betur fer aldrei verið til á íslandi. Þegar á þjóðveldisöld náði framfærsluskyld- an jafnlangt og erfðarétturinn, í fimmta lið. Fötluðum voru þá þegar tryggð ákveðin réttindi. Léki i þann tíð vafi á hvort einhver væri, fyrir vitsmuna sakir, fær um að taka við arfi, skyldi sá hinn sami gangast undir próf, sem fólst f þvf að leggja trogsöðul á hross. Stæðist viðkom- andi ekki próftð skyldi honum feng- inn forráðamaður, sem sæi um að koma arfahlut hans, jafngóðum, i Eyjólfur Melsted hendur erfingja að honum gengnum. — En svona gengur þetta ekki nú. Þjóðfélagiö er margfalt flóknara en þá. Nú er þetta vandamál. Vanda- mél, sem til þess hæfir menn eiga að leysa og siðan kemur þetta ekki öðrum við. Eða hvað? Hvers vegna fimm hundruð og fimmtíu? Þessi skoðun, herra Almenningur, er akkúrat sú sem ekki á við. Það varðar ekki einungis til þess kjörna fulltrúa og embættismenn hvernig málum fatlaðra er háttað. Og hver segir svo sem að þeir einir hafi rétt fyrir sér, að ekki sé minnst á, hvort hinn fatlaði sé spurður, þegar hlutast á til um málefni hans. — Voru til dæmis fatlaðir spurðir þegar einn

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.