Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. 13 ,,H ........ Búrfellsvirkjun ogfyrstu samningamir við ÍSAL Ámi Grétar Finnsson, hæstaréttar- lögmaður og meðlimur stjómar Landsvirkjunar, skrifaði grein 1 Morgunblaðið 11. april og rekur gang mála. Orðrétt segir þar: „Byggingarkostnaður Búrfellsvirkjunar Þegar rætt er um Búrfellsvirkjun og stofnkostnað hennar, þá em þar meðtalin, auk virkjunarinnar sjálfr- ar, vatnsmiðlun i Þórisvatni, tvær háspennulinur frá Búrfelli til Reykjavíkur, spennistöð við Geitháls og gasaflstöð í Straumsvik. Stofn- kostnaður allra þessara mannvirkja varö um 70 milljónir bandarikjadala. Samkvæmt áætlun, sem verkfræði- deUd Landsvirkjunar hefur gert, myndi byggingakostnaöur þessara mannvirkja, ef reisa ætti þau i dag, nema um 270 milljónum bandaríkja- dala. Miöað við verðbólgu mældri i visi- tölu byggingarkostnaðar í Bandaríkj- unum frá því Búrfellsvirkjun var byggð og fram til ársloka 1980, sam- svara 70 milljónir dala nú um 180 milljónum dala. Sé tekinn byggingar- kostnaður Búrfellsvirkjunar, svo sem hann myndi verða í dag, 270 milljónir dala og frá honum dreginn bygging- arkostnaður 180 milljónir dala, i samræmi við þær hækkanir sem orðið hafa á þessum tíma í Banda- ríkjunum, þá kemur í ljós að hreinn hagnaður íslenzku þjóöarinnar af þvi einu að hafa byggt Búrfellsvirkjun á sínum tima er um 90 milljónir dala. Skýringar á þessu eru meðal annars þær miklu hækkanir, sem orðið hafa á oliu og vöxtum á lánum á þessum tíma.” Svo ber þessi stjórnarmaður Landsvirkjunar sér á brjóst og lýsir því yfir, hvilíkt happ það hafi verið islensku þjóðinni að byggja Búrfells- virkjun á sínum tíma, á þvi hafi þjóðin hagnast um $90 millj. Nei, Árni, undir þáverandi stjóm Landsvirkjunar tapaði þjóðin þessari upphæð. Þetta snýst allt i kollinum á þér. Á þáverandi verðgildi skv. út- reikningum Landsvirkjunar má deila í þessar $90 m. með 3,86 og fást þá $23,3 m. í útreikningum mínum hér á eftir fæ ég sömu upphæð, en tap i stað gróða. Ef þinir útreikningar væru réttir, væri hagur þjóðarinnar ekki betri, ef byggingarkostnaður stórvirkjana vex svona ört hér, eöa 50% hraðar en í U.S.A. eða almennt erlendis. Hvemig má skýra þennan mikla mis- mun, og hvaða afleiðingar hefði hann? Söluverð rafmagns frá BúrfeUi var áætlaður árlegur fjármagnskosm- aður (afborganir og vextir) auk 1% af byggingarkostnaði fyrir stjórnun, gæslu, viðhald og eftirlit. Ef byggingarkostnaöur vex hér 50% hraðar en i U.S.A. þurfum við einnig 50% hærra verð fyrir rafork- una og verðleggjum okkur þá fljótt út úr heimsmarkaðsverði og stóriðju- draumum. Ástandið er ekki slikt. Sennilega er byggingarkostnaður hér- lendis í reynd álika og i U.S.Á. eða jafnvel lægri. ísland er ekki hálauna- svæði. Aukning byggingarkosmaðar hér felst i vaxandi álögum rikisvalds- ins. Viðvikjandi áætluðum bygging- arkostnaði Búrfellsvirkjunar tek ég hér orðrétt upp úr Morgunblaðinu 2. apríl 1966: „Stofnkostnaður Tilboð hafa nú borizt i byggingar- vinnu við virkjunina, vatnshverfla og rafala og er þar allur kostnaður með- talinn, nema sá kostnaður, sem um getur i lið b) i efirfarandi töflu. Taflan sýnir nokkra sundurliðun á áætluðum stofnkostnaði, án vaxta á byggingartíma. Stofnkostnaður 105 MW Búrfellsvirkjunar (mlllj. kr.) 1. Aflstöð. a) Byggingarmannvirki, stíflubún- aður, lagnir, flutningsgjöld, fluming- ur, túrbínur, lokar, rafalar, niður- setning véla og tækja, prófanir o.fl. Tilboð.......................808.0 Vegir og brýr ofan Ásólfsstaða............. 11.5 Undirbúningskostnaður .... 39.5 TilboðLokið 859.0 b) Kosmaður helztu tækja i spennistöð og vegna rafbúnaðar o.fl. komin á hafnarbakka hér, verk ofan Búrfells (ótalin í lið a), ibúðarhús og helmingur kostnaðar viðþjóðvegj................103.5 Áætlun 962.5 2. Aðalorkuveita.............138.5 3. Stjórn, skrifstofa, eftirlit, verkfræðiþjónustao.fl........116.5 * 1217.5 4. Ófyrirséð.................137.0 1354.5 Kjallarinn Birgir Frímannsson Um 15% af heildar-stofnkostnaði verður háður launum samkvæmt kjarasamningum, en annar kosm- aður verður á föstu verði. Siðari stigin áætlast á samtals 305.5 millj. kr. og er reiknað með að fram- kvæmdir verði samhangandi á árun- um 1970—1975. Miölunin i Þóris- vatni áætlast með 4. eða 5. vél, eftir þvi hvað reynslan segir til um. Alls áætlast þvf 210 MW virkjun án vaxta á byggingartima á 1660 millj. kr. að meðtalinni aðalorkuveitu til Reykja- víkur og álbræðslu við Straumsvík. Rekstrarkostnaður, þ.e.a.s. stjórn, gæzla, viðhald og eftirlit, áætlast á 14.5 millj. kr. á ári fyrir 105 MW byrjunarstigið og 18.0 millj. kr. á ári eftir fullvirkjun. Varastöðvar. Reiknað er með einni 20 MW gas- túrbínustöð með fyrsta virkjunarstigi Búrfellsvirkjunar og annarri jafn- stórri til viðbótar með siðari stigum. Stofnkostnaður þessara tveggja stöðva áætlast samtals 120 millj. kr. og byggjngartiminn er aöeins örfáir mánuðir.” Hér er byggingarkostnaður reikn- aður i islenskar gamlar krónur 1660 milljónir, auk 120 millj. fyrir vara- stöðvar i Straumsvík. Samtals eru þetta 1780 miUjónir á gengi 43 kr/$, eða áætlun uppá $41,4 mUlj. Vexti á byggingartima hefi ég áætlað $5,3 mUlj. og heildarkostnaö skv. áætlun $46,9 mUlj. Ég vísa enn orðrétt í Morgunblaðið 2/4 ’66 um skoðun Landsvirkjunar þá á réttmæti þessarar áætlunar: „f fyrsta lagi er sú áhætta, sem i þvi er fólgin, að bygging virkjunar- innar reynist dýrari en áætlanir hafa gert ráð fyrir. Segja má, að þessi áhætta sé nú svo að segja úr sögunni, þar sem þegar hafa borizt tUboð í byggingarmannvirkin og nokkrar aðalvélar orkuversins, og eru þessi tilboö að mestu leyti föst, jafnvel þótt verðlag breytist. Engu að siður er gert ráð fyrir verulegum fjárhæð- um vegna ófyrirséðra útgjalda, svo að hér er eins vel um búið og hægt er áþessu stigi málsins.” Hvemig má það vera, að þessi heildarkostnaður vex úr $46,7 í $70,0 mUlj. eða um $23,3 millj.íÞessi aukn- ing, sem að óverulegu leyti var cfnis- kostnaður, veldur því að fastir liðir í erlendum gjaldeyri, sem voru 85%, falla niður í 50%. Þess vegna verða útreikningar Landsvirkjunar í nú- virði BúrfeUsvirkjunar svona háir og að minu mati rangir, því forsendur erurangar. Mínir útreikningar, miðaðir við tU- boð sem áttu að standast, sýna nú- virði Búrfellsvirkjunar ca $220. mUlj. Ef ekki hefði komið tU stóraukin skattinnheima rikissjóðs frá 1966, reiknast mér til að núvirði BúrfeUs- virkjunar sé vel undir $180 millj. sem er núvirði i U.S.A. skv. athugun Landsvirkjunar. Mismunurinn fer í skattahítina og eykur rafmagnsverð yfir 45% með verðjöfnunargjaldi. Söluskattur kemur svo aukalega. Þaö væri verðugt verkefni fyrir Lands- virkjun aö upplýsa hve mikill hluti ríkissjóðs er nú af stórvirkjunum og hve mikið það hlutfall hefur aukist frá 1%6. SennUega er það rikisleynd- armál. Ekki fær rikissjóður minna en 30%—40%, sennUega mun meira. Söluskattur og verðjöfnunargjald o.fl. er um 50%. Ekki borgar ÍSAL slik gjöld. Álag rikissjóðs á almenn- um markaði er yfir 100% af bUum og af ýmsum innflutningi allt að 275%. Af gosdrykkjum yfir 100%, af bens- ini 127%. Svona mætti lengi telja upp brjálæðislega skattinnheimtu, sem almenningi er talin trú um að sé gert fyrir heildina og margir trúa. Haakkun byggingarkostn- aðar úr ca «50 í $70 millj- ónir Hvemig getur það átt sér stað.að tUboð $46,7 miUj. verður i reynd $70,0 miUj. eöa $23,3 millj. hærra semer 50%? Við skulum lita til byrjunar verks- ins. TUboö i byggingarhlutann (með 50% öryggisálagi á vinnuUöum skv. útboðslýsingu) er talið hjá þér 808 miUj. króna eða þá $ 18,79 millj. TUboðln sem bárust voru eftlrfar- andi: Fosskraft h/f (PhU &Sön, Alm. byggingarfél. h/f, Sentab A/B)..........$14,98 millj. Dumez, Frakklandi (Verkh/fvarmeð 33%) $15,80mUlj. A&B, Belgia..........$15,81 miUj. HöjerEUefsen, Höjgaard ASchultz, Verkh/f.. .. $20,15mUlj. Finnsk verktaka- samsteypa............$22,38 millj. Skanska Cementgjut- eriet, Svíþjóð.......$23,88 millj. Hochtief, Stabag, Véltækni h/f..........$28,12miUj. Landsvirkjun vildi endilega taka tilboði Fosskraft h/f, þótt vitað væri að bæði Frakkar og Belgíumenn væm i reynd meö lægra tilboð vegna margvislegra fyrirvara Fosskraft. 1 reynd var samið við Fosskraft skv. Morgunblaðinu 2/4 ’66 um kr. 808 mUljónir eða $18,79. Að vísu var stöðvarhús steypt, en það munaði ekki $3 miUj. Fosskraft taldi sig geta gert það með Utlum aukakostnaöi. „Dumez” og „A&B” var ekki boðið að breyta sinum tilboðum þannig, enda andstætt reglum Alþjóðabank- ans, en þar sat i stjórn VUhjálmur Þór, hluthafi i Almenna byggingarfé- laginu h/f. í stjórn Landsvirkjunar voru þá auk Jóhannesar Nordal 3 sjálfstæðis- menn, 1 framsóknarmaður, 1 al- þýðuflokksmaður og 1 frá Alþýðu- bandalaginu. Sá síðastnefndi hafði persónulegar ástæöur tU þess að vera ánægður með gang mála, þótt hann hafi vafalaust vitað betur. Mér fmnst Landsvirkjun hafa brotið hefðir, reglur og siðferði um meðferð alþjóðlegra útboða og mun sendiherra Belgíumanna hafa borið fram hörð mótmæU við Alþjóöa- bankanna og Frakkar vafalaust stutt hann. Þegar svo augasteinar ykkar, PhU og Sön og Almenna byggingarfélagið h/f fóru halloka og A.B. h/f og Sentab A/B urðu gjaldþrota í lok verksins, þá var þeim hjálpað yfir öll mörk velsæmis. Staða sú sem þið höfðuð komið ykkur i var að vísu erf- ið, gjaldþrot á verktíma hefði kostaö seinkun verksins og hugsanlegar skaðabætur af hendi ÍSALs, senni- lega hefði kostnaöur stóraukist, nema ákvörðun hefði verið tekin snemma, og endalaus málaferU, sem hefðu bundið ykkar toppmenn í rétt- arsölum næstu árin, þegar þeirra var þörf við undirbúning Þórisóss og Sig- öldu. Hvernig Phil & Sön slapp við gjaldþrot er efni í aðra blaðagrein. Nú voru góö ráð dýr, aukareikn- ingar voru framleiddir á færibandi og margir fáránlegir. Almenna bygging- arfélagið h/f lánaði í upphafi verks- ins $2,5 millj. tU tækjakaupa, eöa 107,5 millj. krónur. Upphæðin var reiknuð tU endurgreiðslu síðar, þegar gengi doUarans hafði breyst úr 43,00 í 88,00 kr /$ meö sömu krónuupphæð eða $1,22 millj. Þar töpuðust $1,28 mUlj. og væntanlega vextir að auki. Fosskraft h/f þóttist ekki hafa gert ráð fyrir mannaflutningum milli Reykjavíkur og BúrfeUs, en fengu þó tilboð fyrir opnun tilbo^t, t.d. hjá Landleiðum h/f, ennfremur kom tU staðaruppbót, sem alUr aðrir virtust hafareiknað með. Eftir nákvæma úttekt lögfræðinga greiddi Landsvirkjun þetta aukalega. Svona gekk þetta tU í þaö óendanlega og heildarniðurstaða eftir þvi. Sambærilegt uppgjör Landsvirkj- unar við ístak h/f (PhU&Sön) vegna hluta þeirra við Þórisós var tUboð 71 miUjón krónur, greiðslur 142 mUlj. krónur auk vaxta og gengisbreytinga. Svipuð hlutföU. Ástœðan fyrir lágu raf- magnsverði til ísal Ástæðan er nú augljós. Verkið er áætlað á $46,7 millj. og samningar við ísal byggðir á þeirri áætlun. Þegar svo allt fer úr böndum og byggingarkostnaður og rafmagns- verð hækkar um 50% og reyndar meira, ef viðbótarlán eru óhagstæð- ari. Þennan mismun og mistök Landsvirkjunar varð siðar öll þjóðin að borga, en isal hafði fastan samn- ing fyrir helming verksmiðju sinnar. Stjórnmálamenn bera enga ábyrgð, þótt þeir telji sjálfir annað, og trúverðugir eru þeir sjaldnast, sér- lega ekki i margra flokka stjóm. Krafla er ekkert einsdæmi um hvernig_ fer þegar stjórnmálamenn stjórna framkvæmdum. Það veit öll þjóðin, en fær engu breytt. Hæfi- leikamenn gefa sig heldur ekki að stjómmálum. Sem dæmi um vinnubrögð stjóm- málaflokka má nefna að Framsókn- arflokkurinn kaus bændahöfðingj- ann Þorstein frá Vatnsleysu i stjórn Landsvirkjunar, væntanlega af þvi aö röðin var komin aö honum að fá góðan bitUng. Hann talaði ekki ensku. Flest mál fóru fram á ensku, oft hátæknileg. Sagt var að stjórnar- menn þyrftu að skilja öU skjöl eftir i sérstökum skápum og máttu ekki taka með sér. Þannig vissi Framsókn- arflokkurinn aldrei nákvæmlega hvað gerðist við BúrfeU, þótt flokk- urinn bæri sina ábyrgð. Þeir voru jú búnir að semja fyrirfram um þetta allt við Sjálfstæðisflokkinn og vildu kannski ekkert vita um eftirleikinn. Síðan sendu þeir annan bændahöfð- ingja í stjórnina og loks Einar Ágústsson fyrrv. ráðherra, þegar þeir vildu fara að fylgjast með Sigöldu og Hrauneyjafossvirkjun. Mér virðist i skrifum þínum, Árni, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki heldur verið sérlega heppinn með val manna í stjóm Landsvirkjunar. Síð- an kom Sigalda og öll málsmeðferð Landsvirkjunar þar. Þar mátti standa örðuvísi að hlutunum, ef menn hefðu haft bein í nefinu. Þar mátti einnig spara stórfé. Lœgstbjóðandinn „Dumez" Ég held þú hafir með skrifum þinum beinlinis sannað mistökin við Búrfell. Ef „Dumez” hefði fengið verkið er ég sannfærður um að heild- arkostnaður hefði ekki farið yfir $50 millj. og samningarnir við ísal reynst eins og til var stofnað. ,,Dumez” átti engan pólitískan stuðning hér, en fimm milljóna verðtrygging og hið góða nafn fyrirtækisins á alþjóða- vettvangi, sem þeir vildu ekki setja í áhættu fyrir tiltölulega lítið verk, þar sem Alþjóðabankinn var aðili, hefði tryggt framgang mála skv. tilboði. Velta „Dumez” var þá meiri en fjár- lög islenska rikisins. Fé gátu þeir lán- að okkur og verktækni Frakka frá- bær, ef um góð fyrirtæki var að ræða. Frakkar stjórnuðu t.d. bygg- ingu neðanjarðarbrauta Moskvu, sem voru stolt Rússa. Dumez voru lægstbjóðendur i geysistórt verk í Suður-Afríku og ætl- uðu að kaupa geysimikinn tækjakost frá U.S.A., nota tækin við Búrfell á mun styttri verktima en varð, og flytja síðan tækin áfram til S-Afríku. Þar sem krafist var „Low Alkali” innflutts sements var reiknað með að byggja sementsmyllu við Hafnar- fjarðarhöfn og fékk firmað vilyrði fyrir lóð á þeim slóöum sem Bifröst var. Einnig hefði verið byggt sementssiló, bilavigt og útilager fyrir innfluttan „klinker” sem síðan mátti nota eftir hendinni og bæta i 4-6% gipsi. Einföld framkvæmd. Þannig hefði sparast keyrsla fyrir Hvalfjörð. Mannvirkið hefði siðan Verk h/f keypt og þar með skapaö möguleika á ódýrum flutningi sementsklinkers í stórum skipum til Hafnarfjarðar. Hafnfirðingar hefðu haft af þessu drjúgar tekjur og góða vinnu fyrir nokkra menn. Reykjavíkursvæðið hefði fengiö betra sement. Fyrir hvern varstu eiginlega að vinna, Árni? Ekki fyrir þjóðina, ekki fyrir umbjóðendur þina, Hafnfirð- inga, tæplega fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, nema kannski flokkseigendafé- lagið. Var þetta bara vinna fyrir Phil & Sön og Almenna byggingarfélagiö? Svona vinnubrögð eru fræg hjá þjóð- inni og skapa skömm og áhugaleysi á stjórnmálum, þvi oft vita stjórnmála- menn tæpast fyrir hvern þeir eru að vinna. Birgir G. Frimannsson verkfræðlngur. Stiflan viö Búrfell er sérstæð, ekki sizt vegna turnsins fyrir vaktmenn sem fylgjast með ismyndun.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.