Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR4. MAÍ 1981. 19 ÞYRLA VL TIL HVERA- VALLA MEÐ LÆKNI — húsfreyjan á hálendinu skarst illa og var gert að sárum hennar meðan þyrlan beið Húsfreyjan á HveravöUum, sú sem sér um veðurathuganir á hálendinu ásamt manni sínum, skarst illa á höku I fyrradag. Þótti ástæða til að fá lækni flugleiðis eða flugvél til að koma kon- unni til lækna. Kom beiðni um slíka aðstoð til SVFÍ kl. 23.30 i fyrrakvöld. Hannes Hafstein framkvæmdastjóri Rífandi tekjur f páskaleyf inu Síðan aðfaranótt -sumardagsins fyrsta hefur gert grátt í rót hér á Eski- firði á hverri nóttu og með þvi frost. f fyrrinótt brá svo við að frostlaust var. Fyrir sumardaginn fyrsta hafði verið sannkallað Mallorka-veður hér í tæpar fjórar vikur. Nú má búast við alveg sérstaklega góðu sumri, eftir kenningu eldra fólksins, því nú frusu saman vetur og sumar. Þessi kenning reyndist gamla fólkinu alveg örugg og óbrigðul. Mikið hefur verið um fermingar- veizlur á Eskifirði og Reyðarfirði siðustu daga, mikill og flottur matur og kaffiborð með snittum, gerðum af Strandakonu búsettri á Reyðarfirði. Hálfsmánaðar páskafrí var hjá grunnskólanum á Eskifirði. Fjórtán og fimmtán ára nemendur unnu stanzlaust allan þennan tíma að undanskildum föstudeginum langa og páskadegi. Höfðu þau frá rúmlega 1500 krónum upp i 2800 krónur fyrir vinnu sína hvora vikuna enda alltaf unnið til kl. ellefu og tólf á kvöldin. Mest var unnið hjá minni fyrirtækjunum. Stórir skreiðarhjallar hafa verið settir upp á síðustu vikum. Þeir eru nú orðnir yfirfuUir og alltaf verið að bæta við hjallana jafnóðum og fiskurinn berst að landi. Skólapiltar, sem verið hafa í Reykjavík í vetur, komu heim í páskafriinu og fóru á togarana hér og höfðu frá sjö og upp í þrettán þúsund krónur fyrir tæpa fimm sólarhringa. Geri aðrir betur! -Regína, Eskifirði. Stóð í björtu báli er að var komið — gamall sumarbústaður við Rauðavatn brann Sumarbústaður við Rauðavatn stóð í björtu báli er slökkvUiðsmenn komu á vettvang á laugardags- morguninn. Barst þeim tUkynning um brunann kl. 8.20 um morguninn en þá var tekið að loga vel í húsinu. Það var alelda er að var komið og slökkvistarf þá í raun óvinnandi. Hér var um gamalt hús og lélegt að ræða. Þarna var ekki búið og húsið alllengi verið mannlaust. Ekkert er enn vitað um eldsupptök. Þarna var rafmagn lagt heim en engar tUgátur lágu fyrir um að það gæti verið orsök eldsins. Vegarlaust var að húsinu og þar sem bruninn var svo langt kominn er aö var komið var tækjum ekki beitt í foraðið heldur slökkt í rústum hússins með léttari tækjum. -A.St. kvaðst hafa leitað til varnarliðsins með beiðnina því þyrla Landhelgizgæzl- unnar er nú ekki tUtæk. Bandaríkjamennirnir voru komnir í loftið um kl. eitt um nóttina og var læknir frá sjúkrahúsinu í Keflavík með í ferðinni. Fjórir vélsleðamenn sem staddir voru á Hveravöllum lýstu upp lendingarstað fyrir þyrluna. Læknir saumaði saman og gerði að sárum húsfreyjunnar. Frá HveravöUum var svo haldið kl. 3.20 i fyrrinótt og lent rúmlega 4 um morgun- inneftirvel heppnaðaför. -A.St. Það virðist œtla að verða einhver bið á að vorið sýni sig fyrir alvöru — veðurstofan spáðiþví a.m.k. ígœr að heldur myndi kólna um ailt land í dag. Það breytir þó ekki því að þar sem nýtur sólar er oft hlýtt, eins og hjá þessari skólastúlku I miðborg Reykjavíkur. DB-mynd: Einar Ólason. SPORT SKÓR MJÖG GOTT VERÐ. AÐEINS KR. 159.- LITUR: LJÓS STÆRÐIR: 35-46 PÓSTSENDUM SftÆM SIMI LAUGAVEGI 74 17345 Angi af þjófafélagi handtekinn íÁrbænum —tveir ungir menn höfðu þar brotizt inn í íbúð og játuðu aðild að mörgum fleiri íbúðaþjóf nuðum Upphringing athuguls ibúa 1 Árbæjarhverfi til lögreglunnar Ieiddi á laugardagskvöldið til handtöku 15 og 16 ára pilta sem nánast voru staðnir að innbroti og stuldi 1 ibúðar- húsi. Við yfirheyrslur hafa piltamir játaö mörg önnur innbrot i fbúðir og ýmsa stuldi, oftast á gjaldeyri og áfengi en jafnframt ýmsu öðru. PUtamir voru um síðir afhentir rannsóknarlögreglu ríkisins en þá lá alUjóst fyrir að fleiri piltar á líku reki væru bendlaðir við ýmsa aðra þjófn- aði. Er hugsanlegt að þessi handtaka f Árbænum upplýsi ótal ibúðaþjófn- aöi í Árbæ, Breiðholti og víðar og þama hafí náðst i anga aUviðtæks „þjófafélags”. Þegar pUtamir tveir voru teknir höfðu þeir á flótta varpað frá sér vínföngum sem þeir höfðu þá nýlega stoliö. Hinum athugula Árbæjarbúa fannst ungUngarnir grunsamlegir i framkomu og kom rækilega í ljós að gmnur hans var réttur. -A.St. DREGID AMORGUK Dregið í 1. fl. á morgun kl. 6.00. Aðalumboðið Vesturveri opið til kl. 7.00 í kvöld. Nokkrir lausir miðar enn fáanlegir. Miði er möguleiki. DÚUM ÖLDRUDUM AH YGGJUL AUST ÆVIKVÖLD g

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.