Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 32
diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Siinilas fijálst, nháð dagblað MÁNUDAGUR 4. MAl 1981. Ökklasnjórá Hellisheiði Sumardekk bifreiða reyndust heldur illa í morgun á Hellisheiðinni. Þar hafði kyngt niður snjó í morgunsárið og var ökkladjúpur snjór á heiðinni er umferð hófst. Lentu ýmsir í basli en munu þó hafa komizt leiöar sinnar um síðir. - A.St. Fatlaöir: Hópur fatlaðra svo stór hópur fatlaðs fólks þátt í kröfugöngu dagsins. DB-mynd Bjarnleifur. NORRÆNA TRIMMKEPPNIN KOMIN í FULLAN GANG Norræn trimmkeppni fatlaöra hófst af fullum krafti að morgni 1. maí. Þá um morguninn safnaðist hópur fatlaðs fólks saman við hús Sjálfsbjargar í Reykjavík að Hátúni 12. Þar hleypti framkvæmdastjóri keppninnar hér á landi, Sigurður Guðmundsson skóla- stjóri, keppninni af stokkunum. Að þvi loknu hófu hinir fötluðu keppnina, sumir fóru gangandi og á hjólastólum hringferð um næsta ná- grenni, blindir voru þarna mættir með tveggja manna reiðhjól og enn aðrir fengu sér sundsprett i hinni glæsilegu sundlaug Sjálfsbjargar. Alla helgina var mikið um að vera hjá fötluðum og sagði Sigurður Magnússon formaður íþróttasambands fatlaðra í morgun að margir sýndu þessu mikinn áhuga. -JR. Síðasta vika vertíðar Síðasta vika vertíðar er gengin í garð en þessi vertið mun vera sú bezta í ára- raðir. Síðasti dagur vertiðarinnar er á föstudag og verður væntanlega haldið upp á það með tilheyrandi húllumhæi. Gífurleg spenna hefur ríkt meðal sjó- manna um hver verði aflahæstur og er keppnin aðallega á milli Eyjabáta og báta úr Þorlákshöfn. Ragnar Sigurjónsson ljósmyndari DB i Vestmannaeyjum tók þessa mynd er MB Þrasi var að koma í land á hand- lensinu með 2,2 tonn. Eyjamenn muna ekki annan eins afla og allir hafa nóg að gera þar þessa dagana. í Vest- mannaeyjum mun Þórunn Sveinsdóttir vera aflahæst og Suðurey kemur þar fastáeftir. -ELA. Fangi á Litla-Hrauni leitar til Jaf nréttisráðs: Telur kvenfanga njóta óeðlilegra forréttinda —tvær mæður í fangelsi á Akureyri fá að fara mánaðarlega í helgarheimsókn tilbamasinna „Já, það er rétt að einn fangi á Litla-Hrauni hefur skrifað Jafnréttis- ráði og sótt um leyfi til að heimsækja barn sitt mánaðarlega,” sagði Þor- steinn Jónsson í dómsmálaráðuneyt- inu, þegar hann var spurður hvort það hefði við einhver rök aö styðjast aö fangar á Litla-Hrauni heföu kvartað yfir þvi að kvenfangar í Akureyrarfangelsinu hefðu rýmri bæjarleyfi en þeir. Er sagt að þeir Litla-Hraunsmenn telji kvenfangana njóta óeðlilegra forréttinda og kalli þá í daglegu tali „drottningarnar”. Þorsteinn Jónsson staðfesti að tvær konur sem eru 1 afplánun á Akureyri fái að fara suður mánaðarlega til að heimsækja börn sín. „Þetta er fyrst og fremst gert meö tilliti til barnanna, sem ekki eiga auðvelt með aö heim- sækja þær fyrir norðan,” sagði hann. „Afstaða er tekin einstaklings- bundið i hverju tilfelli og það fá ekki allar mæður að fara sem sækja um það.” Að lokum sagði Þorsteinn aö ástæður fangans á Litla-Hrauni væru á engan hátt sambærilegar við ástæð- ur „drottninganna”. Þær hefðu for- ræði barna sinna og börnin hefðu bú- ið hjá þeim þangaö til þær hefðu farið í fangelsið. En Litla-Hrauns- fanginn hefur ekki forræði barnsins og var raunar aldrei giftur móður þess en þau voru í sambúð um og eftir það aö bamið fæddist. Jafnréttisráð hefur beðið eftir urri- sögn dómsmálaráðuneytisins en mun nú afgreiöa málið mjög fljótlega. „Aðbúnaður í fangelsunum virðist ólikur, til dæmis er engin aðstaða til menntunar hjá konunum, en að sjálf- sögðu á jafnrétti að rikja innan fang- elsanna eins og annars staðar,” sagði Guöriður Þorsteinsdóttir formaður ráösins við DBI morgun. -IHH. Öldruð hjón misstu allt sitt í annað sinn í bruna: „Treysti mér ekki til að byggja allt upp í þriðja sinn” segir Magnús Halldórsson bóndi áð Ketilsstöðum „Ég tók við öllu í niðurníðslu að Ketilsstöðum árið 1930. Það má því segja að ég sé búinn aö byggja þar upp tvisvar sinnum og nenni ekki að gera það i þriðja skiptið. Enda er ég orðinn gamall og ekki alveg hraustur, svo að ég treysti mér ekki til þess,” sagði Magnús Halldórsson, 76 ára gamall bóndi á Ketilsstöðum 1 Hvammssveit i Dalasýslu, er blaða- maður DB ræddi við hann í morgun. tbúðarhúsið aö Ketilsstöðum brann til kaldra kola á fimmtu- daginn. Engu tókst að bjarga. Fyrir nokkrum áratugum gerðist það einnig að brann ofan af Magnúsi og Láru konu hans. Þau hjónin voru heima við á fimmtudaginn er eldur- inn kom upp hjá þeim og ellefu ára gamalt barnabarn þeirra. Eldsupp- tökin voru i rafmagni. „Já, ég býst við að bregða búi úr þessu,” sagði Magnús i samtalinu við blaðamann i morgun. „Ég er með um 170 kindur og nokkra hesta.” Magnús dvelst nú hjá Guðmundi bróður sinum i Magnússkógum. Það var um hádegisbiliö á fimmtu- daginn, sem eldsins varð vart í íbúð- arhúsinu að Ketilsstöðum. Slökkvilið Dalasýslu, sem staðsett er i Búðardal, um 35 —40 kilómetra i burtu, var komið á staðinn um klukkan hálfeitt. Þá var svo mikill eldur í húsinu aö ekki varð við neitt ráðið. Vatnsöflun gekk einnig fremur erfiðlega. Dæla varð sjó nokkra vegalengd upp brekku. íbúðarhúsið var forskalaö timburhús, um tuttugu ára gamalt. Meðan slökkviliðið var að störfum á Ketilsstöðum kom upp eldur i Kjöt- pokaverksmiðjunni í Búðardal. Húsið var mannlaust er kviknaöi i. Fyrir hreinustu heppni áttu menn erindi þangað og urðu þeir varir við eld í kyndiklefa fyrirtækisins. Þeim tókst að ráða niðurlögum hans með handslökkvitækjum. Skemmdir urðu engar. - ÁT / Anna, Búflardal. Auknar niðurgreiðslur: Mjólkin lækkar um 15 aura — kjötið um 75 aura Verð á nokkrum landbúnaðarvörum lækkar í dag vegna ákvörðunar ríkis- stjómarinnar um auknar niðurgreiðsl- ur. Þannig lækkar kartöflukílóið um 45 aura, skyrið um 1,50 kilóið, smjör- ið um 2 krónur og 5 aura kílóið, 1. flokkur af kindakjöti um 75 aura og mjólkin um 15 aura lítrinn. Að öllu óbreyttu heföi verðið haldist óbreytt nema verð mjólkur sem heföi hækkað. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hversu lengi þetta nýja verð verður i gildi en ekki þykir óliklegt að það verði fram eftir árinu. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.