Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 9
9 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. Erlent Danir tapa 360 milljónum á viku vegna verkfalls starfsmanna sláturhúsanna: JÖRGENSEN ER VANDIÁ HÖNDUM Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur kallað ríkisstjórn landsins saman til skyndifundar í dag til að ræða hugsanlegar aðgerðir stjórnarinnar til aö binda enda á verk- fall starfsmanna i sláturhúsum lands- ins. Verkfall þetta hefur þegar staðið í tólf daga og stöðvað allan kjötútflutn- ing frá Danmörku. Starfsmenn sláturhúsanna höfnuðu um helgina málamiðlunartillögu sem fól í sér samkomulag til tveggja ára. Að þvi er talsmaður danskra kjötút- flytjenda segir þá tapa Danir um 360 milljón krónum á viku á verkfallinu enda er kjöt 15 prósent af öllum út- flutningi Dana. Talið er að í danska þinginu sé meiri- hluti fyrir því aö sett verði lög til að binda enda á verkfallið en ekki er víst að það leysi allan vanda þar sem sam- band háskólamanna hefur boðað til verkfalls síðar í vikunni og þar sem dýralæknar eru innan vébanda þess og þeir eru eftirlitsmenn I dönskum slátur- húsum þá mundi starfsemi húsanna stöðvast á nýjan leik með því verk- falli. Danska forsætisráðherranum er því talsverður vandi á höndum og vitað er að hann er andvígur þvi að gripið sé til lagasetningar af hálfu stjórnarinnar fyrr en I algjört óefni er komið. Anker Jörgensen, forsætisráðherra Danmerkur. Vopnabann sett hjá Kínverjum Lögreglan i Beijing hefur skipað byssueigendum að láta vopn sín af hendi innan fárra daga eða þola stranga refsingu ella. Tilkynning sem dagsett er 25. apríl skipar sérhverjum þeim sem á ólöglegar byssur að skila þeim innan tiu daga, í þeim tilgangi að unnt sé að halda uppi röð og reglu I landinu. í tilkynningunni sagði að þeir sem hlýddu þessari skipun yrðu ekki spurðir neinna spurninga. I tilkynningunni, sem meðal annars var birt við háskól- ann í Beijing, var ungt fólk sérstaklega hvatt til að láta vopn sin af hendi. Loftrifflar eru sérstaklega vinsælir meðal ungmenna i Kina sem nota þá til að skjóta fugla og önnur smádýr. Ekki var ljóst af auglýsingunni hvort hún náði til slíkra vopna. Hin nýju lög sem sett hafa verið og tilkynningin endurspeglar eru sett til að tryggja frið í landinu. AFSLÁ TTUR * SKÁIA HILLUSKILVEGGJUM OG VEGGSAMSTÆÐUM OKKAR Um leið og við óskum viðskipta- vinum okkar og öðrum landsmönn- um gleðilegs sumars viljum við vekja athygli á þessum hagstæðu skilmálum! 10% sumarafsláttur. 10% SU M ARAFSLATTU R Mjög hagstœöir greiðsluskilmálar. Staögreiðsluafsláttur Þessi einstöku kjörgilda í nokkra daga, látið ekki happ úr hendi sleppa. HÚSGÖGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 BIAÐÍÐ fijáJst, úháð dagblað /i K íran: Yfir 20 fórust íflóðum Að minnsta kosti 22 menn létu lífið og um 30 þorp hafa einangrazt I flóðum í héraðinu Korassan í íran 1 kjölfar mikilla rigninga þar síðustu daga. Þá var vitað um þrjá menn sem farizt höfðu I Bandar Abbas af sömu orsökum. Olíusölubann á S.-Af ríku Utanríkismálanefnd norsku kirkj- unnar hefur skorað á norsk yfirvöld að fylgja eftir ollusölubanni til Suður- Afriku. Nefndin leggur áherzlu á mikil- vægi þess að halda efnahagstengslum Noregs og Suður-Afriku I algjöru lág- marki. Nefndin bendir á að nýlegar skýrslur sýndu að þrátt fyrir loforð oliufélaga um að hlíta stefnu norskra stjómvalda færi fram umtalsverð sala Norðursjáv- arollu til Suður-Afríku gegnum milli- liði og allt að 20% olíuinnflutnings landsins væri flutt með norskum tank- skipum. Sú kúgun sem meirihluti íbúa I Suð- ur-Afríku býr við getur leitt til blóðugr- ar borgarastyrjaldar, segir nefndin enn- fremur. Það er því nauðsynlegt aö krefjast breytinga með friðsamlegum hætti, þar til allir þjóðfélagshópar búa við sömu mannréttindi. © kioikjct œ © kuiik/et KULUHUNA- SKRÁR KWIKSET kúluhúnaskrár eru hannaóar með þaó í huga aö þola mikla notkun. Húnarnir eru meö sterkri húö til aö verjast nuddi og tæringu úti. Einföld og sterk samsetning er einkenni KWIKSET-kúluhúnanna. Einfaldir og stílhreinir kúluhúnar meó nokkrum læsingarmöguleikum. Sterk og góö úti- dyrahandföng meö einfaldri eöa tvö- faldri öryggislæs- ingu. Huröarauga er til þæginda og örygg- is fyrir þann, sem vill geta séö hver úti bíöur, án þess að opna dyrnar. SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 Þar sem fyllsta öryggis er krafist er nauðsyn aö hafa tvöföldu KWIKSET-skrána, auk þeirrar venju- legu aö viðbættum 1” stálbolta, sem gengur úr efri skránni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.