Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 22
22 (m DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ. 1981. Menning Menning Menning Menning D Kvik myndir EINSTÆÐIR HUÓMLEIKAR Margir hápunktar Ég hef sagt að tónlist sé meirihluti myndarinnar. Tónlistin er stórvel flutt en ef ég á að nefna eitthvað betra en annað þá verða það öll lög Bandsins, þau eru frábær. Flutningur þess á The Weight, The Night They Drove Old Dixie Down og It Makes No Difference o.fl. o.fl. er það besta sem ég hef heyrt frá Bandinu. Góðar útsetningar, smekklegur flutningur og frábærir sólóar Robbie Robertson eru einkennandi fyrir öll lög Bands- ins. Um gesti Bandsins er ekki mikið að segja, allir standa sig vel. Er annað hægt þegar jafnpottþétt hljómsveit og Bandið spilar undir? Ég get þó ekki stillt mig um að nefna nokkra tónlistarmenn öðrum fremur. Bob Dylan kemur fram og sýnir af sér hressileika sem maður á ekki að venj- ast af honum. Joni Mitchell og Neil Young standa sig vel, þrátt fyrir að líkamlegt ástand sé ekki alveg upp á það besta hjá sumum. Þrátt fyrir þessi frægu nöfn er það samt hinn sérstæði söngvari Van Morrison sem stelur senunni með lagi sínu, Caravan. öfugt við rokkmyndir seinni ára er kvikmyndataka í Síðasta valsinum örugg, látlaus (eins og Bandið sjálft) og laus við alla effekta. Töku myndarinnar er stjórnað af Michael Chapman og honum til aðstoðar eru tveir toppmenn, þeir Laslo Kovacs og Vilmos Zigmond.Hvort sem erum að ræða tónleikana sjálfa eða stúdíó- upptökur er allt jafnvel af hendi leyst. Síðasti valsinn er fyrst og fremst merkileg heimildarmynd um ein- hverju virtustu og vanmetnustu hljómsveit rokksins. Leikstjórinn, Martin Scorsese, hefur skapað látlausa mynd sem með tónlistarefni sínu og samtölum á eftir að vera talin klassísk á sínu sviði. ThsLntWaltz Lelkatjórl: Martln Scoraasa. Aðalhlutvark (?}: Bandlö (Robbla Robartson, Rick Danko, Lavon Halm, Rlchard Manual og Garth Hudson). Sýningarstaður Tónabfó. Loksins, loksins, loksins sýnir Tónabíó langbestu tónlistarkvik- mynd vorra tíma. Ég segi loksins vegna þess að bæði er myndin nokkuð komin til ára sinna, svo og eintakið í eigu Tónabíós. En allt er gott sem endar vel og loksins þegar myndin er sýnd þá er hún sýnd með aðstoð góðra hljómburðartækja og því leyfi ég mér að fyrirgefa Tónabíói geymslu myndarinnar. Síðasti valsinn er mynd um Bandið og lokatónleika hljómsveitarinnar. Tónlist er náttúrlega níutíu prósent af myndinni og ef einhverjum líkar ekki tónlist Bandsins, þá er þeim ráðlagt að sleppa myndinni aigjörlega. Myndin er brautryðjenda-rokkkvik- mynd hvað varðar hljóðupptöku og kvikmyndatöku, aldrei áður hafa rokktónleikum verið gerð jafngóð skil. Vissulega var Woodstock-mynd- in merkileg fyrir sinn tíma en hvorki kvikmyndataka né hljóðupptaka var í sama gæðaflokki og í Siðasta valsin- um. Fyrst ég er að nefna Woodstock hér þá sakar ekki að geta þess að leik- stjórinn, Martin Scorsese (Taxi Driv- er, Mean Streets o.fl.), var aðstoðar- leikstjóri og sá um klippingu á þeirri mynd en fékk ekkert kredit. „Meira en lokakonsert..." Síðasti valsinn er um Bandið, ein- hverja sérstæðustu rokksveit allra tíma. Mér fróðari menn geta rakið feril grúppunnar en það þjónar litlum tilgangi. Það sem er mikilvægast er tónlist Bandsins og hún er sérstök. Tónlistin er nokkurs konar samsuða úr ölium tónlistarstefnum í Banda- ríkjunum og útkoman er rokk á la Bob Dylan og tveir meðlimir Bandsins taka laglð. The Band. Ekkert minna en efsta stig lýsingarorða dugir til að lýsa lögum og textum Bandsins. Með lögum sinum segir Bandið sögur — likt og Bob Dylan. Sögur þessar eru allar jafngóðar hvort sem þær eru um sviðsótta eða fólk í Frelsisstríðinu. Bandið var búið að starfa í sextán ár 1976. Það ákvað að halda íokatón- leika sem yrðu nokkurs konar endir á ferli þess (reyndar er ný stúdíóplata á leiðinni frá því) og endir á ákveðnu tónlistartímabili sem iðulega er kennt við hippa og blóm. Eins og meðlimir Bandsins sögðu áttu tónleikarnir ekki að vera sorglegur endir á misheppn- uðu ævintýri, þeir áttu að vera hátíðahöld, upphaf nýrra tíma. Til að enda ferilinn með glæsibrag ákváðu meðlimir Bandsins að fá gamla samstarfsfélaga til að hjálpa sér við konserdnn. Eins og Robbie Robertson segir í myndinni eru gestír Bandsins meira en gamlir vinir, þetta eru tónlistarmenn sem hafa haft ómæld áhrif á heila kynslóð bæði með músík sinni, heimspeki og útliti. r V Tónlist Samkór Trésmiðafélags Reykjavikur. ungar því að ekki þarf langan tíma til að mynda mjög ákveðna hefð með hreinræktuðum áhugakór eins og Samkór Trésmiðafélagsins. Hvort menn eignist tómstundir seinna Kórinn kom mjög þokkalega frá þessum tónleikum sínum. Kórfólkið leggur sig vel fram og meira er lagt upp úr fágun en tílþrifum. Ekki veit ég hvort trésmiðir verða fyrst söng- elskir með aldrinum. Vera kann að þeir eigi frekar tómstundir til kór- söngs þegar líða tekur á og að þar fel- ist í skýringin á vöntun yngri krafta í kórinn. Senunni stolið Gestí fengu trésmiðir góða á tón- leika þessa, Árneskórinn, úr Gnúp- verjahreppi, Biskupstungum og Skeiðum. Ég verð að játa að mér fannst þessi sveitakór stela senunni. Kraftmikill söngur hans var líflegur, opinn og merkilega vandaður. Loftur Sigurður Loftsson stýrir þarna, af röggsemi, kór skipuðum góðum röddum, en mætti að vísu gæta ögn betra jafnvægis innbyrðis, tíl dæmis á stundum að hengja lóð aftan í sína þróttmiklu tenóra. Með svolitið finni slípun teldist Árneskórinn góður kór. Þannig ber ekki einungis að þakka Samkór trésmiða fyrir að halda á lofti merki alþýðusöngs í Reykjavik heldur einnig fyrir að hafa vit á að bjóða svo ágætum gestum, sveita- mönnum, á tónleikana til sín. EM. Tónleikar Samkórs Trósmiðaféiags Reykjavik- ur f Félagsstofnun stúdenta 25. apríl. Stjórnandi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Gestir: Ameskórinn undir stjórn Lofts Siguröar Loftssonar. í rétt úm áratug hefur Samkór Tré- smiðafélagsins tekið lagið fyrir fé- Iagsmenn og aðra gesti. Það er ekki andskotalaust hversu illa stéttarfélög- um og öðrum félagasamtökum geng- ur að halda úti listastarfsemi. Víða um lönd þykir það sjálfsagt að bæði lögreglan og slökk viliðið haldi úti kórum, lúðrasveitum, og vist man ég eftir einu iögregluliði, sem státar af Merki alþýðusöngs á lofti haldið heilli sinfóniuhljómsveit til viðbótar hinu. Iðnaðarmenn hafa löngum reynst drjúgir liðsmenn í kórum, einkanlega karlakórum, allt frá upphafi slíkrar starfsemi hér á landi en innan raða stéttarfélaganna virðist tónlistarstarf- semi þrifast hjá Trésmiðafélaginu einu. Prentarar ættu þó ekki að vera í neinum vandræðum með að hóa saman í stórhljómsveit ef á þyrfti að halda og Hkast til leyndust víða tón- listarhópar innan stéttarfélaga ef áhugi væri fyrir hendi að örva slíka starfsemi. Engin bylting Trésmiðir hafa fengið nýjan stjómanda og liðið er að mestu eins skipað og í fyrra, utan hvað mér virðist heldur hafa fækkað. Hinn nýi stjórnandi, Guðmundur Óli Gunn- arsson, hefur valið skynsama leið í stjórn sinni — sem sé að fara ekki út í neina byltíngarstarfsemi. Þótt óneit- anlega sé freistandi að gera eitthvað nýtt verður jarðvegurinn bæði að vera kannaður og búinn undir nýj- EYJÓLFUR MELSTED J

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.