Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 28
28 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. Viöar Víkingsson nýr dagskrárgerðarmaöur: Frá kvik- myndahá- skóla í Frakklandi í sjón- varpið ,,Ég byrjaði að starfa hér fyrir rúmri viku en við starfi tók ég af Þráni Bertelssyni. Þráinn hætti fyrir nokkru til að geta snúið sér að kvik- myndagerð,” sagði Viðar Vfkingsson nýráðinn dagskrárgerðarmaður hjá sjónvarpinu. Viðar kom hingað til lands fyrir réttu ári en þá hafði hann verið í Frakklandi í 8 ár. „Ég lærði kvik- myndun í kvikmyndaháskóla franska ríkisins í þrjú ár. Auk þess tók ég há- skólagráðu i bókmenntum og 1. doktorsstig í kvikmyndafræðum.” Margir muna eflaust eftir Viðari úr Þjóðlífsþætti Sigrúnar þar sem var sýnt brot úr mynd eftir hann um Djáknann á Myrká. Þá mynd gerði Viðariskólanum. — En hefurðu ekkert hugsaO þér aO fara út f kvikmyndun hérlendis? „Nei, það er býsna mikið fyrir- tæki. Auk þess fer vinna hér hjá sjón- varpinu og kvikmyndagerð ekki saman. Þráinn lét af störfum vegna þess að hann ætiaði að snúa sér að kvikmyndagerðinni,” segir Viðar. Viðar hefur ekki áður komið nálægt sjónvarpsstörfum ef frá er talið að hann fylgdist með upptöku í Frakklandi. En þess má geta aO hann vann við klippingu á kvikmyndinni Punktur punktur komma strik. „Mér lízt vel á mig hér. Að vísu er ég ekki farinn að vinna að neinu verkefni ennþá. Ég á von á því að ég verði i þessum föstu þáttum. Að minnsta kosti til að byrja með. — Hefurðu hugsað þér að fara aftur til Frakklands? „Það er ekkert þar fyrir mig að gera. Það er mikið atvinnuleysi í minni grein. Hins vegar er miklu meira að gerast í Frakklandi. En tækifærin eru hér,” segir Viðar. Ellefu manns sóttu um stöðu dag- skrárgerðarmanns en Viðar hlaut öli greidd atkvæði í útvarpsráði. -ELA. en tekur þó myndir affrœgum mönnum eins og Gordon Liddy „Ég hef alltaf haft áhuga fyrir ljós- myndun. En það var ekki fyrr en ég var búin að starfa sem umboðsmaður fyrir ljósmyndastofur að ég gerði alvöru úr þvi að gerast ljósmyndari. Ég keypti mér hluta í ljósmyndastofu á Manhattan og þar hef ég nú starfað í rúmt ár. Ég tek eiginlega eingöngu tizkuljósmyndir,” sagði Maria Guð- mundsdóttir fyrrverandi ljósmynda- fyrirsæta og núverandi ljósmyndari í stuttu spjaili við DB. María var stödd hér á landi í páskafrii en yfirgaf landið á laugar- dag. Það vakti athygli okkar að á bók sem kom út nýlega um Watergate- málið eftir sjálfan Gordon Liddy er mynd á bakhlið bókarinnar af Liddy merkt Maríu Guðmundsdóttur. Við spurðum hana hvort hún væri ljós- myndari fræga fólksins í Bandaríkj- unum. „Nei, bókaforlagið sem gaf út þessa bók bað mig um að taka mynd af Gordon Liddy. Ég sagðist vilja gera það og hann kom til min á ljós- myndastofuna. Hann má ekki fara úr landi en er annars frjáls ferða sinna. Aðrar myndir hef ég ekki tekið fyrir þetta bókaforlag,” sagði María. Nú eru iiðin sex ár siðan María hætti ljósmyndafyrirsætustörfum en við það hafði hún starfað hvorki meira né minna en í 15 ár. „Ég er rétt að feta mig áfram í ljós- mynduninni og þetta ár hefur verið góður skóli fyrir mig. Ég hef góða aðstöðu en ég á margt eftir að læra ennþá. Þessa aðstöðu ætla ég að nota til að fræða mig og æfa. Ég fæ alltaf öðru hvoru leið á New York og þá skrepp ég burtu. Hingað reyni ég að koma nokkrum sinnum á ári því hugurinn stefnir heim hvenær sem ég læt verða af þvi að koma,” segir María Guðmundsdóttir ljósmyndari. -ELA. Viðar Vikingsson k vikm yndagerð- armaður tók við starfi Þráins Bart- eissonar sem dagskrárgerðar- maður hjá Sjónvarpinu. DB-mynd Sig. Þorri. Löggan œfir af kappi... Enda skotkeppni Árlega heldur Iögreglan í Reykja- vík skotkeppni mikla sem að þessu sinni fer fram dagana 19. og 20. maí. Æfíngar eru hafnar af fullum krafti og fara þær þær fram á Suðurnesi, náiægt golfklúbbi Ness. Er Sveinn ljósmyndari DB átti leið þar fram hjá fyrir helgina var umferðardeildin að spreyta sig undir stjóm Garðars Halidórssonar sem er aðstoðarskot- stjóri i forföllum Magnúsar Einars- sonar, sem var upptekinn við störf. Allar vaktir innan lögreglunnar taka þátt í keppninni og eftir æfingar velur hver vakt hæfasta mann sinn til að taka þátt í keppninni. Engir áhorf- endur em meðan á keppninni stendur þar sem það þykir of hættulegt. Eftir keppnina em veittir bikarar og verðlaunapeningar og er það sú vakt sem sent hefur færasta manninn sem hlýtur verðlaunin. Lögreglumenn gera sér fleira til gamans en að keppa i skotfimi. Árlega halda þeir sundkeppni mikla og segja þeir sem séð hafa þá keppni að þar riki sannarlega spenningur. Lögregiumenn veifandi öllum öngum á bökkunum til að hvetja áfram sina menn. Segi svo einhver að það sé leiðinlegt að vera lögga. . . -ELA. á nœsta leiti Skotfími kjgreglumanna er að sjáffsögðu æði misjðfn en einum þeirra þykir nú ekki mikið að hitta í mark. Það er Garðar Halldórsson sem sýndi Ijósmyndara DB þessa hæfhi. DB-myndir S. Maria Quðmundadóttk ijósmynd- ari kemur nokkrum sktnum i ári tfí Isiands. Þessi mynd var tekln af henni iM upptöku á þætdnum Þjóðfífí í fyrrevetur. Leggur alla áherzlu á tízku- Ijós- myndun Sverrir Friðþjófsson, nýr umsjónarmaður íþrótta í sjónvarpi: „Maöur er alltaf fláHTffJJI kvelja sjálfan sig” lil iM „Þetta bar svo brátt að, ég hef ekkert mátt vera að því að kvíða fyrir eða hugsa um fyrsta þáttinn. Ja, r.ema á kvöldin þegar ég leggst á koddann og þá hugsa ég eiginlega umofum þetta,” sagði Sverrir Frið- Sverrir er mikill áhugamaður iþrótta og hór ioikur hann badminton af hjartans list i húsi TBR við Glæsibœ. Þess má getá að Sverrir vann fyrstu verðiaun i sumarmynda- keppni DB sumarið 1978. DB-mynd Einar Ólason. þjófsson forstöðumaður Fellahellis, sem ( kvöld tekur við íþróttaþætti sjónvarpsins í stað Jóns B. Stefáns- sonar. „Ég sótti um þetta starf fyrir ári og fór þá í prufu hjá sjónvarpinu. En skólabróðir minn Jón fékk starfið. Hann ætlar eitthvað að minnka við sig núna fram að sumarfríi sjón- varpsins svo ég verð með þáttinn þangað tíl. Það er verst að þátturinn er i beinni útsendingu þannig að ekki er hægt að þurrka út vitleysur. En það er alltaf spennandi aö reyna eitthvað nýtt og maður er alltaf að leita að ein- hverri fjölbreytni, jafnframt sem maður kvelur sjálfan sig,” sagði Sverrir. Sverrir Friðþjófsson hefur starfað hjá Fellahelli síðan 1977 en það er fé- lagsmiðstöð Breiðhyltinga. „Hér er opið allan daginn, á kvöldin og um helgar og alltaf eitthvað um að vera,” segir Sverrir. Áður en hann hóf störf hjá Fellahelli var hann við nám i iþróttaháskóla í Noregi. Og áður en hann hélt þangað var hann við kennslu í iþróttum í Æfinga- og kennaraháskólanum. Sverrir er kvæntur Elisabetu ingólfsdóttur og eiga þau þrjá syni. Að vísu er Sverrir ekki alveg óvan- ur sjónvarpi því árið 1972 var hann dómari i spumingakeppni skólanna í Stundinni okkar sem þá var í umsjá Sirrýjar og Hermanns Ragnars. -ELA. son og Garðar Halldórsson aðstoðarskotstjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.