Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. Umræður um kannabisefni einkennast af fordómum DUUMQL Hvað verður um barnavagnana? Munu tröllln hlrða þá? A.m.k. verður ekkl séð að þeir sem fara niður f Tröllahelli að vestan komist upp að austan. —alkóhól skapar ekki síður en kannabis hættu á því að menn ánetjist eiturlyfjum G.M. skrifar: Gerðar hafa verið kannanir hér- lendis sem benda ótvírætt til þess að verulegur fjöldi fólks noti kannabis sem vímugjafa. Sjálfsagt er kannabis hættulegt, en það er alkóhól einnig, enda á ekki að deila um neyzluleyfi á kannabis á þeim grundvelli heldur skal hugleiða hvort rétt sé að gera þann stóra hóp sem notar kannabis að lögbrjótum og hvort fjárkúgun ríkisins á hópi þessum sé réttlætan- leg. Kannski réttlæta einhverjir að- gerðir þær sem rikisvaldið fremur á hendur kannabisneytendum sem varnaraðgerðir gegn eiturlyfjum. En kannanir sýna fram á að alkóhói skapar ekki síður en kannabis hættu á að menn ánetjist eiturlyfjum. Hins vegar leiða ofsóknir lögreglu gegn kannabisneytendum til taugaveiklun- ar sem getur stuðlað að auknum líkum á að fólk fari í eiturlyf og skaði sjálft sig og eða umhverfi sitt. Margar eru þær skoðanir sem komið hafa fram í þeim umræðum Baddir sem undanfarið hafa farið fram hér- lendis um lyfjamisnotkun og sjálfsagt hafa flestir eitthvað til síns máls, þó finnast mér fordómar hafa sett svip á málin þegar kannabis ber á góma. Efnið er líka frekar nýtt hér en læknadóp, sem hefur verið misnotað hér í tugi ára, er fallið inn í þjóðfé- lagskerfið og ekkert tiltökumál þó fólk éti pillur (kúlur) eins og brjóst- sykur. Alkóhól er einnig viðurkennt sem OKAY en kannabis er bannað þó svo að engin sönnun sé fyrir skaðsemi þess. Þvingunaraðferðir til að koma i veg fyrir kannabisneyzlu eru rangar og virka ekki, það vita allir. Raun- hæfara væri að lögreglan verði þeim tíma sem i dag fer í að eltast við til- tölulega meinlaust fólk til að einbeita sér að vandamálum dagsins í dag, sem eru eiturlyf. Stórt atriði er að fólkið fáist til að hjálpa til i þeirri baráttu. Til þess þarf að fræða lýðinn heiðarlega um þessi mál. Það þýðir ekki að ljúga lengur að ungu fólki um þessi mál því það hefur smáfræðslu og gerir sér grein fyrir að verði hamp- ræktun t.d. leyfð hér munu tekjur ríkisins af áfengisútsölu minnka og ekki verður þá lengur hægt að treysta á verðhækkanir áfengis til að fylla upp í þau göt sem virðast fylgja ís- lenzkum efnahagsáætlunum. Kanna- bisneytendur eru vafalaust til í að borga skatt af neyzlu sinni en yrðu VÉLAVERKSTÆÐI Egils Vilhjálmssonar H/F SMIÐJUVEGI9 A - KÓP. - SÍMI44445' • Endurbyggjum vélar • Borum blokkir • Plönum blokkir og head • Málmfyllum sveifarása, tjakköxla og aðra slitfleti m/ryðfriu harðstáli • Rennum ventla og ventilsæti. • Slípum sveifarása. SÍMI 44445 FULLKOMIÐ MÓTOR- OG RENNIVERKSTÆÐI STRAXIFYRSTA FLOKKI Vinningar strax í 1. flokki eru: íbúðavinningur á 250.000.-. Peugeot 505 á 137.000.-. 8 bílavinningar á 30.000.-. 25 utanferðir á 10.000.-. 565 húsbúnaðarvinningar á 700 og 2.000.- krónur hver. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Miði er möguleiki FJÖLGUNOG STÓRHÆKKUN VINNINGA Mánaðarverð miða er kr. 25.-, ársmiða kr. 300.-. Dregið verður í 1. flokki þriðjudaginn 5. maí. mjög þakklátir ef það gæti farið fram án milligöngu lögreglu sem oft hefur valdið brottrekstri úr vinnu og þvi, sem alvarlegra er, menn þola misvel innilokun í fangageymslum. Sumir hafa innilokunartilfinningu og verða kannski andþjóðfélagslega sinnaðir af því að vera í gæzluvarðhaldi f sól- arhring eða upp í 1—2 mániföi vegna þess að þeir vilja komast hjá að kjafta á vini sina sem fengju þá sekt sem er ekki í neinu hlutfalli við glæp- inn sem framinn var. í beinu fram- haldi af framansögðu langar mig að taka upp örfá orð úr frægu ávarpi Jimmy Carter til Bandarikjaþings: „Refsing fyrir neyzlu lyfs skyldi ekki skaða einstaklinginn meira en neyzla lyfsinssjálfs.” TÚ þess að ríkið geti áfram troðið á mannréttindum með löggjöfum við stjórnarskrá íslands verður að sýna fram á skaðsemi kannabis á öruggan og sannanlegan hátt og það hefur ekki tekizt enn þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því er spurningin sem ráða- menn okkar standa frammi fyrir: „Er hægt að tryggja gróða vímuefna- sölu ríkisins lengur með átroðslu á valfrelsi manna?” Þessi hefur ánetjazt eiturlyfjum, hvaða leið sem hann hefur farið. Varanleggatnagerð íKópavogi: Enginn ferðast þar fótgangandi nema hundamir —sem bannað er að haf a f Kópavogi — hirða tröllin vagnana ásamt innihaldinu? Miðaldra Kópavogsbúi skrifar: Einn er sá hlutur sem vakið hefur furðu mína upp á síðkastið (og sem gamaú Kópavogsbúi þarf ég töluvert til) og það er hið stórmerkilega fárán- lega gatnakerfi (eða skortur á sama) í þessum merkisbæ. Þgar ég flutti í Kópavoginn á sínum tfma voru þar engar gangstéttir og rauðamöl af grófustu sort notuð sem ofaniburður. Það voru að sjálfsögðu karlpungsvín sem stóðu fyrir þeim aulahætti því á þeim tíma lét enginn karlmaður sjá sig fyrir aftan barnavagn eða kerru, enda var ekki nokkur lífsins leið að koma þeim farartækjum í gegnum rauðamölina en þar sem þetta mæddi ekki á karlpeningnum var þetta auð- vitað allt í lagi. Nú er víða hafið það sem maður gæti haldið að ætti að vera varanleg gatnagerð en eftir því sem ég bezt fæ séð miðast hún aðal- lega við það að engir ferðist fótgang- andi nema hundarnir sem bannað er að hafa í Kópavogi. Því miður er ég svo upptekin við aðkallandi mál, svo sem að hafa ofan í mig að éta, að ég get ekki tekizt á hendur rannsókn á þessu makalausa fyrirbæri sem gatnagerð í Kópavogi er, hins vegar er ég með nokkrar spurningar á lausu sem gaman væri að fá svör við, ef þau kynnu að fyrirfinnast einhvers staðarikerfinu: 1. Eru einhvers staðar til aðgengi- legar teikningar af áætlunum fyrir gatnagerð í Kópavogi í þeim bæjarhlutum er byggðir mega kallast? 2. Eru einhvers staðar til teikningar að þeim varanlegu framkvæmd- um sem þegar hafa verið gerðar? Mig langar nefnilega svo afskap- lega mikið til að komast að því hvort breiddin (eða mjóddin) á „gangstétt- inni” fyrir neðan Útvegsbankann sé það sem koma skal vítt og breitt um bæinn, því þá er ég 50 kg of þung og 30 cm of breið. Eða er þessi „gang- stétt” kannski alls engin gangstétt heldur blómabeð eða réttara sagt drullubeð og fótgangendur eigi bara að halda sig við akbrautina eins og bílarnir. Þarna við Útvegsbankann eru líka ein af hinum listrænu gatna- mótum bæjarins sem lýsa sér í hríf- andi bugðum og beygjum og sér- kennilega fagurlöguðum eyjum. Það er nú svona og svona fyrir ókunna að átta sig á hvernig umferðinni skuli háttað og fótfúnir og barnavagnaýt- arar ættu ekkert að vera að þvælast þarna. Að öllum líkindum eru þetta samt mjög skemmtileg gatnamót og enn skemmtilegra verður þetta eftir þvi sem austar dregur i bænum. Hnykkir og hlykkir, bogar og hálf- mánar, allt finnst þetta í gatna- kerfinu. Hugsið ykkur ef það væri svo glóra í því lika. Nú svo hefði ég gaman af að vita hvort hæð gangstéttar frá götu við Álfhólsveginn sé ákvörðuð af einhverjum æðri máttarvöldum i Kópavogi eða sé hreint slys, ég man nefnilega ekki til að hafa séð þennan hæðarmismun í öðrum stórborgum, svo sem Reykjavík, London, París, Kaupmannahöfn eða annars staðar (já, ég hef komið út fyrir Kópavog- inn). Og meðan ég er á Álfhólsveginum, sem annars er með skárri götum í Kópavogi, langar mig til að spyrja um brunahanann fyrir framan rauðu álblokkina á mótum Skólatraðar og Álfhólsvegar. Hæð brunahanans yfir gangstétt er öðruvísi en sést i næsta þorpi (Rvík) og fjarlægð frá girðingu (vegg) líka með öðrum hætti en tíðkanlegt er og álít ég þessi frávik frá hinu hefðbundná sízt til bóta. Og hvernig er það með Hamrá- borgirnar, eru þær fullbyggðar? Eru þær fuúásetnar? Ef ekki, þá verður fjör að sjá kraðakið við verzlanirnar þegar allt er komið því eins og er virðist þetta vera að nálgast hættu- mörkin þegar annatími er og allt er í einni bendu, bílar og börn, fyrir framan verzlanaröðina. En kannski er engin slysahætta af þessu. Og að síðustu fínnst mér dálítið undarlegt að það skuli vera hægt að komast með barnavagna + kerrur eftir skábraut niður í Tröllahelli frá biðskýlinu á hálsinum en ekki upp hinum megin. Þarf þess kannski ekki, hirða trölún vagnana ásamt innihaldinu? Um hreyfihamlaða þarf auðvitað ekki að ræða, vegakerfi Kópavogs sér tú þess að þeir séu ekki að flækjast neitt á almannafæri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.