Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. Sjómannadagsráö Vestmannaeyja óskar eftir tilboðum frá hljómsveit til að leika fyrir dansi í samkomuhúsi Vestmannaeyja um sjómannadagshelgina, bæði laugardag og sunnudag. Ennfremur vantar tilboð frá diskóteki í litla sal. Tilboðum sé skilað fyrir 15. maí til Sjómannadagsráðs Vestmannaeyja, Pósthólf 500, Vestmannaeyjum. PLEXIGLAS Acryl-gler í háum gæðaflokki. Eigum fyrirliggjandi Plexiglas í glæru og ýmsum litum, t.d. undir skrifstofu- stóla, á svalir, sólveggi og handrið, í ljósaskilti, gróðurhús, vinnuvélar og fleira — Skerum og beygjum. AKRON H/F Síðumúla 31 Sími 33706 1969 @ SAMHYGÐ 1981 12 AR ÚTIFUNDUR í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg mánudaginn 4. maí nk. kl. 18.00. VERTU MED SAMHYGÐ Félag sem vinnur að jafnvægi og þróun mannsins. ' ^ópAS^0 / SIS í S ////47//. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir, sem verða til sýnis þriðjudaginn 5. maí 1981, kl. 13—16 í porti bak við skrifstofu vora að Borgartúni 7: Ford Fairmont, fólksbifreið............................árg. 1978 Mazda 929, fólksbifreið................................árg. 1977 Mercury Comct, fólksbifreið............................árg. 1976 Ford Cortina L-1600, fólksbifrcið......................árg. 1977 Ford Escort, fólksbifreið..............................árg. 1976 Peugeot 504 station, dísil........................árg. 1974 Ford Bronco............................................árg. 1974 Plymouth Trailduster torfærubifreið....................árg. 1975 Ford F-250 pick-up 4x4............................árg. 1973 Toyota Dyna pick-up....................................árg. 1972 Ford Econoline sendiferðabifreið................. árg. 1976 Chevy Vansendifcrðabifreið.............................árg. 1974 Chevrolet Suburban sendiferðabifrcið...................árg. 1973 Land Rover dísil.......................................árg. 1973 Land Rover bensín............................... árg. 1972 GAZ 69 torfærubifreið..................................árg. 1972 Tilboðin verða opnuð sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Á Lækjartorgi hins himneska f riðar verkalýðsdaginn 1. maí: Myndir vantaði af Jakanum og Stalín —forréttindi Rauðrar verkalýðseiningar voru þau að fá að halda útifund á róluvelli Fulltrúaráðsgangan fór fyrst niður Laugaveginn og var áberandi fjöl- mennust. Mesta athygli vöktu hópar Sjálfsbjargarmanna og vigreifra fóstra sem fylktu liði undir kröfum sínum. Ljóninu i Sædýrasafninu hefði þótt vænna um aðrar kröfur sem ég sá bornar i miðri göngu. Þar var þess krafizt að safnið verði opnað áný. Að minnsta kosti tveir ráöherrar úr byltingarráði Gunnars Thor. röltu með verkalýðnum frá Hlemmi niður á torg. Það voru þeir Hjörleifur og Svavar. Svavar var í dökka síðfrakk- anum sínum sem minnir mig alltaf á frakkann sem Magnús Snædal gekk i öll menntaskólaárin á Akureyri. Frakkinn sá hét Karl Marx. Einu sinni fann kona ein Marx hangandi í snúrustaur í bakgarðinum við húsið sitt að morgni dags. Hann og eig- andinn höföu þá orðiö viöskila á heimleið úr Sjallanum. En það er nú allt önnur saga. Hins vegar mætti Svavar athuga það að fá sér svarta spanjólu á kollinn — alveg eins og Snædal notaði í stfl við Karl Marx. Sú múndering færi ráðherranum vel, sér í lagi á verkalýðsdögum. Helgi Guðmundsson trésmiður á Akureyri flutti ræðu dagsins á Torg- inu, æsingaræðu með blótsyrðum og Fóstrur létu mikið að sér kveða I fulltrúaráðsgöngunni. Tvær úr forystu Fóstru- félagsins halda á borðanum fremst í hópnum. Til vinstri er Arna Jónsdóttir sem sat i samninganefnd Starfsmannafélags Reykjavfkur fyrir hönd fóstra. Til hægri er Kristfn Kvaran, formaður Fóstrufélagsins. DB-mynd: Einar. Fulltrúaráðið kom vfða við f kröfugerð dagsins. Meira að segja bjarndýr og ljón Sædýrasafnsins gleymdust ekki. DB-mynd: Bjarnleifur. öðru kryddi. Svona eiga sýslumenn að vera: kjaftforir og skemmtilegir. Það dugði samt ekki aö eyða miklum tima i að hlusta á Helga rífa kjaft. Við Einar ljósmyndari höfðum f mörg horn að lita og brugðum okkur á tölt f átt að Miðbæjarskól- anum. Þar útifundaði Rauöa verka- lýðseiningin. Ljósmyndarinn fór þá að ókyrrast verulega. Enda er sá drengur undarlegt sambland af Heimdellingi og Þingeyingi. Birna sú eina Þórðardóttir bunaði út úr sér visdómi yfir hausamótum manna. Fleiri lögðu auðvitaö orð i belg. Rauð verkalýðseining naut þeirra forréttinda að halda sinn fund á róluvelli. Þess vegna voru börn i bezta skapi og róluöu og róluðu á meðan heimsbyltingin brast á í ræðu- stólnum fáeina metra í burtu. Krökk- unum á Lækjartorgi drepleiddist hins vegar. Þau heimtuðu ís á sama tíma og foreldrar vildu híma matarlaus og hlýða á guðspjall dagsins. Baráttuganga launafólks endaöi með útifundi á planinu sem er til skiptis kennt við Hótel Island og hallærisástand. Þar lukum við þegn- skylduvinnu dagsins með þvi að hlusta á Pétur þul, Pólverjann Jakbúb Swiecicki og fleiri góða menn. Jakúb sagði svo frá að eigin- lega hefði baráttudagur verkalýðsins ekki verið hátfðlegur haldinn í ein 35 ár! Því mun frjálsa verkalýðs- hreyfmgin ábyggilega breyta eins og öðru. Þorvaldur örn kom alla leið frá ísafirði til að syngja fyrir liðið á Hallærisplaninu. Og svo stýrði hann samsöng á Nallanum í lokin. En þá var orðið fámennt á planinu og undirtektir dræmar. Enda var sama sagan þarna og á yfirleitt öllum úti- fundum: Það tekst að gera þá svo voðalega langdregna. -ARH. öldungadeildin i Kreml stóð bísperrt á fyrirmannasvölunum við Rauða torgið föstudaginn l, maí og horfði á hermenn og annað mannfólk marséra fram hjá. Aldrei þessu vant var engum skriðdrekum og öðrum drápstækjum ekið um torgið á verka- lýðsdeginum. Þau voru i fullri brúkun í Afganistan. Á Torgi hins himneska friðar í Peking settu Hua og félagar upp griðarstórar myndir af Lenín, Stalín og fleiri grályndum köppum. Svo var sunginn Nallinn og allir voru voöa glaðir. Á Lækjartorginu i Reykjavik, þessu himneska torgi, voru engar Stalínmyndir 1. maí. Og reyndar engar myndir af Gvendi Jaka heldur. Þó hefði verið full ástæða til því þá voru rétt þrjú ár liðin síöan verka- lýðsforystan baslaði við það í beinni útsendingu frá Lækjartorgi að koma samningunum f gildi. Þeir sem þóttust þekkja bezt til mála sögðu mér að færra fólk hefði tekið þátt í kröfugöngum og fundum 1. maf f ár en oft áður. Ekki veit ég það en hitt veit ég að nóg var samt af fólkinu. Vinnulúinn verkalýður, skólakrakkar með prófskrekk, hippar, þingmenn, jafnvel ráðherrar, pönkarar og Sigurjón P. sem stjórnar borginni. Einn róna sá ég líka sem slangraði á alla útifundina þrjá og hélt á litlum rauðum fána í hendinni með áletruöum stuðningsslagorðum við fóstrubaráttuna. Stéttvís og góður róni það. Hildur Jónsdöttir kynnti dagskrána á fundi Rauðrar verkalýðseiningar. DB-mynd: Einar. Pétur þulur Pétursson var kynnir á fundi Baráttugöngu launafólks á Hallærisplaninu. Hér er hann að kynna næsta ræðumann, Jakúb Swiecicki sendi- mann frá Solidarnosc, frjálsu verkalýðssamtökum Pólverja. DB-mynd: Einar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.