Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. MAÍ 1981. iþróttir L# 1 I Kristjana Aradóttlr hampar hér verð- launum sínum. DB-mynd S. KRISTJANA VAR KOSIN „SU BEZTA” HSÍ hélt uppskeruhátið sina i Sig túni sl. flmmtudagskvöld og voru þar saman komnir flestir handknattleiks- menn 1. deildarinnar — bœði hjá körl- um og konum. Leikmenn Víkings og Þróttar tóku viö verðlaunum sínum frá sambandinu, svo og leikmenn KA sem sigruðu HK í úrslitaleik 2. deildar. Þá var og útnefnd „handknattleikskona ársins” og var það Kristjana Aradóttir úr FH sem þann heiður hlaut og var henni innilega fagnað. Hún hefur i vetur ekki verið eins áberandi og oft áður i markaskor- un en var engu að síður driffjöðrin í spili liðsins. -SSv. Gremio vann íBrasilíu Gremio varð i gær brasiliskur meist- ari i knattspyrnu er liðið sigraði Sao Paulo 1—0 i siðari úrsiitaleik liðanna. Gremio vann einnig fyrri leikinn, 2— 1. KA hafði yfir- burði gegn HK — í úrslitaleik 2. deildar „Þetta var einfaldlega unnið fyrir- fram hjá strákunum en þelr hafa gott af þvi að fá svona skell i andlitið,” sagði Þorsteinn Jóhannsson, þjálfari HK, eftir að hans menn höfðu fengið 10 marka tap i hauslnn gegn KA i úr- slitalelk 2. deildarinnar á fimmtudags- kvöld. KA sigraðl 22—12 og var ekki heil brú i lelk HK-liðsins. Tapið skiptlr þó f sjálfu sér engu máli þvi bæði liðin fara upp f 1. delldina. -SSv. Blikamir ósigrandi Breiðablik hélt sigurgöngu sinni áfram i gær er liðið lagði IBV að velli, 3—0, i Kópavogi. Leikurinn var liður i bæjakeppni á milli Kópavogs og Vest- mannaeyja og hélt viðmælandi DB að leikurinn f gær hefði verið siðari leikur liðanna úr keppninni i fyrra. Ætlunin sé svo að liðin mætist tvisvar f sumar til að leika um titilinn i ár. Hvað um það, sigur Blikanna var öruggur og þeir eiga eftir að verða sterkir i sumar ef marka má vorleikina. Hákon Gunnarsson kom þeim á bragðið i gær og siðan bættu þeir Valdimar Valdimarsson (víti) og Jón Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþrótt LEVERKUSEN SENDIDANK- ERSEN NIÐUR12. DEILD —Sigraði 16-15 í leik liðanna í Bundeslígunni á laugardag. Hans Krankl ísviðsljósinu íÞýzkalandi „Þetta var hörku-tvisýnn lelkur og úrslitin réðust ekld fyrr en á siðustu minútunni. Bayer Leverkusen sigraði Dankersen 16—15 og eftir þessl úrslit má segja að Dankersen sé failið i aðra deild,” sagði Viggó Sigurðsson, þegar DB ræddl við hann f gær. Við sigurlnn slapp Leverkusen-liðið endanlega úr fallhættu. Leikurinn var mjög jafn, 1—1, 2—2 en sfðan komst Dankersen í 6—3. Bayer Leverkusen jafnaði í 6—6 og komst siðan yfir í hálfleik 9—8. Jafnt var á öllum tölum i síðari hálfleik upp í 15—15. Þegar um mínúta var eftir fékk' Bayer Leverkusen vítakast en Nie- meyer, markvörður Dankersen og þýzka landsliðsins,''gerði sér lítið fyrir og varði. Leikmenn Dankersen fengu knöttinn en misstu hann og Lommel, hornamaður, skoraði sigurmark Dankersen. Rúmar 40 sek. eftir og einum leikmanni Dankersen vikið af velli. Það þoldi markvörður liðsins ekki og var einnig vikið af velli. Fjórir útileikmenn Dankersen áttu ekki möguleika að jafna þær sekúndur sem eftirlifðu. Viggó Sigurðsson skoraði þrjú af mörkum Bayer Leverkusen en hefur oft leikið betur í vetur. Sigurður Gunnars- son lék ekki með Leverkusen en Axel Axelsson lék með Dankersen. Þriðji leikur hans með liðinu i vor. Hann var á miðjunni i sóknarieiknum. Ekki hans Krístbjörn gaf kost á sér á elleftu stundu! - og var síðan kjörinn formaður KKÍ á þingi sambandsins Kristjbjörn Albertsson er hinn nýi formaður KKÍ og tekur við for- mennsku af Stefáni Ingólfssynl sem gegnt hefur þeim starfa sl. 3 ár. Það var ekki fyrr en á elleftu stundu að Krist- björn gaf kost á sér f formannsstarfið og þá eftir að lagt hafði verið hart að honum. Loks er hann fékkst til að gefa kost á sér varð aö gera 10 minúína hlé áður en hægt var að ganga til kosninga. Annars var ekki margt markvert sem gerðist á þingi KKÍ um helgina og litlar breyting- arádöfinni. Það sem e.t.v. vekur helzt athygli er að KKÍ skilaði hagnaði af rekstri sinum Aðalfundur Aðalfundur handknattleiksdeildar Aftureldingar f Mosfellssveit verður haldinn þann 14. mai nk. kl. 20 i Brúar- landi. Á dagskrá eru að vanda venjuleg aðalfundarstörf. þriðja árið i röð. Velta sambandsins var á siðasta fjárhagsári 58,8 milljónir gkróna og hagnaður varð 3,1 milljón gkróna. Velta landsliðsins, sem hefur næsta sjálfstæðan fjárhag, var 33 millj- ónir gkróna og varð tekjuafgangur 0,5 milljón gkróna. Sú tala gæti þó hækk- að nokkuð fái KKÍ ferðastyrk vegna fararinnar til Sviss. Verði sú upphæð i líkingu við styrk HSÍ vegna Frakk- landsfararinnar frægu ætti KKÍ að geta átt von á 3—3,5 milljónum gkróna í ferðastyrk frá ISl. Ákveðið var að stofna öldungadeild á næsta keppnistimabili og mun það vera að frumkvæði Guöna Kolbeins- sonar, sem verður þó ekki gjaldgengur f hana fyrr en á næsta ári. Aldurstak- markið í þann flokk er 36 ár. Hefur verið rætt um að bikar sá er veittur verður sigurvegurunum nefnist „Læks- bikarinn”. Þingið samþykkti tilmæli til stjórnar KKÍ að samþykkja tillögur landsliðs- nefndar en þær eru í þá átt að einn maður stjórni landsliðum sambandsins og gegni um leið hlutverki útbreiðslu- og fræðslufulltrúa. Þá var samþykktur 10.000 nýkróna styrkur til styrktar al- þjóðlegu körfuknattleiksmóti fyrir konur, sem ætlunin er að halda sér- lendis. Ennfremur var samþykkt að lengja keppnistimabilið um 2 vikur, en að öðru leyti var fátt um breytingar. Aðeins einn stjórnarmeðlimur, Stef- án Ingólfsson formaður, gekk úr stjóminni og i hans stað kemur Gunnar Valgeirsson úr Keflavfk. -SSv. rétta staða og Axel náði sér ekki á strik f leiknum. Milbertshofen og Heppenheim eru fallin í 2. deild og staðan hjá Danker- sen er mjög ijót. Tvær umferðir eftir. Liðið hefur 17 stig en Dietzenback 20 stig. Dietzenback á eftir að leika við Heppenheim á heimavelli en Dankersen við Göppingen á útivelli m.a. Staða Dankersen er þvi vonlaus að þvi er virðist. Bayer Leverkusen og Híitten- berg hafa 23 stig. Grosswallstadt stefnir á Þýzkalandsmeistaratitilinn fjórða árið i röð. Hefur fjögurra stiga forustu og þarf þvi aðeins eitt stig úr tveimur síðustu leikjunum. Eins og áður segir lék Sigurður Gunnarsson ekki með Bayer Leverkusen gegn Dankersen. Hvort hann leikur með liðinu næsta keppnistímabil er enn óvist. Þeir hjá Bayer Leverkusen vilja hafa hann áfram en Sigurður hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hann verður áfram. Er að velta málinu fyrir sér. „Mikið er nú skrifað í þýzk blöð um austurriska knattspyrnumanninn Hans Krankl. Þrjú liö hér f Þýzkalandi eru á höttunum eftir honum, Köln, Bayern Mtlnchen og Hamburger SV. Síðast- talda liðið hefur einnig mikinn hug á þvi að næla sér í litla hollenzka leik- manninn Simon Tamahata frá Standard Liege. Fyrir um 10 dögum skrifuðu Kölnar-blöðin líka um Ásgeir Sigurvinsson en fannst hann dýr og Ásgeir var ekkert á dagskrá hjá þeim í síðustu viku,” sagði Viggó Sigurðsson. - hsim. TEITUR SK0RAR ENN FYRIR ÖSTER „Þetta var nú hálf-slakur leikur hjá okkur, en við unnum 2—0 gegn Brage B-keppnin íkörfuknattleik: Svíar sigruðu Portií- li í Izmir 70-56 hér i Váxjö i kvöld,” sagði Teltur Þórð- arson er við spjölluðum vlð hann i gær- kvöld. Með sigrinum komst öster i toppsætið i Allsvenskan og er nú eina liðið sem hefur „fullt hús” eftir þrjár umferðir. Sannkallaðir meistaratakt- —og Ungverjar rétt mörðu Englendinga Undankeppni B-keppninnar i körfu- knattleik hófst i Ismir og náiægum borgum i Tyrklandi i gær. Tólf lið leika þar i tveimur riðlum um réttinn til að lelka i úrslitum Evrópukeppninnar, sem verður i Tékkóslóvakiu f lok maf. Fjögur efstu liðin i B-keppninni komast i keppnina f Tékkóslóvakiu en þar keppa 12 beztu körfuknattleikslandslið Evrópu. Sex lið eru 1 hvorum riðli í keppninni I Tyrklandi. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli keppa svo tii úrslita um fjögur efstu sætin i Istanbul um næstu helgi. Úrslit i leikjum í gær urðu þau, að Ungverjaland sigraði England 84-83 í mjög tvisýnum og jöfnum leik. 44—44 í hálfleik. Flest stig Ungverja skoraði Horvath eöa 22. David Lloyd skoraði flest stig Englands, 20. Þá sigraði Sviþjóð Portúgal 70—56 eftir 37—32 i hálfleik fyrir Svía. Tacen skoraði flest stig Svía eða 17. Terins 13, Yttergren og Skyttevall 9 hvor. Hjá Portúgal var Pinheiro stigahæstur með 19 stig. Baganha næstur meö 10. Grikkland sigraði Finnland 101—86 eftir að staðan í hálfleik var 50—46 Einarsson viö mörkum. -SSv. fyrir Grikki. Stigahæstur þeirra var Georgalis með 38 stig. Kokolakis var næstur með 17. Hjá Finnum var Sar- kalahti stigahæstur með 20 stig, Saare- lainen 13, Rauramo 12 og Saaristo 10. Holland vann Búlgariu 86—65 eftir 39—30 í hálfleik. Cramer skoraði 17 stig fyrir Holland, Arabadjinski 19 fyrir Búlgaríu. Ungverjaland, England, Grikkland og Finnland eru í riðli sem leikinn er í Istambul og grennd en Sviþjóð, Portú- gal, Holland og Búlgaría í riðli f Ismir. -hsim. „Lcikurinn var í jafnvægi fyrstu 20 mínúturnar en þá náðum við undirtökunum og áttum megnið af leiknum eftir það,” sagði Teitur, sem skoraði fyrra mark öster i gær. Jan Mattson skoraði það síðara. Teitur hefur nú gert hátt i 40 mörk fyrir Öster í Allsvenskan i 81 leik — ekki amalegt meðaltal það! Gautaborg tapaði enn eina eina ferð- ina — nú 0—1 heima fyrir Djurgaard- en. örgryte vann 3—0 en Teitur mundi ekki í svipinn gegn hverjum var leikið. AIK á ekki að leika fyrr en í kvöld. Þau úrslit sem annars komu mest á óvart var 4—4 jafntefli Malmö og Hammar- by í Malmö. -SSv. MAN. UTD. RAK DAVE S —þrátt fyrir sjö sigurleiki í röð. Sorg meðal leikmanr „Vlð, leikmenn Man. Utd., erum hrygglr og hissa (sad and surprised),” sagði Gordon McQueen, miðvörður Man. Utd., i viðtali f BBC á fimmtudag þegar þær fréttir bárust frá höfuð- stöðvum Manchester-félagsins að það hefði rekið framkvæmdastjóra sinn, Dave Sexton, og aðstoðarmann hans, Tommy Cavanaugh. Stjórn Man. Utd. tók þá ákvörðun á fundi á miðvikudagskvöld að þeir Sext- on og Cavanaugh hættu störfum hjá félaginu eftir heldur slakt leiktímabil að mati stjómarmanna. Formaður fé- lagsins, Martin Edwards, tilkynnti fjöl- miðlum þessa ákvörðun og varð þegar talsvert fjaðrafok í enskum blöðum. Edwards sagði: „Þaö er álit stjórnar- manna að þrátt fyrir árangur í undan- fömum leikjum hafi liðið ekki náð að sýna þann háa standard i skemmtilegri knattspyrnu sem krefjast verður af Manchester United.” Man. Utd. sigraði í sjö sfðustu leikj- um sinum á leiktlmabilinu og Dave Sexton var framan af leiktímabilinu mjög óheppinn með leikmenn sina. Margir lykilmenn áttu við meiðsli eða veikindi að stríða. Aðeins tveir, Steve Coppell og Arthur Albiston, léku alla 42 deildaleikina. Leikmenn eins og Ray Wilkins, Gordon McQueen, Martin Buchan misstu úr fjölmarga leiki og þaö skapaði mikinn hringlanda í iiðs- skipun. „Við tókum þá ákvörðun að láta Sexton hætta vegna hundraða bréfa, sem okkur bárust frá aðdáendum fé- lagsins, þar sem þeir létu í ljós óánægju með þá knattspyrnu, sem United-liðið hefur leikið,” sagði Martin Edwards ennfremur. Dave Sexton hefur um langt árabil verið í hópi kunnustu framkvæmda- stjóra Englands i knattspyrnunni. Undir hans stjóm varð Chelsea bikar- meistari 1970 og QPR komst i annað sæti ( 1. deild 1976, einnig undir stjórn Sextons. Siðan fór hann til Man. Utd. 1977 og 1978 komst Man. Utd. 1 úrslit ensku bikarkeppninnar. Tapaði fyrir Arsenal 1 úrslitum. f fyrra varð Man. Utd. í öðru sæti i 1. deild og verður i ár . sennilega i áttunda sæti. Það er þvi alls ekki hægt aö tala um slakan árangur hjá Sexton með lið Man. Utd. en knatt- spyma liðsins þykir ekki skemmtileg. Stöðugir háboltar á Joe Jordan inn i vítateig mótherjanna hefur verið ein- kenni sóknarleiksins, talsvert önnur og lakari knattspyrna en þegar snillingarn- ir George Best, Bobby Charlton og Dennis Law réðu sóknarleiknum fyrr, um og eftir 1970. Aðdáendur Man. Utd. em þvi meira en lítið kröfuharðir.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.