Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 8
-8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Spennan vex stöðugt á Norður-írlandi: MÓBIR SANBS HVETURTIL STILUNGAR — Bobby Sands í dauðadái eftir 65 daga hungurverkf all Rosaleen, móðir fangans og þing- mannsins Bobby Sands, hefur hvatt íbúa Norður-írlands til að sýna still- ingu þegar sonur hennar deyr. Sands er nú í dauðadái eftir að hafa verið í hungurverkfalli í 65 daga. Er dauða- stríð hans orðið mun lengra en læknar höfðu reiknað með. Móöir hans er nú stöðugt við rúm hans og í gærkvöldi sagði hún við fréttamenn aö sonur hennar væri aö deyja. „Ég vil hvetja fólk til aö sýna still- ingu og hefja ekki bardaga sem mundu hafa dauða og eyöileggingu i för meðsér,” sagði hún. Sands, sem er 27 ára gamall kaþól- ikki, sagði áður en hann missti með- Óttazt er að miklar óeirðir muni brjótast út þegar Sands deyr. vitund aö hann vildi ekki að læknar reyndu að vekja hann úr dái nema gengið hefði verið að kröfum hans um að hann og félagar hans úr IRA I brezkum fangelsum yrðu meðhöndl- aðir sem pólitiskir fangar. Brezka stjórnin hefur staðfastlega neitað að verða við þeim kröfum. Óttazt er aö miklar óeirðir muni brjótast út á Norður-írlandi strax og Sands lætur lifið. Brezki írlands- málaráðherrann Humphrey Atkins hefur aö undanförnu átt daglega fundi meö foringjum tólf þúsund manna lögregluliðs og ellefu þúsund manna brezkra hersveita um hvernig unnt reynist að bæla niður þær óeirðir sem fullvíst er talið að verði. Rosaleen, móðir IRA-skæruliðans Bobby Sands, hefur hvatt ibúa Norður-lrlands til að sýna stillingu þegar sonur hennar lætur llfið. Lech Walesa, leiðtogi óháðu verkalýðsfélaganna I Póllandi, hefur á undanförnum mánuðum fengið meiri umfjöllun I vestræn- um fjölmiðlum en flestir ef ekki allir þjóðarleiðtogar heimsins. Eins og myndin hér að ofan sýnir hefur Walesa prýtt forsiður fjölmargra þekktustu tímarita heimsins. Walesa hefur nú hvatt félaga sína i Einingu (Solidarnosc) til að láta af frekari kröfum i bili en reyna I þess stað að tryggja það sem þegar hefur áunnizt i baráttu verkamanna fyrir auknu frelsi i Póllandi. NATO-viðræður hef jast í Róm Talsmaður Bandaríkjastjórnar segir fréttir um að vesturveldin ætli að hefja afvopnunarviðræður við Sovétmenn á þessu ári ótímabærar. Joseph Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, segir að utanríkisráðherrar NATÓ-rikjanna muni ef til vill ákveða tlma sllkra viðræðna á fundum sínum sem verða haldnir i Róm I dag og á morgun. Fundur utanríkisráðherra NATÓ- rikjanna er sá fyrsti sem haldinn er siðan stjóm Reagans tók við völdum í Bandaríkjunum. Búizt er við að Alex- ander Haig, utanríkisráðherra Banda- rikjanna, muni lýsa yfir vilja Banda- ríkjanna til að hefja viðræður við Japanir gagn- rýna Reagan Zenko Suzuki, forsætisráðherra Jap- ans, hefur gagnrýnt rikisstjórn Ronalds Reagan fyrir að hafa ekki ráðgazt við stjórn Japans áður en kornsölubanninu á Sovétrikin var aflétt i síðasta mánuði. Sovétmenn um meðaldræg skotvopn. Ýmsir embættismanna NATÓ héldu því þó fram að ákvörðun um fyrstu af- vopnunarviðræður Bandaríkjanna og Sovétrikjanna yrði frestað þar til eftir fund varnarmálaráðherra NÁTÓ í Brússel i næstu viku. Sierra Leone: Gífurlegur barnadauði Meira en fjórðugnur þeirra bama sem fæðast á Sierra Leone deyja áður en þau ná tveggja ára. aldri, að því er viðskiptaráöherra landsins, Sama Banya, sagði í gær. Á ráðstefnu um íbúafjölda, sem haldin var I Sierra Leone, sagði hann að af hverjum 1000 börnum sem fæddust næðu aöeins 635 fimm ára aldri. Kína: Njósnarí dæmdur í 15 ára fangelsi Njósnari frá Formósu er handtekinn var í Kanton í Kíria í janúarmánuði síöastliðnum fyrir að hengja upp áróður fjandsamlegan stjórn Kína hefur nú verið dæmdur i fimmtán ára fangelsi. Að sögn dagblaðs i Kina haföi njósnarinn, sem heitir Zeng Fuchum, feröazt oft á milli Hong Kong og Kanton og látið af hendi pólitiskar og hernaðarlegar upplýsingar við leyni- þjónustumenn frá Formósu i Hong Kong. Zeng, sem flúöi frá Kina til Hong Kong árið 1961, var handtekinn er hann ljósmyndaði áróðurinn sem hann hafði hengt upp. Iran: Ahöfn „njósnaskips- ins” íyfirheyrslu írönsk yfirvöld yfirheyra nú nitján manna áhöfn olíuskipsins sem fært var til hafnar í Persaflóa I siðustu viku. Áhöfn skipsins er að mestu leyti skipuð Bretum og mun írani hafa grunað aö skipinu hafi verið ætlað að njósna um ferðir íranskra skipa. franirnir munu upphaflega hafa talið að skipið væri bandarískt, auk þess sem þeim þótti ýmis tækjabúnaður þess grunsamlegur. Myndin hér að ofan lýsir vel þeim hörðu átökum sem urðu i Brixton-hverfinu 1 London fyrir skömmu. Talið er að óeirðirnar þar séu þær verstu sem orðið hafa í Englandi frá lokum sfðari heimsstyrjaldarinnar. Tugir manna slösuðust í átökunum sem urðu á milli lögreglunnar og Ibúa hverfisins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.