Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. Sorgin og skelfingin eru hlutar daglega lífsins ÍEI Salvador: EG FANN PABBA, MOMMU OG ÁTTA SYSTKINIMÍN MYRT r Utry mingarherf erð stjornarhersins í El Salvador á hendur íbúum þeirra héraða sem skæruliðar eru taldirráða „Ég hafði verið úti á akrinum að vinna. Þegar ég kom heim fann ég mömmu, pabba, fjóra bræður mina og fjórar systur. Þau lágu i blóðugri hrúgu. Ég hljóp þá til annars sveita- bæjar, Zapotai. Þar kastaði flugvél sprengjum á bæinn. Ég faldi mig þar í fjórar nætur þangað til kona tók mig meö sér tii Hondúras.” Þetta er frásögn tiu ára gamals drengs, Santiago Hernandez frá E1 Salvador. Þannig sagðist honum frá óhugnanlegri lífsreynslu i samtali við David Blundy, brezkan fréttamann frá Sunday Times. Blundy segir sögu hans þá óhugnanlegustu af fjölda svipaðra vitnisburða flóttamanna frá E1 Salvador sem komnir eni til Hond- úras. Ýmsir þessara vitnisburða voru birtir í Sunday Times 26. april og benda þeir til þess að stjórnarherinn i E1 Salvador hafi farið hreina útrým- ingarherferð á hendur íbúum þeirra landsvæða þar sem skæruliðar vinstri manna eru taldir ráða ríkjum. Börn og gamalmenni eru skotin án nokkurrar miskunnar að óttaslegnum ættingjum ásjáandi. Sprengiflugvél- um, vélbyssum, handsprengjum, byssustingjum og hnífum er beitt við morðin á bændafólkinu. Af sjálfu sér leiðir að fólkið reynir að flýja undan stjórnarhermönnun- um. Hundruðum saman reynir það að komast yfir ána á landamærum E1 Salvador og Hondúras. En þar er það oftast stöðvað af stjórnarhermönn- um í Hondúras og rekið til baka með vopnavaldi, rekið út í opinn dauð- Þcssir litlu drengir eru i hópi hinna „heppnu”, þeirra sem kómizt hafa yfir landamærin og dvelja nú I flóttamannabúðum i Hondúras. Blundy ræddi við presta, hermenn, lækna, flóttamenn og starfsmenn hjálparstofnana. Vitnisburðirnir voru á einn veg og lýsa skelfilegu blóðbaði sem stjórnarherinn í E1 Salvador hefur staöið fyrir. Blundy var sjálfur með frönskum presti, tveimur læknum og manni frá Hondúras þegar 500 manns reyndu að komast yfir landamæri E1 Salva- dor og Hondúras. Leiðsögumenn hans voru mjög taugaóstyrkir þvi þeim var vel kunn- ugt um aö slíkir hópar flóttamanna verða oft fyrir hatrömmum árásum bæði úr lofti og á landi. í þetta sinn voru flóttamennirnir stöðvaðir af hermönnum frá Hondúras. Fólkið var flest illa haldið af næringarskorti og sjúkdómum eftir margra vikna flótta. Engu að siður skipuðu hermennirnir frá Hondúras þvi með vopnavaldi að snúa til baka. Þá gekk annar læknanna fram á móti hermönnunum, sem beindu rifflum sínum að maga hans. Hann sagði hermönnunum að hann mundi skýra Sameinuðu þjóðunum frá því sem gerzt hefði og að fulltrúi alþjóð- legs fjölmiðils væri með í hópnum. Þá fyrst leyföu hermennirnir fólkinu að halda áfram för sinni. Þær sögur sem flóttafólkið hafði að segja lýsa ótrúlegri og takmarka- lausri grimmd og mannvonzku. Andrez Ramirez hafði þá sögu að segja að hermenn komu inn í hús og spurðu hvar skæruliðasveitirnar héldu til. Þegar hann svaraði þvi til að hann vissi það ekki myrtu þeir konu hans með skoti í gegnum höf- uðið. Honum tókst að flýja til bæjar- ins Zapotal sem varð fyrir sprengju- árásum rétt á eftir. Konur og börn féllu í tugatali. Guadelope Romero, 71 árs gamall, sagði að hermenn heföu komið inn í hús hans, stillt upp 26 ára gamalli dóttur hans og fjórum barnabömum undir ellefu ára aldri og skotið þau öll. Catelina Ramierezi, 21 árs, sagði að um fjörutíu hermenn hefðu komið heim til hennar og beðið mann henn- ar um skilríki. Þeir leiddu hann siðan út úr húsinu og skutu hann. Tengda- móðir hennar kom þá gangandi heim að húsinu og var umsvifalaust skotin. Flora Fidaz, einnig 21 árs gömul, sagði að móðir hennar, tvær systur og sjö systkinabörn öll undir sjö ára aldri hefðu verið myrt af stjórnarher- mönnum. Systur hennar var nauðgað og hún síðan skorin á háls. Börnin voru pyntuð áður en þau voru drepin. Sjálfri tókst henni að komast undan. Er hún hljóp frá húsinu sá hún einn hermannanna binda hand- sprengju utan um magann á einu barninu og síðan var það sprengt i loft upp að foreldrunum viðstödd- um. Nú eru um 4.500 flóttamenn frá E1 Salvador 1 flóttamannabúðum i Hondúras. Þeir búa í tjöldum og skortir bæði læknislyf og mat. Er nýju flóttamennirnir koma til búð- anna f fylgd með blaðamanni Sunday Times tók á móti þeim bandarískur trúboði, Jimmy Swaggart, sem var viðstaddur þar ásamt nokkrum sjónvarpsmönnum. Hann stjórnaði bænastund með flóttamönnunum og sjónvarpsvélarnar mynduðu atburð- inn. Það eina sem flóttamennina skortir ekki er kjarkur, sögðu starfsmenn flóttamannabúöanna. (The Sunday Times). Göngum ávallt vinstra; megin á móti akandi umferð.. UX FERÐAR Gerviaugnasmiður Þýzki gerviaugnasmiðurinn Miiller-Uri verður við stofnunina dagana 25.-29. maí n.k. Tekið á móti pöntunum í síma 26222 frá kl. 9—12 f.h. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Ofbeldinu í El Salvador virðast engin takmörk sett. Myndin sýnir móður sem hefur fundið syni sina og félaga þeirra myrta. Sorgin og skelfingin er hluti af daglega líflnu í El Salvador.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.