Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 04.05.1981, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. MAÍ 1981. CHILTON - HA YNES - AUTOBOOKS fyrir flestar gerðir bíla fást hjá stærri bóksölum og hjá okkur. Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða aðstoðarmann við gæzlu í Stjórnstöð Byggðalínu að Rangárvöllum á Akur- eyri. Reynsla við rekstur rafveitukerfa æskileg. Upplýsingar um starfið veita Ásgeir Jónsson Akureyri síma: 96-25641 og rekstrarstjóri Raf- magnsveitna ríkisins Reykjavík. Umsóknin ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmannastjóra. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, Rvík. Iþróttir Iþróttir Sigurður Sveinsson áfram hjá Þrótti —yf irlýsing þess ef nis gef in á uppskeruhátíð Þróttar „Siguröur Sveinsson veröur áfram hjá Þrótti næsta keppnistimabil,” sagði Ólafur H. Jónsson, fyrirliði liðsins, i heljarmiklu hófi sem haldið var i tilefni góðrar uppskeru félagsins i handknattleiknum i vetur. Var þessari yfirlýsingu Ólafs fagnað geysilega — lfkt og sjálfur Messias hefði ákveðið að ganga í Þrótt. Þar með er lokið margra vikna „spekúleringum” um hvort Sigurður yrði áfram hjá félaginu eða færi til Dankersen, eins og lengi vel stóð til. Það hefur vafalítið vegið þungt á vogarskálunum að Þróttur vann sér sæti í Evrópukeppni bikarhafa næsta haust svo og sú ákvörðun Ólafs H. að vera áfram hjá félaginu. Ekki er að efa að þessi ákvörðun Sigurðar á eftir að verða handknattleiksunnendum fagnaðarefni. -SSv. 40% afsláttur Þessi Westínghouse örbylgjuofn er tíl sölu af sérstökum ástædum. Uppl. hjá auglþj. DB. H—238. ORÐSENDING TIL FORELDRA í þessari viku fá nemendur grunnskóla í hendur bæklinginn „Sumarstarf fvrir börn og unglinga 1981“, með uppíýsingum um framboð á sumarstarfi neðangreindra stofnana. Foreldrar eru hvattir til þess að skoða bæklinginn vandlega með börnum sínum. Iþróttaráð Reykjavíkur Tjarnargötu 20 s. 28544 Leikvallanefnd Reykjavíkur Skúlatúni 2 s. 18000 Skólagarðar Reykjavíkur Skúlatúni 2 s. 18000 Vinnuskóli Reykjavíkur Borgartúni 1 s. 18000 Æskulýðsráð Reykjavíkur Fríkirkjuvegi 11 s. 15937 AZ '67 MALAÐIFEYEN00RD —og tryggði sér hollenzka meistaratitilinn „Við munum að sjálfsögðu fagna þessum sigri okkar en hugurinn er þó við leikina gegn Ipswich,” sagði George Kessier, þjálfari AZ ’67, i við- tali við Reuter eftir að menn hans höfðu tekið Feyenoord, eina iiðið sem átti stæröfræðilega möguleika á að ná þeim að stigum, heldur betur í karp- húsið i Rotterdam og sigrað 5—1. Feyenoord-liðið var yfirspilað frá Magdeburg sigurvegarí Magdeburg frá A-Þýzkalandi varð i síðustu viku Evrópumeistari i hand- knattleik er liöið sigraði Slovan Lublj- ana frá Júgóslaviu 29—18 i siöari úrslitaleik liðanna sem fram fór í Magdeburg. Lubljana vann fyrri leik- inn 25—23 þannig að samanlagður sigur Magdeburg er sannfærandi. fyrstu mínútu til hinnar síðustu og alger upplausn viröist nú ríkja innan þess. Feyenoord er nú dottið niður í 3. sætið en ætti engu að síður að vera öruggt með UEFA-sæti þó svo bæði Ajax og PSV Eindhoven séu á hælunum á þvi. Úrslitin um helgina urðu sem hér segir: Deventer — Excelsior 4—2 Roda — PSV Eindhoven 2—3 Wageningen — NAC Breda 2—2 Maasjricht — NEC Nijmegen 0—0 Utrecht — Groningen 3—0 Willem II — Den Haag 2—1 Feyenoord—AZ '67 1—5 Twente — PEC Zwolle 2—0 Ajax — Sparta 2—1 Staðanátoppnum: AZ’67 28 24 3 1 84—22 51 Utrecht 29 16 8 5 59—28 40 Feyenoord 29 16 7 6 59—36 39 Ajax 28 17 4 7 70—47 38 PSV Eindhoven 29 15 8 6 52—25 38 Naumt hjá Danskinum Danir unnu nauman sigur á Luxem- borg i 5. riðli undankeppni HM i Luxemborg á föstudag. Lokatölur 2—1 eftir að heimaliðið hafði náð forystu með marki Alain Niirnberg á 37. mín. Mark hans var jafnframt fyrsta mark Luxemborgara i keppninni. Perben Elkjær Larsen jafnaði metin strax á 2. mínútu síðari hálfleiks- ins og á 62. mínútu skoraði Frank Arnesen sigurmarkið. Staðan í 5. riðli er nú þannig: Ítalía 4 4 0 0 8—0 8 Júgóslavía 4 3 0 1 12—4 6 Grikkland 5 3 0 2 6—7 6 Danmörk 5 2 0 3 6—5 4 Luxemborg 6 0 0 6 1—17 0 Endasprettur Mikko Hame færði A-sveit ÍR sigurinn — hörkukeppni í Kambaboðhlaupinu ígær A-sveit ÍR sigraði i Kambaboðhlaup- inu sem fram fór i gær i hálf-hryssings- legu veðri. Framan af var það þó sveit Ármanns sem leiddi og eftir 1. sprett hafði hún minútu forskot á sveit FH og 90 sek. á A-sveit ÍR. Eftir annan sprettinn hafði Ármann enn mínútu forskot á næstu sveit, sem var nú B-sveit ÍR. Eftir þriðja sprettinn var hins vegar A-sveitin orðin fyrst með 20sek. forskotáÁrmenninga,semsvo hafði aðrar 20 sek. i forskot á B-sveit ÍR. Mikko Háme, sem hljóp lokasprett- inn fyrir A-sveitina, náði frábærum tíma, 30,38 sek. og var það bezti tími hlaupsins. Ágúst Ásgeirsson hljóp lokasprettinn fyrir B-sveitina og tryggöi henni annað sætið með góðu hlaupi. A-sveit ÍR, skipuð þeim Guð- mundi Ólafssyni, Úlfari Andréssyni, Gunnari Páli Jóakimssyni og Mikko Háme, varð því fyrst á 2:16,41 klst. B- sveitin, skipuð þeim Sigurjóni Andrés- syni, Stefáni Friðgeirssyni, Jóhanni Heiðar og Ágústi Ásgeirssyni, varð í 2. sæti á 2:18.50. Ármenningar höfnuðu í Líkur Pólverja á að komast i úrslita- keppni HM á Spáni á næsta ári jukust talsvert er þeir unnu aðalkeppinauta sina 1 7. riðlinum, A-Þjóðverja, 1—0 i Chorzow á iaugardag. Eina mark leiksins skoraði Buncol á 55. minútu og var það i meira lagi glæsilegt. Eftir hornspyrnu nikkaði Lato, sem lék sinn 94. landsleik, fallega til Buncol, sem þrumaði knettinum í netið við taumlausan fögnuð hinna 80.000 3. sætinu á 2:22,17, sameiginleg sveit FH og Breiðabliks varð 4. á 2:25,19 og C-sveit ÍR varð siðust á 2:29,37 klst. áhorfenda, sem veifuðu pólskum fánum. Margir mættu til leiks með einkennisfána Samstöðu og veifuðu þeim ákaft. Yfirburðir Pólverjanna voru miklir og jafntefli í A-Þýzkalandi tryggir þeim sæti á Spáni. Staðaní7. riðlinum er nú þannig: Pólland 2 2 0 0 3—0 4 A-Þýzkaland 2 10 1 2—2 2 Malta 2 0 0 2 1—4 0 -SSv. Mikilvægur sigur hjá Pólverjum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.