Dagblaðið - 21.09.1981, Síða 15

Dagblaðið - 21.09.1981, Síða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981. 15 G Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Fyrsta íslandsmótið í maraþonhlaupi: Ágætt Islandsmet Sigurðar 9 Glæsilegt Fyrsta íslandsmótið i maraþon- hlaupi, 42,2 km, fór fram í Reykjavík i gær. Hlaupið var um vesturbæinn 4—5 hringi. Rásmark við Shellstöðina við Birkimel skammt fró Hótel Sögu og endamark á sama stað. 11 keppendur hófu keppni, þar á meðal íslandsmet- hafinn Sigfús Jónsson, ÍR. 7 luku hlaupinu. Fljótlega tók Sigurður P. Sigmunds- son, FH, landskunnur langhlaupari, forystuna og jók hann bilið stöðugt alla leið 1 mark. Giæsilegt íslandsmet sá dagsins ljós, 2 klst. 31 ;33 mín. Gamla metið átti Sigfús Jónsson, ÍR, sett í Windsor í Englandi 10. júní 1978. Sig- fús varö þá 19. af 300 keppendum. Met Sigfúsar Jónssonar var 2 klst. 38:29 mín. Framan af hlaupinu í gær fylgdu þeir Stefán Friðgeirsson, ÍR, og Gunnar Snorrason, UBK, Sigurði P. Sigmundssyni allvel eftir en urðu að gefa eftir við 30 km. Eftir um 35 km fór Jóhann Heiðar Jóhannsson, ÍR (læknir), fram úr þeim og náði öðru sæti. 2 klst., 50,5 mín. Gunnar Snorra- son, UBK varð þriðji á 2 klst, 54,43 mín. 4. Stefán Friðgeirsson, ÍR, efni- legur hlaupari, 2 klst. 55,34 mín. 5. Leiknir Jónsson, Á., 3 klst. 00,23 mín., en lengdi þó leið sína undir lokin um ca 400 m. 6. Sigurjón Andrésson, ÍR, 3 klst. 01,05 mín., 7. Guðmundur Gisla- son, Á., 3 klst., 02,48 mín. Þeir Leiknir og Guömundur Gislason eru lands- kunnir sundmenn sem um árabil voru beztu sundmenn landsins og kepp- endur á ólympíuleikum. Þeir sýndu af sér hörku með því að Ijúka hlaupinu á ÞEIR ERLENDUI ÖÐRUM KLASSA —á af mælismóti Vals í badminton Erlendu keppendurnir á afmælis- móti Vals i badminton, sem háð var i Laugardalshöll um helgina, höfðu mikla yfirburði yfir hina islenzku keppinauta sina. Léku til úrslita i öllum flokkum. í úrslitum einliðaleiks karla í gær sigraði Kenneth Larsen, Danmörku, Steven Baddeley, Englandi, I þremur lotum. 15—12, 5—15 og 15—6. í ein- liðaleik kvenna var einnig danskur sigur. Nettie Nielsen sigraði Helen Troke, Englandi, 11—5 og 11—5. Er- lendu keppendurnir á þessu 70 ára af- mælismóti Vals voru níu. Af úrslitum í leikjum hinna erlendu við bezta badmintonfólk okkar má nefna að Kenneth Larsen sigraði ís- landsmeistarann Brodda Kristjánsson 15—2 og 15—7. Steven Baddeley sigr- aði Jóhann Kjartansson 15—2 og 15— 9 og Charlie Gallagher, Skotlandi, sigr- aði Sigfús Ægi 15—8 og 15—10. í einliðaleik kvenna sigraði Pia Larsen, Danmörku, íslandsmeistarann Kristínu Magnúsdóttur 11 — 1 og 12— 10. Helen Troke sigraði Kristínu Berg- lindll—Oogll—2. KARFAN BYRJUÐ —fyrstu leikir Reykjavíkurmótsins voru um helgina Reykjavikurmótið í körfuknattleik hófst um helgina og voru leiknir fjórir leikir, allir i iþróttahúsi Hagaskóla. Upphaflega voru sex leikir á dagskrá en lið Ármanns hefur dregið sig úr mótinu og er óvist hvort félagið verður með i íslandsmótinu. Mikið hrun hjá félagi sem varð íslandsmeistari fyrir aðeins fimm árum. Á laugardag voru tveir leikir. ÍS vann Val með 71 stigi gegn 68 eftir að Valur hafði leitt í hálfleik 35—29. Dennis McGuire 30, og Bjarni Gunnar Sveinsson 18 voru stigahæstir Stúdenta en Valdimar Guðlaugsson 17, og Rík- harður Hrafnkelsson 16 skoruðu mest fyrir Val. Fram sigraöi KR 83—80 (48—42). Símon Ólafsson og Val Bracy skoruðu 28 stig hvor fyrir Fram en Stewart Johnson 32 og Jón Sigurðsson 20 stigfyrirKR. Á sunnudag sigraði KR ÍS með 95 stigum gegn 71 og Valur vann ÍR 67— 60. Útlit er fyrir spennandi keppni og verða önnur og þriðja umferð leiknar um næstu helgi. -VS. Heimsmet í lyft- ingum á HM f Lille Blagoi Blagoev frá Búlgaríu, silfur- verðlaunahafi á ólympiuleikunum i Moskvu, varð sigurvegari i milliþunga- vigt (undir 90 kg) á heims- og Evrópu- meistaramótinu i lyftingum í Lille i Frakklandi um helgina. Hann setti heimsmet i snörun, 185 kg, og jafnaði metið i samanlögðu með þvi að lyfta 405 kg samanlagt. Annar varð hinn 19 ára gamli Sovétmaður, Yuri Zakhare- vich, sem átti bæði heimsmetin, með 397.5 kg samanlagt (180—217,5) og þriðji Liubomír Usherov frá Búlgariu (167,5—212,5 = 380 kg). í 100 kg flokki sigraði Viktor Sots frá Sovétríkjunum (182,5—225 = 407.5 kg), annar varð Bruno Matkie- wicz frá Tékkóslóvakíu (175—217,5 = 392.5 kg), og þriðji Veselin Osikowski fráBúlgaríu (170—217,5 = 387,5 kg). í 110 kg flokki var Valery Kravchik frá Sovétríkjunum. Hann snaraði 180 kg, og jafnhattaði 235 kg en tókst ekki að setja heimsmet þrátt fyrir góða til- raun við 240,5 kg, hálfu kílói meira en heimsmet landa hans, Leonid Tara- nenko. Samanlagt lyfti Kravchik því 415 kg. Annar varð landi hans Viaches- lav Klokov (185—225 = 410), og þriðji Plamen Asparuhov frá Búlgariu (180— 225 = 405 kg). í yfirþungavigt, (yfir 110 kg), sigraði Sovétmaðurinn Anatoly Pisarenko (187,5—237,5 = 425 kg), annar varð landi hans Senno Salzwedel (180— 237,5 = 417,5), og þriðji Tadesuz Rut- kovski frá Póllandi (182,5—232,5 = 415 kg). Sovétmenn hlutu því flest gull- verðlann á mótinu, fimm talsins, Búl- garar fjögur. -VS. Vildu leika Vegna fréttar hér i DB um heímsókn sovézka handknattleiksliðsins Kunsevo hafa forráðamenn handknattleiksdeild- ar Víkings beðið blaðið að geta þess, að ekki sé rétt að íslandsmeistarar Vikings hefðu ekki viljað leika við sovézka liðið. Það vildu þeir og búið var að ákveða leikdag. Hins vegar var leik- deginum breytt — Vikingar beðnir að leika við Kunsevo i kvöld, mánudag. Það vildi þjálfari Viklngs, Bogdan Kowalczyk ekki. Taldi allt of mikið álag á leikmenn sína i byrjun keppnis- timabils að leika tvö kvöld i röð. Vík- ingur lék i gærkvöld við KR á Reykja- víkurmótinu. Það verða þvi bikar- meistarar Þróttar, sem leika við sovézka liðið í Laugardalshöllinni i kvöld. Þá má geta þess, að Hilmar Sigur- gíslason tilkynnti félagasldpti úr HK yfir f Viking 14. október sl. Hann getur þvi byrjað að leika með Vfking eftir rúmar þrjár vikur. -hsim. góðum tíma. Gamli Islandsmethafinn, Sigfús Jónsson, ÍR, hætti hlaupinu er hann hafði sýnt félögum sínum leiðina eftir um 16 km. Sömuleiðis þeir bræður Árni Þ. og Gunnar Kristjánssynir, landskunnir sundmenn hér á árunum og góðir langhlauparar. Einnig Sig- hvatur Guðmundsson, HVÍ. Saga maraþonhlaupsins á íslandi Magnús Guðbjörnsson, KR, var fyrstur til þess að hlaupa langhlaup með góðum árangri og hefja maraþon- hlaup til virðingar. Magnús Guð- björnsson hljóp árið 1926 40,2 km á 3 klst. 10,15 mín. Árið 1927 á 3 klst. 04,40 mín. og árið 1928 á 2 klst. 53,6 mir.. Hafsteinn Sveinsson, Selfossi, vakti landsathygli árið 1957 er hann hljóp frá Kambabrún til Reykjavíkur á 2 klst. 49:01,2 mín. og hina einu sönnu vegalengd 42,2 km. á 3 klst 01:02,0 mín. Endamark á Melavelli í Reykja- vík. Fyrstur til þess að hlaupa vegalengd- ina eins og alþjóðareglur segja til um, að enda hlaupið við rásmark, var Jón Guðlaugsson HSK, einnig landskunnur langhlaupari. Það gerðist á Norður- landameistarahlaupinu í maraþon- hlaupi I Reykjavik 1968 en þá var hlaupið frá Laugardalsvelli til Garða- bæjar og til baka á völlinn. Tími Jóns var 3 klst. 51:03,8 mín. Þrír Finnar voru fyrstir. Högni Óskarsson KR (læknir) bætti þetta met fjórum sinnum á árunum 1975 og 1976 i USA. Fyrst í Rochester 1975, 3 klst. 15,17 min. Síðan i Buffalo, 3 klst. 05,38 mín. 1975. í Rochester 2 klst. 53,05 mín. 1976 og aftur 16. okt. í sömu borg, 2 klst. 50,56 mín. Árið 1978 bætti síðan Sigfús Jóns- son, íslandsmethafinn í 5 og 10 km hlaupi, metið eins og áður segir 1 Wind- sor í 2 klst. 38,29 mín. Met Sigurðar P. Sigmundssonar úr Hafnarfirði, 2 klst. 31,33 mín. sýnir að maraþonhlaup viröist liggja fyrir honum í framtíðinni. Væntanlega keppir hann i maraþon- hlaupi erlendis á næsta ári. Beztu afrek i maraþonhlaupi. 42,2 km. 1. Sigurður P. Sigmundsson, FH 2 klsi.31:33,0 2. Sigfús Jónsson, ÍR 2 klst.38:29,0 3. Jóhann Hciðar Jóhnnnsson, ÍR 2 k'.st.50:05,0 Sigurður Pétur Sigmundsson, íslands- methafi I maraþonhlaupi. 4. Högni Óskarsson, KR 5. Gunnar Snorrason, UBK 6. Slefán Friðgeirsson, ÍR 7. Leiknir Jónsson, Á. 8. Sigurjón Andrésson, ÍR 9. Guðmundur Gislason, Á 10. Jón Guðlaugsson, HSK 2 klst.50:56,0 2 klst.54:43,0 2 klst.55:34,0 3 klst.00:23,0 3 klst.01:05,0 3 klst.02:48,0 3 klst.51:03,9 42,2 km (bein braut) 1. SigurðurP. Sigmundsson, FF 2klst.43,50 2. Gunnar Snorrason, UBK 2 klst.46,49 3. Stefán Friðgeirsson, ÍR 2 klst.52,51 4. Högni Óskarsson, KR 2 klst.58,16 5. Hafsteinn Sveinsson, HSH 3klst.01,02 6. Árni Krístjánsson, Á 3 klst.08,06 7. Ársæll Benedikt&son, ÍR 3 klst.l 1,32 -óu. AFMÆ LISHÁTÍÐ VALS í Laugardalshöllinni í kvöld kl. 20.00 ÞROTTUR - KUNSEVO Mætum öll i Höllina og sjáum Hvað gera Þróttarar? Gráfeldur Þingholtsstræti Ólafur Gíslason hf., adidas — gallar í öllum stærðum Lrtir: dökkblátt l/ósblátt ograutt fP) • Velúr ga/larnir komrtir. Stórar stærðir. Vandaðar úlpur, stæröirfrá 10 ára upp í fullorðins- stærðir. OPIÐ LAUGARDAGA PÓSTSEIMDUM Dikckrinn SKÓLAVÖRÐUSTÍG 14 - SÍMI24520

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.