Dagblaðið - 21.09.1981, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1981.
19
Engum til meins
Alþýfluleikhúsiö:
STERKARI EN SÚPERMANN
Höfundur: Roy Kift
Þýöing: Magnús KJartansaon
Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson
Lög og textar: Ólafur Haukur Simonarson
Leikstjóm: Thomas Ahrens og Jórunn Sigurflar-
dóttir
Þegar ein bára rís. Þá er önnur stök.
Ekki er Leikfélag Reykjavíkur fyrr
búið að leika leikrit um vangefmn piit
en Alþýðuleikhúsið diskar upp með
leik um fatlaðan dreng í hjólastól. Ætli
sé ekki von á meira svo góðu áður en ár
fatlaðra erúti?
Því miður er ég hræddur um að þessi
málefni séu sumpart á misskilningi reist
í leikhúsunum. Til að mynda fjallar Jói
Kjartans Ragnarssonar ekki, eða að
minnsta kosti ekki svo nein mynd sé á
þvi, um „vandamál vangefinna”. Það
fjallar um sálarlíf konu. Eins held ég að
það sé misskilningur sem gengur fjöll-
unum hærra þessa dagana, að Kjartan
sé svo eða svo flinkur leikhúsmaður, en
því miður ekki nógu góður rithöfund-
ur. Hann skrifar alveg nothæfan
„texta”. Þvert á móti held ég að innst í
barmi Kjartans Ragnarssonar blundi
raunverulegt leikskáld. En það kemst
bara ekki að fyrir leikaranum, leik-
stjóranum, leikhúsmanninum sem
kann öll trixin til að greiða úr vanda-
málum leiksýningar. Það er svo að sjá,
því miður, að Kjartan Ragnarsson
haldi sjálfur að hann sé umfram allt
leikhúsmaður að „fjalla um” vanda-
mál, og hafi enn ekki fattað að hann er
í alvörunni skáld að yrkja um mann-
eskjur. Ef hann skyldi nú gefa sér tóm
er ekki örvænt um að leikhúsmaðurinn
komi um síðir leikskáldinu að gagni.
Til hvers að vera að tala um Jóa og
Kjartan? Það er líkast til bara til að
koma sér hjá þeim leiðindum að segja
frá nýju sýningu Alþýðuleikhússins —
sem að vísu nefnist „pældíði-hópur-
inn” í þeirri mynd sinni sem birtist á
laugardaginn. Og í hverju eru þau nú
að pæla? Það er aðalvandamál Stjána
fatlaða í leikritinu að hið opinbera vill
endilega drífa hann á „stofnun" og
raunar leysa allar hans þarfir með sér-
stakri „hönnun” við hans hæfi. í
þessum erindum er „sérþarfafulltrúi”
í leikritinu, einn hinn mesti asni. En
Stjáni vill aldeilis ekki á hæli, frekar en
Jói í Iðnó, hann vill vera með öðru
fólki og eins og annað fólk. Auðvitað!
Ég get ekki að þvi gert. En mér finnst
vandamál Stjána í leikritinu eins og út á
skjön við veruleikann. Hér hjá okkur
held ég að fæstum dytti í hug að drifa
Leiklist
ÓLAFUR
JÓNSSON-
Hann er kominn til að safna peningum handa öðrum en fötluðum. Björn Karlsson, Guðlaug Marfa Bjarnadóttir, Sigfús Már
Pétursson og Margrét Ólafsdóttir.
DB-myndir Bj.Bj.
MIKLATORGI - SIMI 22822
Haustlaukaúrval
Kaufmaniatúlipanar Vorboði
— 8stk. ipakka kr. 22,00 — 15 stk. í pakka — 20,00
Páfagaukatúlipanar Vetrargosi
— 7 stk. i pakka - 22,00 — 10 stk. i pakka 20,00
Darwintúlípanar Tjarnarlilja (íris)
— 10 stk. i pakka - 22,00 — lOstk. ipakka — 20,00
Triumph túlípanar Vorlilja (íris)
— 10 stk. i pakka - 22,00 lOstk. f pakka — 20,00
Fylltir túlipanar Vepjulilja
— 6stk. ipakka — 22,00 — 15 stk. í pakka — 32,00
Páskaliljur 6 teg. Skógarsóley
— 4stk. ípakka - 22,00 — 15 stk. ípakka — 20,00
Hýjasintur Stjörnuklukka
— 4stk. ípakka — 28,00 — lOstk. ipakka — 20,00
Krókus Jólahýasintur
— 15 stk. i pakka — 24,00 — 9 Utir, pr. stk. — 7,30
Perluliljur
— 15 stk. i pakka — 20,00
Leiðbeiningabæklingar fylgja öllum laukum. i
Opið kl. 9—21 — Sendum um allt land. 1
j
eins sjálfbjarga menn og Stjáni, eða
Jói, eru inn á stofnun. Og fengu heldur
ekki pláss fyrir þá þó þeir vildu. Ætli sé
ekki meira mein margra vangefinna
manna og bæklaðra hér á landi að alls
ekki sé fáanleg sú læknishjálp og
sjúkraþjónusta sem þeir sárlega
þarfnast heldur en hitt að þeir fái ekki
að Iifa lífi sínu í friði fyrir hælum og
stofnunum? Sem í leikritum eins og
þessum eru samlíkjanleg við vonda
staðinn sjálfan.
Ekki kannast ég heldur við það hér á
landi meðal barna eða fullorðinna að
það þyki sjálfgefið að maður í hjólastól
sé hálfviti né við sjúkdómsheitið
„spastískur” sem daglegt mál á vörum
barna. Eða hitt að fullorðið fólk haldi
að spastísk börn hljóti að vera vangef-
in. En út frá öllu þessu er gengið sem
gefnu í Hafnarbíói.
Þetta er sjálfsagt vel og ærlega
meint. En ef Alþýðuleikhúsinu er í
rauninni annt um vandamál fatlaðs
fólks — væri því þá ekki nær að yrkja
sjálft leikrit um vandamálin eins og þau
horfa í raun og veru við? Það er alveg
áreiðanlega af meiru en nógu að taka.
Og varla mjög vandasamt að semja
leikrit á borö við Sterkari en Súper-
mann eftir Roy Kift. Af ritgerð eftir
höfundinn í leikskránni má að vísu
ráða að hann ætlist til að í sýningunni
séu ýmisleg vandamál fatlaðs barns,
líkamleg vandamál sjúklings, vanda-
mál fjölskyldu hans í umgengni við
hann, lögð fyrir með allt öðru móti en
tókst í Alþýðuleikhúsinu. Þar fannst
mér gengið út frá því að þar sem fólkið
í leiknum er í aðalatriðum „hressir
krakkar” sé um að gera að láta nógu
„hressilega”.
Og það er líka vísast að minnsta
kosti krakkar geti haft eitthvert gaman
af hjólastóla- og hækjuhasar í sýning-
unni. Hvað sem öllum „vandamálum”
líður. Til þess er líka leikhús að hafa
gaman af því. Þetta er auðvitað ekki
leiklist, þó að það sé sýning á sviði. En
hitt er svo sem satt að sýningin gerir
engum neitt til.
Dansstúdió auglýsir innritun i ný námskeiö -
bæöi fyrir byrjendur og þá sem lengra eru
komnir. Allir aldurshópar frá 7 ára aldri.
Sérstök áhersla er lögö á jassballett vió
nútímatónlist auk þess sem kenndir veróa
sviðs- og sýningardansar fyrir bæði hópa og
einstaklinga.
Innritun:
Reykjavik: Sími 91-78470 kl. 10-12
og 13-17.
Akranes: Simi 93-1986 kl. 9-12 og
13-17.
Stígðu réttu sporin.....
.... komdu með í nýjan og ferskan
jassballettskóla.
dANSSTÚdíÓ
Sóley Jóhannsdóttir
jASsbAllETT