Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 6

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 6
86 nauðsynlegum efnum í jarðveginum. Gildir það ekki að- eim fosfórinn og kalíið heldur einnig calcium og önnur efni, sem nefnd hafa verið sporefni. Má þar til nefna magnesium, kopar, mangan, bór, kóbolt, molybdæn o. fl. Því miður er ekki aðstaða til að gera upp efnajafnvægi íslenzkrar jarðræktar, en þó er hægt, grundvallað á innlend- um rannsóknum, að reikna, nokkurn veginn nærri réttu lagi, hvert efnismagn er fært jarðveginum með búfjáráburði og tilbúnum áburði, og eru eftirfarandi tölur reiknaðar fyrir árið 1958: Tonn N F K Ca Mg C1 S Na Búfjáráburður 2070 160 2290 610 360 200 670 Tilb. áburður 7061 1624 1810 186 39 1786 184 222 Samtals 9131 1784 4100 796 399 1986 854 222 Viðvíkjandi framangreindum tölurn skal tekið fram, að efnismagn verðmætra efna í búfjáráburði er reiknað eftir innlendum rannsóknum á öllum tegundum búfjáráburðar, er til fellur. Efnismagn sjálfs áburðarins verður meira mats- atriði, því það fer eftir innistöðutíma gripanna, í öðru lagi er einnig matsatriði, hvað tapast af áburðarmagninu í geymslu og hver rýrnun verður á hverju ihinna reiknuðu efna vegina geymslutaps. Uppgefið magn verðmætra efna verður að skoðast með tilliti til þessa að vera nálægt réttu lagi, en alls ekki jafnörugglega rétt og tölurnar fyrir til- búna áburðinn. Það er skoðun mín, að það efnismagn af fosfór, sem er til umráða ár hvert fyrir landbúnaðinn, sé of takmarkað, og hið sama gildir um calciummagnið. í heildaráburðarmagninu, komi það allt til nota á hin ræktuðu tún, þá koma 26 kg fosfór á hver 136 kg köfnunar- efni og 12 kg calcium móti 136 kg N pr. ha, af því eru 2.8 kg fengin frá tilbúna áburðinum. Calciumnotkun Norð-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.