Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 7
87
manna með áburðinum árið 1958 var 46.0 kg á hvern ha
ræktaðs lands.
íslenzkum jarðvegi hefur verið gróft skipt í fjóra flokka:
mýrarjörð, moldarjarðveg, leirjörð og sandjarðveg. Efna-
innihald hefur verið talið samkvæmt eldri rannsóknum eins
og eftirfarandi tölur sýna í hverjum flokki fyrir sig í % af
þurrefni:
N P K Ca Mg S
Mýrarjörð 1.19 0.057 0.100 0.914 0.217 0.142
Moldarjarðv. 0.65 0.070 0.108 1.015 0.356 0.096
Leirjörð 0.28 0.057 0.149 2.295 0.651 0.060
Sandjarðvegur 0.16 0.035 0.108 1.942 0.862 0.020
Þessar tölur gefa sízt tilefni til að ætla, að íslenzkur jarð-
vegur sé yfirleitt fosfórsýruauðugur, og calciummagn jarð-
vegsins, að því er tekur til mýranna og moldarjarðvegs, er
vart meira en \/4 af því, sem talið er meðaltal fyrir sömu
jarðvegste-gundir í Danmörku og Þýzkalandi. Kalímagnið í
íslenzkunr jarðvegi er, að því er tekur til mýra- og moldar-
jarðvegs, hlutfallslega meira en í sömu jarðtegundum í ná-
grannalöndunum. Til undantekniinga heyrir það, að í þess-
unr jarðtegundum sé alger kalískortur hér, en ekki má Jx'i
telja ráðlegt yfirleitt að draga úr kalínotkuninni frá því,
senr nú er. Aftur á móti eru þekkt dæmi þess, að mýrar-
jörð getur verið svo snauð af fosfór, eða hann þannig bund-
inn, að hann nýtist ekki jurtunum, svo að engin túngrös
Jrrífast eða halda h'fi, þótt í landið sé sáð, ef ekki er borinn
á fosfórsýruáhurður.
Svipuð fyrirbæri hafa einnig konrið í ljós við sand-, mela-,
flag- og móaræktun.
Það er vitað mál, að efnainnihald í heyi er mjög háð
áburðargjöfinni, þannig að með vaxandi skömmtum af
hverju hinna einstöku verðmætu næringarefna í áburðin-
um eykst hundraðshluti viðkomandi efna í heyinu, reikn-
að í % af þurrefni þess.