Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 16

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 16
96 brúa og bygginga, á sama hátt hafa fjöldaerfðirnar fært okkur þær líikingar og þá stuðla, sem þarf til að reikna út sennilegan árangur af mismunandi úrvali. Nú skal með hjálp fjöldaerfðanna reynt að skýra, á hvern hátt stærð nautaárgangsins á sæðingarstöðvum verkar á erfðalegar framfarir. (Nautaárgangur þýðir hér fjölda ung- nauta, sem árlega er teikinn til afnota á sæðingarstöðvunum). Til þess að geta svarað þessari spurningu þarf að þekkja ýms atriði. Við þurfum að vita hve mikið skyldleikastöðull- inn vex með fækkandi nautum í árganginum, og 'hve mikið afköstin rýrna með liverri einingu, sem stöðullinn lækkar. Þá þurfum við að þekkja hve miklar afkastasveiflur eru á milli afkvæmahópa og að hve miklu leyti þær orsakast af erfðum. Enn fremur verðum við að þekkja kynslóðabilið fyrir mismunandi kynblandanir. Hér er ekki rúm til að gera grein fyrir þessum viðfangs- efnum, en þeim, er vilja kynnast þeim nánar, er bent á skýrslu 104 frá Institut for avls og raselcere. Höfuðárangur- inn af slíkri rannsókn er í meðfylgjandi töflu, er svarar þremur ólíkum en nátengdum spurningum, er fara hér á eftir: a) Hve sterkt úrval afkvæmarannsakaðra nauta gefur há- marks árangur? Það ætti að vera augljóst, að engin meining er í afkvæma- rannsóknum, eða prófun nauta á annan hátt, ef árangurinn er ekki notaður til þess að framikvæma sterkt úrval, en hversu sterkt á það að vera? Augljóst er, að afköstin vaxa með úrvalinu, og í fljótu bragði virðist árangursbezt að velja aðeins bezta afkvæma- rannsakaða nautið í árganginum, og nota það handa úrvals- kúnum til framleiðslu á nýjum sæðinganautum, en þá kem- ur til athugunar, að því lengra, sem gengið er með úrvalið, því meiri verður skyldleikinn. Einhvers staðar hlýtur hag- kvæmasta leiðin að vera, og svo sem taflan ber með sér, fást mestar framfarir ef við veljum tvö beztu afkvæmarannsök-

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.