Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Side 17
97 uðu nautin sem feður að næstu kynkvísl sæðinganauta (sjá töfluna). Ef við veljum aðeins bezta nautið tapast meira, vegna skyldleikaúrkynjunar, heldur en vinnst við að velja bezta nautið í stað tveggja beztu nautanna. Ef þrjú þau beztu væru valin, minnkaði að sjálfsögðu hættan á skyldleikaúrkynjun, en það, sem ynnist við þetta, yrði minna en tapið af veikara úrvali. Elagkvæmasta úrvalsgráðan verður ekki gefin sem ákveð- inn hundraðshluti, óháð nautafjölda árgangsins. I smáum kynbótaeiningum, með t. d. 4 naut í árgangi, er hagkvæmasta úrvalið 50%, en verður að eins 10% í stór- um kynbótaeiningum með tuttugu naut í árgangi. b) Hvaða bil milli kynslóða gefur mestar kynbætur? Framfarir þær, er verða við kynbætur í búfjárræktinni, verða í stökkum eða tröppugangi frá kynslóð til kynslóðar. Nú störfum við með fjölda einstaklinga samtímis, þar sem kynslóðirnar renna meira og minna saman, og því skiptir meiru að þekkja hinar árlegu erfðalegu framfarir en fram- farirnar frá kynslóð til kynslóðar. í töflunni eru tveir dálk- ar fyrir hinar misjöfnu kynbótaeiningar. í hægri dálki er gert ráð fyrir, að kynslóðabilið frá föður til sona sé 8 ár en í vinstri dálki 5 ár. í fyrra tilfellinu er gengið út frá því, er venjulega á sér stað, þar sem afkvæmarannsökuð naut eru notuð handa úrvalskúnum til að framleiða næstu kynslóð af sæðingarnautum. Þau eru þá ekki fullreynd fyrr en 4—5 ára, og synirnir ekki nothæfir fyrr en 2—3 árum síðar. I síð- ara tilfellinu er gengið út frá, að úrvalskýr fái við nautun- um það snemma, að synirnir séu nothæfir þegar feðurnir eru fullreyndir og val ungnautanna fari þá fram. Taflan sýnir, að kynbæturnar verða til muna hraðari með síðari aðferðinni. Þetta ihefur því veruleg áhrif á kynbótaárangur- inn í sambandi við sæðingar. c) Hvernig verkar fjöldi sæðingarnauta i drganginum á erfðaframfarirnar? 7

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.