Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 20

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Page 20
100 ingu Skjervolds, einfaldlega vegna þess, að þótt kúastofn okkar væri notaður sem ein kynbótaeining er hann of lítill til þess að bera það nautahald, sem bezti árangur útheimtir. Við yrðum því að sætta okkur við minni nautafjölda til að velja úr og þá minni eða hægari kynbótaframfarir, að dómi Skjervolds. Hér við bætist svo, að eins og sakir standa, er ekki unt að kynbæta kúastofninn íslenzka sem eina heild. Þá er það val nautafeðranna. Skjervold telur að beztur árangur náist ef valdir eru tveir beztu bolarnir úr árgang- inum. Þetta kann að vera rétt, ef úrvalið snýst aðeins um einn eiginleika eða haasta lagi tvo, svo sem nythæð og mjólk- urfitu, þ. e. afurðir í mjólk, en það verður talsvert hæpnara ef tillit skal taka til margra fleiri eiginleika, svo sem bygg- ingar, holdlagni, auðmjöltunar, lireysti o. s. frv. Auðvitað má segja að gefa megi einkunnir fyrir hvern eiginleika og velja þau nautin, er fái flest samanlögð stig, en sú leið finnst mér þó hæpin. Ég tel hæpið að loka nokkurt naut úti frá því að liafa kynbótaleg áhrif á stofninn, serri hefur einn af- burðagóðan erfðaeiginleika, af þeim er við sœkjumst eftir, ef það spillir ekki stofninum hvað aðra eftirsótta eigin- leika áhrærir. Þannig tel ég réttmætt að velja til framhalds stofninum naut, sem hefur mjög góða erfðaeiginleika til mjólkur, þótt geri ekki nema halda í horfinu hvað mjólkur- fitu áhrærir og öfugt, og ég tel vel geta komið til mála að velja til frambúðar naut, er gefur auðmjólkaðar dætur með góða júgurgerð, jafnvel þótt það hækki hvorki teljandi mjólk eða fitu. Auðvitað er gott og blessað og æskilegast að fá alla góða eiginleika sameinaða í hámarki í einu og sama nauti, en það mun reynast örðugt, og því verðum við að fara þá leið að hafa nokkra hlutverkaskiptingu milli nauta um kyn- bæturnar. Venjulega er að vísu mest áhrezlan lögð á afköstin, mjólk og fitu, og höfum við þegar náð furðu vel á veg og hvað þessa eiginleika áhrærir og er sanni næst, að við getum flýtt

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.