Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Qupperneq 28

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Qupperneq 28
108 Þetta er rétt og öllum augljóst nú, en svo var varla fyrir hálfri öld, en heldur er nú skel siðmenningarinnar þunn og skilningur á heilbrigðisháttum takmarkaður, er það dylst flestum, að garðyrkja, ræktun skrúðgarða um hýbýli til skjóls og fegrunar og ræktun fjölbreyttra matjurta, er líka talandi vottur um siðmenningu og að ræktun matjurta, grænmetis og berjarunna er, auk þess að vera siðmenning, verulegt atriði í heilbrigðum lifnaðarháttum þjóðarinnar. Garðrækt er og verður því talandi vottur um siðmenningu og holla ræktunarmenningu, og það'er ekki mjög lofsvert, þótt við hyljum okkur þunnum hjúpi siðmenningarinnar í framgöngu, ef við erum hreinir villimenn í athöfnum. Bændur og ráðunautar hafa engan tíma til að sinna garð- yrkju, hvort heldur sem hún verður nú skilgreind sem dútl, siðmenning eða eitthvað annað. Þannig hugsa flestir, og svo gefur hún ekkert í aðra hönd er sjálfsagt viðhorf margra. Fyrri ástæðuna er ekki auðvelt að hrekja. Að sjálfsögðu eru því taikmörk sett, hvað mikið verður afrekað á afmörk- uðurn tíma. Aðeins má benda á það, að frændur okkar í Skandinavíu eru líka aðþrengdir hvað tímann áhrærir, þar er einnig hörgull á vinnuafli í landbúnaðinum og verðlag landbúnaðarvara líklega oftast til muna óhagstæðara en hér, samt gera þeir skrúðgarða um híbýli sín og leggja stund á fjölbreytta garðyrkju margir hverjir, að minnsta kosti til heimilisnota. Sannleikurinn er sá, að garðyrkja er það við- fangsefni, er nýtir bezt þær stundir og þann vinnukraft heimila, er ef til vill nýtist ekki á annan hátt. Þar geta allir lagt hönd að verki án tillits til kyns eða aldurs. Síðari mótbáran er þó enn þá léttvægari. Hún er alveg hliðstæð því, þegar framleiðsla atvinnuveganna er einungis metin eftir því hve mikið þeir leggja til útflutningsins, en auðvitað er sú framleiðsla alveg eins verðmæt, sem sparar innflutning. Sama er að segja um garðyrkjuna. Fyrst og fremst er hún til heimilisþarfa og sparar þá heimilunum kaup á sömu eða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.