Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Blaðsíða 30
110
um að kynna sér þá reynslu, er búið var að afla af mikilli
elju.
Nú kann einhver að segja, að Garðyrkjuskóli ríkisins hafi
komið í stað Gróðrarstöðvanna, og vera má, að til þess hafi
verið ætlazt, þegar liann var stofnaður, en nú, eftir að þessi
skóli hefur starfað í áratugi, mætti öllum ljóst vera, að
skóli sá hefur einhæft starf sitt við ilræktunina og sjálfsagt
leyst mikið og tímabært hlutverk í þeirri starfsgrein, en
fyrir leiðbeiningar og framvindu í hinni almennu garð-
yrkju í landinu hefur hann verið vita áhrifalaus, og úr
þessu verður ekki bætt fyrr en komið verður upp á hentug-
um stað öflugri garðyrkjustöð, ásamt skóla og námskeiðum,
er hefur það hlutverk að efla hina almennu garðyrkju, í
köldum jarðvegi, á hinum dreifðu bústöðum víðs vegar um
landið, og sú stöð þarf að vinna á hliðstæðan hátt og gömlu
gróðrarstöðvarnar, aðeins mi'klu meira og við hagstæðari
skilyrði. Þaðan eiga að koma leiðbeinandi menn í garð-
yrkju, garðjurtir til útplöntunar og uppeldis og aukin
reynsla og þekking.
Ég skal viðurkenna, að einn þáttur garðyrkju hefur tekið
nokkrum framförum á undanfömum ámm, en það er upp-
eldi á vorin á plöntum af nokkrum matjurtum, svo sem
káltegundum og einnig á nokkrum blómjurtum. Þetta hef-
ur orðið fyrir tilverknað einstakra garðyrikjustöðva, er rekn-
ar eru á hreinum atvinnugrundvelli, en þetta er engu að
síður gott og virðingarvert svo langt sem það nær.
Ef nú einhverjir kynnu að álíta, að við höfum ráðunauta
í hverju héraði, er ættu að geta annað þessum verkefnum,
búnaðarskóla er ættu að geta kennt þessa grein jarðræktar
eins og aðrar og margar skógræktarstöðvar, er ættu líka að
geta annazt plöntuuppeldið, þá held ég þeir hinir sömu
verði að endurskoða allan sinn þankagang. Frá þessum upp-
sprettum þarf garðyrkjan ekki að vænta mikils og ekki frá
karlmönnunum vel flestum, þótt heiðarlegar undantekn-
ingar megi finna. Þeir eru flestir enn þá staddir á því frum-