Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 31

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 03.03.1959, Síða 31
111 stigi að vilja hvorki rækta eða éta garðjurtir, að flokka alla snyrtingu um híbýli sín undir dútl og hafa helzt ekki tíma til neinis, sem ekki verður gert með vélkrafti. í þessum efn- um verður að setja allt traust á kvenfólkið, hjá því er helzt að vænta smekks, skilnings og nákvæmni. Þeir, sem vilja efla garðyrkju í landinu, verða því fyrst og fremst að beina hvatningum sínum og leiðbeiningum til kvenna, fræðslu- stofnana þeirra, félagssamtaka þeirra og til húsmæðranna og heimasætanna á hinum fjölmörgu heimilum í landinu. Nýr garðyrkjuskóli með garðyrkjustöð mundi að sjálf- sögðu kosta mikið, en sá 'kostnaður þyrfti þó engan veginn að vera ókleifur ef hagsýni væri við liöfð, og vil ég þá varpa fram þeirri spurningu: Hvort ekki mætti breyta einhverj- um húsmæðraskólanum í garðyrkjuskóla. Sumir þeirra virð- ast berjast í bökkum hvað aðsókn áhrærir, og mundi sú breyting því ekki þurfa að þrengja kosti húsmæðrafræðsl- unnar. Auk þessa ætti að vera auðvelt og sjálfsagt að auka fræðslu í garðrækt við skólana og jafnvel að halda verkleg námskeið í garðrækt við suma þeirra. Leiðbeiningar í garðyrkju eru nú algerlega ófullnægj- andi. Garðyrkjuráðunautur Bf. ísl. er að mestu ókunn per- sóna utan Suðvesturlandsins og mun nær einvörðungu starfa fyrir ilræktina, þar sem hans er full þörf. Að vísu telst Ragn- ar Ásgeirsson, sem lengi sinnti þessum leiðbeiningum, enn þá garðyrkjuráðunautur að nokkru, en allir vita, að við- fangsefni hans eru mest á öðrum sviðum. Það væri vissu- lega engin ofrausn, þótt einn garðyrkjuráðunautur starfaði í hverjum fjórðungi, og ættu bimaðarsambönd og kven- félagasambönd að hafa >um það samtök sín á milli að koma slfkri skipan á. Nú þegar hafa stærri bæirnir slíka menn í þjónustu sinni, og er þess ekki vanþörf. Auik þessa gæti komið til greina árstíðabundið leiðbeiningastarf í garðyrkju á minni svæð- um, eða innan ininni félagasamtaka, svo fremi að færir leið- beinendur fáist til slíkra starfa.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.